Enski boltinn

Rekinn eftir að­eins fimm mánuði í starfi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Will Still þarf að finna sér nýja vinnu.
Will Still þarf að finna sér nýja vinnu. getty/Rob Newell

Southampton hefur sagt knattspyrnustjóranum Will Still upp störfum.

Still var ráðinn stjóri Southampton í maí en entist aðeins fimm mánuði í starfi hjá félaginu.

Dýrlingarnir unnu aðeins tvo af þrettán leikjum sínum í B-deildinni undir stjórn Stills. Hann skilur við Southampton í 21. sæti deildarinnar.

Þjálfari U-21 árs liðs Southampton, Tonda Eckert, tekur við liðinu til bráðabirgða meðan leit að nýjum stjóra stendur yfir.

Hinn 33 ára Still stýrði Reims og Lens í Frakklandi áður en hann sneri aftur til Englands. Hann hefur einnig þjálfað í Belgíu.

Southampton féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en liðið fékk þá aðeins tólf stig og var 26 stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×