Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 11. mars 2020 12:00 Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið þurfi á öllu sínu starfsfólki að halda og hefur til að mynda verið til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsmenn á eftirlaunum. Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt. Í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn fréttastofu segir að rétt sé að nokkur hópur, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna hafi verið á skíðum í Austurríki á þessum tíma, bæði saman og í sitthvoru lagi. Spítalinn hafi tekið undir þessi almennu tilmæli landlæknis og beint þeim áfram til starfsfólks. Spítalinn hafi ekki upplýsingar um nákvæman fjölda í augnablikinu eða hversu margt af þessu fólki fór út eftir 2. mars, en þó sé ljóst að það hafi verið einhverjir. Þá segir að fólkið þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. Í svari spítalans segir jafnframt að þeim þyki þetta miður en að þau hafi ekkert annað um málið að segja að svo stöddu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/vilhelm Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir fréttir af ferðalögum heilbrigðisstarfsfólks vera vonbrigði. „Að það hafi ekki verið tekið tillit til þessarar óskar landlæknis og sóttvarnalæknis um að heilbrigðisstarfsmenn fresti öllum ónauðsynlegum ferðum. Það er mjög mikilvægt að við höldum í þennan ofboðslega mikilvæga hóp sem heilbrigðisstarfsfólk er, að við séum ekki að missa fólk hvorki í einangrun eða sóttkví. Þetta er algjör lykilhópur í þessari baráttu en jú, sannarlega eru það vonbrigði að heyra af þessu núna en heilt yfir þá erum við nokkuð viss um það og í raun alveg sannfærð um að heilbrigðisstarfsfólk almennt taki tillit til þessarar beiðni frá okkur,“ segir Kjartan Hreinn. Þá skal það tekið fram í þessu samhengi að í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að vitað sé um nokkuð stóran hóp starfsfólks, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna, sem hætti strax við skipulögð ferðalög, bæði vegna frís og vinnu, um leið og tilmæli landlæknis bárust. Jafnframt hafi spítalinn þegar í stað lagt bann við vinnu- og námsferðum erlendis á sínum vegum í mars og var undantekningalaust farið eftir því. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Landspítalinn Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið þurfi á öllu sínu starfsfólki að halda og hefur til að mynda verið til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsmenn á eftirlaunum. Þann 2. mars síðastliðinn beindi landlæknir þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem starfa í framlínu á heilbrigðisstofnunum að fara ekki utan í ferðalög í bili á meðan tilfellum vegna kórónuveirunnar fer fjölgandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fóru hjúkrunarfræðingar og læknar í skíðaferð til Austurríkis eftir að þessi tilmæli voru gefin út. Starfsfólkið fór á svæði sem var utan skilgreinds hættusvæðis á þeim tíma en svo hafi hættumatinu verið breytt. Í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn fréttastofu segir að rétt sé að nokkur hópur, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna hafi verið á skíðum í Austurríki á þessum tíma, bæði saman og í sitthvoru lagi. Spítalinn hafi tekið undir þessi almennu tilmæli landlæknis og beint þeim áfram til starfsfólks. Spítalinn hafi ekki upplýsingar um nákvæman fjölda í augnablikinu eða hversu margt af þessu fólki fór út eftir 2. mars, en þó sé ljóst að það hafi verið einhverjir. Þá segir að fólkið þurfi að fara í sóttkví við heimkomu. Í svari spítalans segir jafnframt að þeim þyki þetta miður en að þau hafi ekkert annað um málið að segja að svo stöddu. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/vilhelm Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir fréttir af ferðalögum heilbrigðisstarfsfólks vera vonbrigði. „Að það hafi ekki verið tekið tillit til þessarar óskar landlæknis og sóttvarnalæknis um að heilbrigðisstarfsmenn fresti öllum ónauðsynlegum ferðum. Það er mjög mikilvægt að við höldum í þennan ofboðslega mikilvæga hóp sem heilbrigðisstarfsfólk er, að við séum ekki að missa fólk hvorki í einangrun eða sóttkví. Þetta er algjör lykilhópur í þessari baráttu en jú, sannarlega eru það vonbrigði að heyra af þessu núna en heilt yfir þá erum við nokkuð viss um það og í raun alveg sannfærð um að heilbrigðisstarfsfólk almennt taki tillit til þessarar beiðni frá okkur,“ segir Kjartan Hreinn. Þá skal það tekið fram í þessu samhengi að í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að vitað sé um nokkuð stóran hóp starfsfólks, bæði hjúkrunarfræðinga og lækna, sem hætti strax við skipulögð ferðalög, bæði vegna frís og vinnu, um leið og tilmæli landlæknis bárust. Jafnframt hafi spítalinn þegar í stað lagt bann við vinnu- og námsferðum erlendis á sínum vegum í mars og var undantekningalaust farið eftir því.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Landspítalinn Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Sjá meira
Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 14:00