Nú vantar bara að aflýsa tímabilinu til að breyta draumatímabili Liverpool í algjöra martröð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 08:00 Það voru þung skrefin hjá Virgil van Dijk og öðrum leikmönnum eftir tapið á móti Atletico Madrid á Anfield í gærkvöldi. Getty/Alex Livesey Liverpool getur nú aðeins unnið einn titil í vor eftir að liðið féll úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Englandsmeistaratitilinn sem liðið hefur saknað síðan 1990. Þegar leikmenn Liverpool komu úr vetrarfríinu sem knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp varði með kjafti og klóm virtust miklir blómatímar vera fram undan. Annað hefur komið á daginn. Liverpool sat þá ósigrað á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og var ríkjandi heims- og Evrópumeistari í fótbolta. Það voru spennandi tímar fram undan og Klopp var líka búinn að leyfa leikmönnum Liverpool að hlaða batteríin fyrir fjölmarga leiki fram undan. Atlético complete Anfield heist as Klopp runs out of miracle nights. @barneyronay https://t.co/yJ1pGTjnjn #LIVATL #LFC #ChampionsLeague— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 Þessir leikir verða þó töluvert færri en hann eflaust áætlaði og álagið verður ekki mikið á liðinu á næstunni. Síðustu vikur hafa nefnilega verið Liverpool liðinu afar erfiðar. Liðið hefur nú tapað fjórum sinnum í síðustu sex leikjum og er dottið út úr bæði Meistaradeildinni og enska bikarnum. Möguleikinn á að fara taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina endaði með óvæntum 3-0 skelli á móti Watford fyrir tveimur vikum. Liverpool hafði áður tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Þann 3. mars síðasliðinn tapaði Liverpool síðan 2-0 í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á móti Chelsea, þremur dögum eftir tapið á móti Watford. Holders Liverpool are out of the Champions League.It was a dramatic last-16 second leg against Atletico Madrid. https://t.co/MkDZPXC8NC pic.twitter.com/305YNiYghG— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Í gærkvöldi, ellefu dögum eftir Watford leikinn, datt Liverpool síðan út úr Meistaradeildinni með 3-2 tapi á heimavelli sínum gegn Atletico Madrid í framlengdum leik. Liverpool réð lögum og lofum á vellinum í níutíu mínútur en léleg færanýting og frammistaða Adrian í markinu varð liðinu að falli. Liverpool á vissulega enska meistaratitilinn vísann en þá þarf líka að klára tímabilið. Það getur líklega ekkert lið náð Liverpool að stigum en tímabilið gæti aftur á móti verið flautað af vegna kórónuveiruna. Fari svo að enska úrvalsdeildin aflýsi tímabilinu á næstunni væri það til að kóróna breytinguna úr sannkölluðu draumatímabili Liverpool í algjöra martröð. Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Liverpool getur nú aðeins unnið einn titil í vor eftir að liðið féll úr Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi. Englandsmeistaratitilinn sem liðið hefur saknað síðan 1990. Þegar leikmenn Liverpool komu úr vetrarfríinu sem knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp varði með kjafti og klóm virtust miklir blómatímar vera fram undan. Annað hefur komið á daginn. Liverpool sat þá ósigrað á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og var ríkjandi heims- og Evrópumeistari í fótbolta. Það voru spennandi tímar fram undan og Klopp var líka búinn að leyfa leikmönnum Liverpool að hlaða batteríin fyrir fjölmarga leiki fram undan. Atlético complete Anfield heist as Klopp runs out of miracle nights. @barneyronay https://t.co/yJ1pGTjnjn #LIVATL #LFC #ChampionsLeague— Guardian sport (@guardian_sport) March 12, 2020 Þessir leikir verða þó töluvert færri en hann eflaust áætlaði og álagið verður ekki mikið á liðinu á næstunni. Síðustu vikur hafa nefnilega verið Liverpool liðinu afar erfiðar. Liðið hefur nú tapað fjórum sinnum í síðustu sex leikjum og er dottið út úr bæði Meistaradeildinni og enska bikarnum. Möguleikinn á að fara taplaust í gegnum ensku úrvalsdeildina endaði með óvæntum 3-0 skelli á móti Watford fyrir tveimur vikum. Liverpool hafði áður tapaði 1-0 í fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni. Þann 3. mars síðasliðinn tapaði Liverpool síðan 2-0 í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á móti Chelsea, þremur dögum eftir tapið á móti Watford. Holders Liverpool are out of the Champions League.It was a dramatic last-16 second leg against Atletico Madrid. https://t.co/MkDZPXC8NC pic.twitter.com/305YNiYghG— BBC Sport (@BBCSport) March 12, 2020 Í gærkvöldi, ellefu dögum eftir Watford leikinn, datt Liverpool síðan út úr Meistaradeildinni með 3-2 tapi á heimavelli sínum gegn Atletico Madrid í framlengdum leik. Liverpool réð lögum og lofum á vellinum í níutíu mínútur en léleg færanýting og frammistaða Adrian í markinu varð liðinu að falli. Liverpool á vissulega enska meistaratitilinn vísann en þá þarf líka að klára tímabilið. Það getur líklega ekkert lið náð Liverpool að stigum en tímabilið gæti aftur á móti verið flautað af vegna kórónuveiruna. Fari svo að enska úrvalsdeildin aflýsi tímabilinu á næstunni væri það til að kóróna breytinguna úr sannkölluðu draumatímabili Liverpool í algjöra martröð.
Tengdar fréttir Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46 Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07 Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Sjáðu dramatíkina úr Meistaradeildarleikjum kvöldsins Atletico Madrid og PSG eru komin í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Leipzig og Atalanta en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins. 11. mars 2020 22:46
Klopp skaut á leikstíl Atletico eftir hafa dottið út úr Meistaradeildinni Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut aðeins á leikstíl Atletico Madrid eftir að spænska liðið sló út Evrópumeistaranna í Meistaradeildinni í kvöld eftir framlengdan leik á Anfield. 11. mars 2020 22:07
Lærisveinar Simeone slógu út Evrópumeistarana eftir framlengingu Evrópumeistarar Liverpool eru úr leik eftir tap gegn Atletico Madrid í framlengingu í kvöld. 11. mars 2020 22:30