Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 10:26 Alexander Isak hefur ekki byrjað vel með Liverpool og á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Harry Langer Liverpool-stuðningsmenn fengu góðar fréttir í aðdraganda stórleiksins á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sænski framherjinn rándýri Alexander Isak hefur verið frá vegna nárameiðsla undanfarnar vikur en á föstudaginn æfði hann með restinni af Liverpool-liðinu. Knattspyrnustjórinn Arne Slot staðfesti þetta á blaðamannafundi en leikurinn við City er á útivelli. „Nú er kominn tími til að sjá hvar hann stendur. Þriggja vikna endurhæfing kemur þér ekki aftur á það stig sem þú varst á fyrir meiðslin. Jafnvel þótt teymið okkar hafi staðið sig frábærlega er ekki hægt að bera saman endurhæfingu og að spila fótbolta og æfa með liðinu,“ sagði Slot. Því næst biðlaði hollenski knattspyrnustjórinn til fjölmiðla um að hafa þetta í huga í umfjöllun sinni um Isak. „Ég verð að segja það aftur: Gefið honum smá tíma.“ Isak var skipt af velli í hálfleik í 5-1 sigri Liverpool á Eintracht Frankfurt þann 22. október. Í kjölfarið kom í ljós að Svíinn glímdi við nárameiðsli. Hinn 26 ára gamli leikmaður var keyptur frá Newcastle í sumar og er talið að kaupverðið hafi numið meira en tuttugu milljörðum króna. Isak á hins vegar enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir nýja liðið sitt. Liverpool vonast líka til þess að gengið haldi áfram að batna gegn Manchester City á sunnudag. Eftir erfitt tímabil hefur liðið unnið síðustu tvo leiki sína gegn Aston Villa og Real Madrid. 🟥 Arne Slot on Isak's Return🗣️ "He will train for the first time today with the team again after being 3 weeks out. I know that I said 3 weeks ago his preseason has ended and now it's time for us to see where he is. But I have to say, give him some time." pic.twitter.com/pWrQReJj2Q— AnfieldIndex (@AnfieldIndex) November 7, 2025 Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Sænski framherjinn rándýri Alexander Isak hefur verið frá vegna nárameiðsla undanfarnar vikur en á föstudaginn æfði hann með restinni af Liverpool-liðinu. Knattspyrnustjórinn Arne Slot staðfesti þetta á blaðamannafundi en leikurinn við City er á útivelli. „Nú er kominn tími til að sjá hvar hann stendur. Þriggja vikna endurhæfing kemur þér ekki aftur á það stig sem þú varst á fyrir meiðslin. Jafnvel þótt teymið okkar hafi staðið sig frábærlega er ekki hægt að bera saman endurhæfingu og að spila fótbolta og æfa með liðinu,“ sagði Slot. Því næst biðlaði hollenski knattspyrnustjórinn til fjölmiðla um að hafa þetta í huga í umfjöllun sinni um Isak. „Ég verð að segja það aftur: Gefið honum smá tíma.“ Isak var skipt af velli í hálfleik í 5-1 sigri Liverpool á Eintracht Frankfurt þann 22. október. Í kjölfarið kom í ljós að Svíinn glímdi við nárameiðsli. Hinn 26 ára gamli leikmaður var keyptur frá Newcastle í sumar og er talið að kaupverðið hafi numið meira en tuttugu milljörðum króna. Isak á hins vegar enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir nýja liðið sitt. Liverpool vonast líka til þess að gengið haldi áfram að batna gegn Manchester City á sunnudag. Eftir erfitt tímabil hefur liðið unnið síðustu tvo leiki sína gegn Aston Villa og Real Madrid. 🟥 Arne Slot on Isak's Return🗣️ "He will train for the first time today with the team again after being 3 weeks out. I know that I said 3 weeks ago his preseason has ended and now it's time for us to see where he is. But I have to say, give him some time." pic.twitter.com/pWrQReJj2Q— AnfieldIndex (@AnfieldIndex) November 7, 2025
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira