Fasteignamarkaðurinn á tímum Covid-19 Baldur Jezorski skrifar 17. apríl 2020 11:30 Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. Á fasteignavef Vísis eru u.þ.b. 3.200 eignir skráðar á sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af 1.590 nýbyggingar eða rúmlega helmingur eigna á skrá. Mikið framboð af nýbyggingum hefur valdið því að verðbil á milli nýrri og eldri eigna hefur minnkað undanfarin tvö ár. Margir sjá tækifæri í því að selja eldri eign sem þeir eiga og kaupa nýja eign á svipuðu verði. Stundum eru tækifæri á fasteignamarkaði bundin við sérstakar tegundir eigna eða afmörkuð svæði. Eins og staðan er í dag þá eru tækifærin alls staðar: Mikið af eignum er að koma inn á markaðinn á mjög sanngjörnu verði - Sumar eldri eignir sem hafa verið lengi í sölu bjóðast nú jafnvel á lækkuðu verði. Söluverð nýbygginga lækkaði í byrjun árs og hafa margar þeirra verið á markaðnum í þó nokkurn tíma án þess að seljast. Eins og sjá má af upplýsingum frá Samtökum Iðnaðarins frá því í febrúar á þessu ári (fyrir áhrif Covid-19) voru 42% færri íbúðir á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu miðað við sama tíma í fyrra. Ekki er ólíklegt að þetta geti leitt til þess að umframeftirspurn myndist á næstu 3 árum. Eftirspurn á fasteignamarkaði getur breyst snögglega og þess vegna snaraukist á nokkrum vikum en það tekur byggingariðnaðinn hins vegar alltaf töluvert langan tíma að bregðast við aukinni eftirspurn þar sem byggingatími íbúða er oft 1-2 ár. Það getur margt breyst á þessum tíma. Líkleg ástæða fyrir offramboði nýbygginga í dag er annaðhvort það að eftirspurnin hafi verið ofmetin á sínum tíma og of mikið hafi verið byggt eða það sem er líklegra að eftirspurnin hefur minnkað m.a. vegna falls WOW-Air, minnkandi hagvexti og auknu framboði af eldri eignum sem verið hafa í skammtímaútleigu. Ef ekkert verður að gert mun að öllum líkindum myndast mikill húsnæðiskortur á næstu 3-5 árum eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI bendir á. Þetta er vítahringur sem óskandi væri að komast út úr. Nú er staðan þannig fyrir byggingaðila að það borgar sig ekki að byggja fyrr en eftirspurn og verð rýkur upp aftur, vegna skorts á íbúðarhúsnæði. Hvað er til ráða? Hlutdeildarlán gætu t.d. rétt þessar kúrfu af og aukið eftirspurn eftir nýbyggingum. Er fólk að kaupa og selja á tímum Covid-19? Á þessum tímum þegar við gerum öll okkar besta til þess að halda Covid-19 í skefjum hefur starf fasteignasala aldeilis breyst, nú eru gúmmíhanskar og sprittbrúsar staðalbúnaður við sýningar eigna, tveir metrar á milli manna og einum aðila í einu sýnd eign í staðin fyrir opin hús. Eins og flest fyrirtæki á Íslandi reyna fasteignasölur að aðlaga þjónustuna að breyttum tímum m.a. með myndsímtölum. Hingað til hefur fasteignasali alltaf þurft að koma í heimsókn til að finna nákvæmt söluverðmæti eignar en með þessari þjónustu er einfaldlega verið að nútímavæða þennan þjónustuþátt. Þessi þjónusta er fyrst og fremst ætluð þeim sem eru að byrja hugsa sér til hreyfings og vilja vita hvert áætlað söluverð eignarinnar er. Fasteignasalar mæta hins vegar alltaf á staðinn þegar verið er að skrá eign á sölu eða þegar um verðmat fyrir banka er að ræða t.d. vegna endurfjármögnunar. Leigumarkaðurinn á tímum Covid-19 Aukning virðist vera á framboði leiguhúsnæðis vegna mikillar fækkunar ferðamanna á síðustu vikum eftir landnáms Kórónavírusins. Við á 450 Fasteignasölu sjáum mikið af eignum koma inn á leigumarkað sem hafa verið í skammtímaleigu en standa nú tómar. Samkvæmt tölum frá þjóðskrá voru 6,9% fleiri þinglýstir leigusamningar í mars miðað við sama tíma fyrir ári og má reikna með að sú tala verði ennþá hærri í apríl. Leiguverð virðist hafa lækkað á síðustu vikum, það má bæði rekja til fjölda eigna sem koma nú inn á leigumarkað vegna færri ferðamanna, lægri vaxta og hagstæðari lána. Hluti af skýringunni kann að vera sú að leigusalar hafi lækkað verð tímabundið vegna covid-19, fryst vísitölu eða gert aðrar ráðstafanir til þess að koma til móts við leigutaka. Það eru ekki komnar formlegar tölur um hversu mikið leiguverð nýrra leigusamninga hefur lækkað en það má reikna með að það sé hátt í 10%. Þetta er mikil breyting á stuttum tíma en það er fátt sem bendir til þess að leiga komi til með að hækka mikið á næstunni. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú er kaupendamarkaður. Á meðan framboð er mikið og flestir halda að sér höndum vegna ástands í samfélaginu leynast ótal tækifæri á fasteigmarkaði. Á fasteignavef Vísis eru u.þ.b. 3.200 eignir skráðar á sölu á höfuðborgarsvæðinu, þar af 1.590 nýbyggingar eða rúmlega helmingur eigna á skrá. Mikið framboð af nýbyggingum hefur valdið því að verðbil á milli nýrri og eldri eigna hefur minnkað undanfarin tvö ár. Margir sjá tækifæri í því að selja eldri eign sem þeir eiga og kaupa nýja eign á svipuðu verði. Stundum eru tækifæri á fasteignamarkaði bundin við sérstakar tegundir eigna eða afmörkuð svæði. Eins og staðan er í dag þá eru tækifærin alls staðar: Mikið af eignum er að koma inn á markaðinn á mjög sanngjörnu verði - Sumar eldri eignir sem hafa verið lengi í sölu bjóðast nú jafnvel á lækkuðu verði. Söluverð nýbygginga lækkaði í byrjun árs og hafa margar þeirra verið á markaðnum í þó nokkurn tíma án þess að seljast. Eins og sjá má af upplýsingum frá Samtökum Iðnaðarins frá því í febrúar á þessu ári (fyrir áhrif Covid-19) voru 42% færri íbúðir á fyrstu byggingarstigum á höfuðborgarsvæðinu miðað við sama tíma í fyrra. Ekki er ólíklegt að þetta geti leitt til þess að umframeftirspurn myndist á næstu 3 árum. Eftirspurn á fasteignamarkaði getur breyst snögglega og þess vegna snaraukist á nokkrum vikum en það tekur byggingariðnaðinn hins vegar alltaf töluvert langan tíma að bregðast við aukinni eftirspurn þar sem byggingatími íbúða er oft 1-2 ár. Það getur margt breyst á þessum tíma. Líkleg ástæða fyrir offramboði nýbygginga í dag er annaðhvort það að eftirspurnin hafi verið ofmetin á sínum tíma og of mikið hafi verið byggt eða það sem er líklegra að eftirspurnin hefur minnkað m.a. vegna falls WOW-Air, minnkandi hagvexti og auknu framboði af eldri eignum sem verið hafa í skammtímaútleigu. Ef ekkert verður að gert mun að öllum líkindum myndast mikill húsnæðiskortur á næstu 3-5 árum eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI bendir á. Þetta er vítahringur sem óskandi væri að komast út úr. Nú er staðan þannig fyrir byggingaðila að það borgar sig ekki að byggja fyrr en eftirspurn og verð rýkur upp aftur, vegna skorts á íbúðarhúsnæði. Hvað er til ráða? Hlutdeildarlán gætu t.d. rétt þessar kúrfu af og aukið eftirspurn eftir nýbyggingum. Er fólk að kaupa og selja á tímum Covid-19? Á þessum tímum þegar við gerum öll okkar besta til þess að halda Covid-19 í skefjum hefur starf fasteignasala aldeilis breyst, nú eru gúmmíhanskar og sprittbrúsar staðalbúnaður við sýningar eigna, tveir metrar á milli manna og einum aðila í einu sýnd eign í staðin fyrir opin hús. Eins og flest fyrirtæki á Íslandi reyna fasteignasölur að aðlaga þjónustuna að breyttum tímum m.a. með myndsímtölum. Hingað til hefur fasteignasali alltaf þurft að koma í heimsókn til að finna nákvæmt söluverðmæti eignar en með þessari þjónustu er einfaldlega verið að nútímavæða þennan þjónustuþátt. Þessi þjónusta er fyrst og fremst ætluð þeim sem eru að byrja hugsa sér til hreyfings og vilja vita hvert áætlað söluverð eignarinnar er. Fasteignasalar mæta hins vegar alltaf á staðinn þegar verið er að skrá eign á sölu eða þegar um verðmat fyrir banka er að ræða t.d. vegna endurfjármögnunar. Leigumarkaðurinn á tímum Covid-19 Aukning virðist vera á framboði leiguhúsnæðis vegna mikillar fækkunar ferðamanna á síðustu vikum eftir landnáms Kórónavírusins. Við á 450 Fasteignasölu sjáum mikið af eignum koma inn á leigumarkað sem hafa verið í skammtímaleigu en standa nú tómar. Samkvæmt tölum frá þjóðskrá voru 6,9% fleiri þinglýstir leigusamningar í mars miðað við sama tíma fyrir ári og má reikna með að sú tala verði ennþá hærri í apríl. Leiguverð virðist hafa lækkað á síðustu vikum, það má bæði rekja til fjölda eigna sem koma nú inn á leigumarkað vegna færri ferðamanna, lægri vaxta og hagstæðari lána. Hluti af skýringunni kann að vera sú að leigusalar hafi lækkað verð tímabundið vegna covid-19, fryst vísitölu eða gert aðrar ráðstafanir til þess að koma til móts við leigutaka. Það eru ekki komnar formlegar tölur um hversu mikið leiguverð nýrra leigusamninga hefur lækkað en það má reikna með að það sé hátt í 10%. Þetta er mikil breyting á stuttum tíma en það er fátt sem bendir til þess að leiga komi til með að hækka mikið á næstunni. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun