„Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 06:47 Gianni Infantino, forseti FIFA og Donald Trump Bandaríkjaforseti saman á úrslitaleik HM félagsliða í sumar. Getty/Eva Marie Uzcategui Það er enginn vafi á því að norski íþróttafréttamaðurinn Jan Petter Saltvedt er alls ekki aðdáandi nýju friðarverðlauna FIFA. Saltvedt skrifaði pistil um þessi nýju verðlaun sem voru kynnt í vikunni og verða afhent í fyrsta sinn þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppni karla. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill ekki gefa upp hver fær nýju friðarverðlaun FIFA, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er talinn vera langlíklegastur. „Velkomin til Andabæjar“ Saltvedt skrifar pistil sinn undir fyrirsögninni „Velkomin til Andabæjar“ og hann setur tóninn strax í byrjun: Fyrirsögnin á pistlinum á síðu NRK.NRK Sport „Nýju „friðarverðlaun“ FIFA er ekki hægt að kalla annað en hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð,“ skrifaði Saltvedt. Það er enginn vafi í hans augum að þarna er Infantino enn á ný að fara smjaðra fyrir góðvini sínum Trump, þess hins sama sem var mjög fúll með að fá ekki friðarverðlaun Nóbels í ár. Enginn vissi að þau væru til eða áformuð „Ef þú ætlar að fjárfesta sparnaðinum þínum í einhverju sem gefur þér efni á aukajólagjöfum, þá skaltu ekki veðja á hver verður fyrsti handhafi þess sem formlega heitir „FIFA Peace Prize – Football Unites the World“. Enginn vissi að þau væru til eða yfirhöfuð áformuð fyrr en hinn almáttugi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hinn brosmildi Svisslendingur Gianni Infantino, tilkynnti fréttirnar úr ræðustól á ráðstefnunni „American Business Forum“ í Miami í þessari viku,“ skrifaði Saltvedt. Hann er fljótur að nefna hver stóð við hlið Infantino þegar hann opinberaði nýju verðlaunin. Tilkynnt við hlið Bandaríkjaforseta Í sama ræðustól og Bandaríkjaforseti hafði nýlokið við að tala, ekki af tilviljun. Líkurnar á því að nafnið sem hinn brosandi forseti FIFA, Gianni Infantino, les upp í Washington þann 5. desember verði Donald John Trump eru nefnilega svo litlar að þær skila í besta falli peningunum til baka,“ skrifaði Saltvedt. „Gianni forseti FIFA er um þessar mundir opinberlega besti vinur Donalds forseta Bandaríkjanna. Það hefur verið augljóst síðan Infantino var óvænt nefndur í innsetningarræðu Trumps sem forseta í janúar. Síðan þá hafa þeir hist oft,“ skrifaði Saltvedt. Gerir grin að Trump Hann gerir síðan grín að því þegar Donald Trump afhenti Chelsea heimsbikar félagsliða í Los Angeles í sumar. „Trump neitaði að fara af sviðinu, þrátt fyrir sífellt örvæntingarfyllri áminningar frá vini sínum Gianni. Bandaríkjaforseti stóð kyrr í miðju konfettíinu og fagnaðarlátunum frammi fyrir augljóslega uppgefnum leikmönnum Chelsea – og endaði með því að gefa heiminum góðan skammt af gamanleik,“ skrifaði Saltvedt eins og má sjá hér. FIFA Donald Trump Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira
Saltvedt skrifaði pistil um þessi nýju verðlaun sem voru kynnt í vikunni og verða afhent í fyrsta sinn þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppni karla. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill ekki gefa upp hver fær nýju friðarverðlaun FIFA, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er talinn vera langlíklegastur. „Velkomin til Andabæjar“ Saltvedt skrifar pistil sinn undir fyrirsögninni „Velkomin til Andabæjar“ og hann setur tóninn strax í byrjun: Fyrirsögnin á pistlinum á síðu NRK.NRK Sport „Nýju „friðarverðlaun“ FIFA er ekki hægt að kalla annað en hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð,“ skrifaði Saltvedt. Það er enginn vafi í hans augum að þarna er Infantino enn á ný að fara smjaðra fyrir góðvini sínum Trump, þess hins sama sem var mjög fúll með að fá ekki friðarverðlaun Nóbels í ár. Enginn vissi að þau væru til eða áformuð „Ef þú ætlar að fjárfesta sparnaðinum þínum í einhverju sem gefur þér efni á aukajólagjöfum, þá skaltu ekki veðja á hver verður fyrsti handhafi þess sem formlega heitir „FIFA Peace Prize – Football Unites the World“. Enginn vissi að þau væru til eða yfirhöfuð áformuð fyrr en hinn almáttugi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hinn brosmildi Svisslendingur Gianni Infantino, tilkynnti fréttirnar úr ræðustól á ráðstefnunni „American Business Forum“ í Miami í þessari viku,“ skrifaði Saltvedt. Hann er fljótur að nefna hver stóð við hlið Infantino þegar hann opinberaði nýju verðlaunin. Tilkynnt við hlið Bandaríkjaforseta Í sama ræðustól og Bandaríkjaforseti hafði nýlokið við að tala, ekki af tilviljun. Líkurnar á því að nafnið sem hinn brosandi forseti FIFA, Gianni Infantino, les upp í Washington þann 5. desember verði Donald John Trump eru nefnilega svo litlar að þær skila í besta falli peningunum til baka,“ skrifaði Saltvedt. „Gianni forseti FIFA er um þessar mundir opinberlega besti vinur Donalds forseta Bandaríkjanna. Það hefur verið augljóst síðan Infantino var óvænt nefndur í innsetningarræðu Trumps sem forseta í janúar. Síðan þá hafa þeir hist oft,“ skrifaði Saltvedt. Gerir grin að Trump Hann gerir síðan grín að því þegar Donald Trump afhenti Chelsea heimsbikar félagsliða í Los Angeles í sumar. „Trump neitaði að fara af sviðinu, þrátt fyrir sífellt örvæntingarfyllri áminningar frá vini sínum Gianni. Bandaríkjaforseti stóð kyrr í miðju konfettíinu og fagnaðarlátunum frammi fyrir augljóslega uppgefnum leikmönnum Chelsea – og endaði með því að gefa heiminum góðan skammt af gamanleik,“ skrifaði Saltvedt eins og má sjá hér.
FIFA Donald Trump Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Sjá meira