Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 10:59 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. vísir/ktd Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Stefnt sé að því að Íslendingar geti sótt ökuskírteinin í símann sinn í sumar. Frekari stafrænar breytingar á stjórnsýslunni eru jafnframt í pípunum. Vigdís Jóhannesdóttir var á dögunum valin úr hópi 116 umsækjenda um markaðsstjórastöðu hjá Stafrænu Íslandi. Ætlunarverk þess er að koma öllum samskiptum hins opinbera á stafrænt form, í takti við fyrirætlanir stjórnvalda. Sú vinna sé þegar hafin en að mati Vigdísar hefur kórónuveiran ýtt undir þá þróun, eins og á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fjarvinna er víða í fyrirrúmi. Vigdís ræddi nýju stöðuna og vinnuna framundan í Bítinu í morgun. Þar lagði hún ríka áherslu á vefsíðuna Island.is, sem verður þungamiðjan í tæknivæðingunni sem fyrirhuguð er. Þar verði hægt að nálgast hin ýmsu plögg og skjöl, auk þess að framkvæma rafrænar undirskriftir hjá opinberum stofnunum. Aðspurð um hverju standi til að koma yfir á stafrænt form nefnir Vigdís t.a.m. að rafrænar undirskriftir við fasteignaviðskipti séu til skoðunar. Þá sé jafnframt verið að athuga hvernig hægt sé að gera þinglýsingar stafrænni. Margar hverjar séu mjög almennar og þurfi bara undirskrift en aðrar eru flóknari úrlausnar. Sem fyrr segir er þó ætlun stjórnvalda að öll samskipti þess verði stafræn. Þá nefndi Vigdís jafnframt að vinna við stafræn ökuskírteini sé vel á veg komin en dómsmálaráðherra greindi frá því í upphafi árs að þau væru væntanleg. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tilbúið með vorinu en Vigdís segir að nú fari þetta „bara að bresta á.“ Stefnan sé sett á sumarið. Unnið sé hörðum höndum að því að ökuskírteini verði aðgengileg í snjallsímum. Fólk muni nálgast þau inni á Ísland.is og setji ökuskírteinin í „veskið“ í símanum, ekki ósvipað og gert er með greiðslukort og farsíma. Ökuskírteinið sé alþjóðlegt en Vigdís segist þó ekki geta lofað því að öll löggæsluyfirvöld telji það fullgilt. Því sé öruggara að taka hefðbundið ökuskírteini með sér þegar ferðast er um heiminn. Viðtalið við Vigdísi má heyra í spilaranum ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá viðbrögð vegfarenda þegar fréttastofan spurði þá um stafræn ökuskírteini í upphafi árs. Stjórnsýsla Samgöngur Tækni Bítið Tengdar fréttir Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands. Stefnt sé að því að Íslendingar geti sótt ökuskírteinin í símann sinn í sumar. Frekari stafrænar breytingar á stjórnsýslunni eru jafnframt í pípunum. Vigdís Jóhannesdóttir var á dögunum valin úr hópi 116 umsækjenda um markaðsstjórastöðu hjá Stafrænu Íslandi. Ætlunarverk þess er að koma öllum samskiptum hins opinbera á stafrænt form, í takti við fyrirætlanir stjórnvalda. Sú vinna sé þegar hafin en að mati Vigdísar hefur kórónuveiran ýtt undir þá þróun, eins og á fjölmörgum vinnustöðum þar sem fjarvinna er víða í fyrirrúmi. Vigdís ræddi nýju stöðuna og vinnuna framundan í Bítinu í morgun. Þar lagði hún ríka áherslu á vefsíðuna Island.is, sem verður þungamiðjan í tæknivæðingunni sem fyrirhuguð er. Þar verði hægt að nálgast hin ýmsu plögg og skjöl, auk þess að framkvæma rafrænar undirskriftir hjá opinberum stofnunum. Aðspurð um hverju standi til að koma yfir á stafrænt form nefnir Vigdís t.a.m. að rafrænar undirskriftir við fasteignaviðskipti séu til skoðunar. Þá sé jafnframt verið að athuga hvernig hægt sé að gera þinglýsingar stafrænni. Margar hverjar séu mjög almennar og þurfi bara undirskrift en aðrar eru flóknari úrlausnar. Sem fyrr segir er þó ætlun stjórnvalda að öll samskipti þess verði stafræn. Þá nefndi Vigdís jafnframt að vinna við stafræn ökuskírteini sé vel á veg komin en dómsmálaráðherra greindi frá því í upphafi árs að þau væru væntanleg. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði tilbúið með vorinu en Vigdís segir að nú fari þetta „bara að bresta á.“ Stefnan sé sett á sumarið. Unnið sé hörðum höndum að því að ökuskírteini verði aðgengileg í snjallsímum. Fólk muni nálgast þau inni á Ísland.is og setji ökuskírteinin í „veskið“ í símanum, ekki ósvipað og gert er með greiðslukort og farsíma. Ökuskírteinið sé alþjóðlegt en Vigdís segist þó ekki geta lofað því að öll löggæsluyfirvöld telji það fullgilt. Því sé öruggara að taka hefðbundið ökuskírteini með sér þegar ferðast er um heiminn. Viðtalið við Vigdísi má heyra í spilaranum ofar í fréttinni en hér að neðan má sjá viðbrögð vegfarenda þegar fréttastofan spurði þá um stafræn ökuskírteini í upphafi árs.
Stjórnsýsla Samgöngur Tækni Bítið Tengdar fréttir Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11 Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00 Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
Vigdís talin best 116 umsækjenda Vigdís Jóhannsdóttir varð hlutskörpust þeirra 116 sem sóttu um stöðu markaðsstjóra Stafræns Íslands. 19. maí 2020 16:11
Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. 21. maí 2020 07:00
Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. 29. janúar 2020 16:56
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent