Hvert er planið? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 13. mars 2020 09:00 Undanfarna daga hefur sérfræðingateymi haldið upplýsingafundi um gang mála á blaðamannafundum. Ljóst er að faraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina mun hafa gríðarleg áhrif, bæði til skamms tíma og sennilega til lengri tíma. Allar aðgerðir miða að því að verja þá sem veikastir eru fyrir og að allir sýni ábyrgð í verki svo að það geti orðið. Á blaðamannafundi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar héldu fyrir nokkrum dögum, þar sem kynntar voru aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19, kom fram hjá fjármála- og efnahagsráðherra að fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði svo í sérstöku viðtali að lífvænlegum fyrirtækjum verði bjargað um súrefni svo þau geti starfað áfram, þar sem gert er ráð fyrir að áhrif faraldursins gangi fljótt yfir og við taki á ný eðlilegt starfsumhverfi þessara sömu fyrirtækja. Ég vil leyfa mér að setja þessa áætlun fjármála- og efnahagsráðherra í samhengi við hvernig fyrirtæki hafa á undanförnum misserum tekið á sig hvert áfallið á fætur öðru. Nægir að nefna, loðnubrest, fall WOW, óveður og erfiðleika vegna skorts á nauðsynlegu viðhaldi samgangna. Allt þetta gerir það að verkum að færri og færri fyrirtæki sem voru lífvænleg falla ekki innan skilgreininga ráðherrans. Ekki þarf annað en að líta til fyrirtækja á landsbyggðinni til þess að koma fljótt auga á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar virka ekki eins fyrir landið allt. Hér er ekki einungis um að ræða fyrirtæki á suðvesturhorninu. Í upphafi sátu ekki allir við sama borð. Þeir sem reka fyrirtæki á landsbyggðinni hafa um langt skeið unnið hörðum höndum að því að halda sjó og nú þegar árstími vors og sumars er rétt handan við hornið eygðu margir rekstraraðilar betri tíma en því miður kom einn skellurinn enn. Það er undarlegt að ríkisstjórnin ætli ekki að fara í almennar aðgerðir sem raunverulega gagnast litlu fjölskyldufyrirtækjunum um allt land, lækkun skatta á fyrirtæki ásamt því að virkja bankakerfið til þess að gefa sem flestum tækifæri til að lifa af þennan skell skiptir sköpum. Vandinn varð ekki til í gær, heldur ekki í fyrradag, vandinn hefur verið fyrirsjáanlegur um nokkurt skeið og það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að sýna skýran stuðning með aðgerðum sem virka til framtíðar. Máttleysi og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algert, boðaðar efnahagsaðgerðir hennar munu ekki miða að því að verja þá sem mest þurfa á því að halda einyrkja og minni fyrirtæki. Ríkisstjórnin er ekki að sýna stuðning sinn og ábyrgð í verki. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur sérfræðingateymi haldið upplýsingafundi um gang mála á blaðamannafundum. Ljóst er að faraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina mun hafa gríðarleg áhrif, bæði til skamms tíma og sennilega til lengri tíma. Allar aðgerðir miða að því að verja þá sem veikastir eru fyrir og að allir sýni ábyrgð í verki svo að það geti orðið. Á blaðamannafundi sem forystumenn ríkisstjórnarinnar héldu fyrir nokkrum dögum, þar sem kynntar voru aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19, kom fram hjá fjármála- og efnahagsráðherra að fyrirtæki sem lenda í tímabundnum rekstrarörðugleikum vegna tekjufalls verði veitt svigrúm, t.d. með lengri fresti til að standa skil á sköttum og opinberum gjöldum. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði svo í sérstöku viðtali að lífvænlegum fyrirtækjum verði bjargað um súrefni svo þau geti starfað áfram, þar sem gert er ráð fyrir að áhrif faraldursins gangi fljótt yfir og við taki á ný eðlilegt starfsumhverfi þessara sömu fyrirtækja. Ég vil leyfa mér að setja þessa áætlun fjármála- og efnahagsráðherra í samhengi við hvernig fyrirtæki hafa á undanförnum misserum tekið á sig hvert áfallið á fætur öðru. Nægir að nefna, loðnubrest, fall WOW, óveður og erfiðleika vegna skorts á nauðsynlegu viðhaldi samgangna. Allt þetta gerir það að verkum að færri og færri fyrirtæki sem voru lífvænleg falla ekki innan skilgreininga ráðherrans. Ekki þarf annað en að líta til fyrirtækja á landsbyggðinni til þess að koma fljótt auga á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar virka ekki eins fyrir landið allt. Hér er ekki einungis um að ræða fyrirtæki á suðvesturhorninu. Í upphafi sátu ekki allir við sama borð. Þeir sem reka fyrirtæki á landsbyggðinni hafa um langt skeið unnið hörðum höndum að því að halda sjó og nú þegar árstími vors og sumars er rétt handan við hornið eygðu margir rekstraraðilar betri tíma en því miður kom einn skellurinn enn. Það er undarlegt að ríkisstjórnin ætli ekki að fara í almennar aðgerðir sem raunverulega gagnast litlu fjölskyldufyrirtækjunum um allt land, lækkun skatta á fyrirtæki ásamt því að virkja bankakerfið til þess að gefa sem flestum tækifæri til að lifa af þennan skell skiptir sköpum. Vandinn varð ekki til í gær, heldur ekki í fyrradag, vandinn hefur verið fyrirsjáanlegur um nokkurt skeið og það hlýtur að vera skylda stjórnvalda að sýna skýran stuðning með aðgerðum sem virka til framtíðar. Máttleysi og stefnuleysi ríkisstjórnarinnar er algert, boðaðar efnahagsaðgerðir hennar munu ekki miða að því að verja þá sem mest þurfa á því að halda einyrkja og minni fyrirtæki. Ríkisstjórnin er ekki að sýna stuðning sinn og ábyrgð í verki. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun