Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2020 08:50 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir of mikla orku hafa farið í hnútuköst í kjaradeilunni. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. Hann segir þó að of mikil orka hafi farið í hnútuköst og að umhugsunarvert sé að ekki hafi tekist að ná samningum fyrir einhverjum vikum. „Ég er mjög ánægður með afrakstur síðustu tveggja nátta. Nú erum við búin að semja við stærstu hópana – hjá Sameyki og Eflingu. Í mínum huga er um að ræða tímamótasamninga. Stóra málið er kannski stytting vinnuvikunnar en síðan er sá grunnur sem byggt er á – Lífskjarasamningurinn – hann tryggir að við erum að sjá umtalsverða hækkun lægstu launa og kjarabætur fyrir fólk hjá borginni sem á þær sannarlega skilið. Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna í báðum tilvikum,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Of mikil orka fór í hnútuköst Aðspurður um hvernig hann líti til baka á viðræður og umræðuna síðustu vikurnar segir hann það umhugsunarvert að það hafi ekki verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum síðan. „Auðvitað tók tíma að útfæra styttingu vinnuvikunnar, en staðreyndin er sú, eins og komið hefur fram, að tilboð borgarinnar í viðræðunum var gott, eins og endurspeglast í niðurstöðunni.“ Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um samskipti Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Vísir/Vilhelm Nú var mikið rætt um deilur og samskipti ykkar Sólveigar Önnu, formanns Eflingar. Hvað viltu segja um það nú þegar niðurstaða hefur náðst? „Mér fannst allt of mikil orka fara í slíkt og einhver hnútuköst. Mér fannst þetta sjálfum ekki ganga fyrr en okkur tókst að ná allri athygli á samningana og það sem þurfti að vinna inni í Karphúsi, í útfærslum og öðru, en út úr einhverri samfélagsmiðla- og fjölmiðlaumræðu.“ Kórónuveiran hafði áhrif á gang viðræðna Dagur nefnir einnig að kjaraviðræðurnar hafi átt sér stað á mjög sérstökum tímum. „Við höfum öðrum þræði verið að glíma við verkföll og hins vegar verið að undirbúa þjónustu borgarinnar og samfélagið undir COVID-19 og það sem tengist þessari veirusýkingu. Það er kærkomið og löngu tímabært að geta lagt verkföll og vinnudeilur að baki og einbeita okkur að því sem mestu skiptir við núverandi aðstæður.“ Heldurðu að þessi kórónuveira hafi haft áhrif á gang viðræðna? „Já, ég held að allir hljóti að hafa fundið til ábyrgðar gagnvart því. Það er alveg ljóst að tíminn var að renna út. Ekki bara út af veirunni, heldur líka út af áhrifunum sem að verkföllin höfðu á fjölskyldur. Sérstaklega fjölskyldur leikskólabarna í Reykjavík sem ég held að sé fegnasti hópurinn sem kemst nú aftur í kærkomna rútínu. Ég vona að allir geti þá horft fram á veginn,“ segir borgarstjóri. Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. Hann segir þó að of mikil orka hafi farið í hnútuköst og að umhugsunarvert sé að ekki hafi tekist að ná samningum fyrir einhverjum vikum. „Ég er mjög ánægður með afrakstur síðustu tveggja nátta. Nú erum við búin að semja við stærstu hópana – hjá Sameyki og Eflingu. Í mínum huga er um að ræða tímamótasamninga. Stóra málið er kannski stytting vinnuvikunnar en síðan er sá grunnur sem byggt er á – Lífskjarasamningurinn – hann tryggir að við erum að sjá umtalsverða hækkun lægstu launa og kjarabætur fyrir fólk hjá borginni sem á þær sannarlega skilið. Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna í báðum tilvikum,“ segir Dagur í samtali við Vísi. Of mikil orka fór í hnútuköst Aðspurður um hvernig hann líti til baka á viðræður og umræðuna síðustu vikurnar segir hann það umhugsunarvert að það hafi ekki verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum síðan. „Auðvitað tók tíma að útfæra styttingu vinnuvikunnar, en staðreyndin er sú, eins og komið hefur fram, að tilboð borgarinnar í viðræðunum var gott, eins og endurspeglast í niðurstöðunni.“ Síðustu vikur hefur mikið verið rætt um samskipti Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.Vísir/Vilhelm Nú var mikið rætt um deilur og samskipti ykkar Sólveigar Önnu, formanns Eflingar. Hvað viltu segja um það nú þegar niðurstaða hefur náðst? „Mér fannst allt of mikil orka fara í slíkt og einhver hnútuköst. Mér fannst þetta sjálfum ekki ganga fyrr en okkur tókst að ná allri athygli á samningana og það sem þurfti að vinna inni í Karphúsi, í útfærslum og öðru, en út úr einhverri samfélagsmiðla- og fjölmiðlaumræðu.“ Kórónuveiran hafði áhrif á gang viðræðna Dagur nefnir einnig að kjaraviðræðurnar hafi átt sér stað á mjög sérstökum tímum. „Við höfum öðrum þræði verið að glíma við verkföll og hins vegar verið að undirbúa þjónustu borgarinnar og samfélagið undir COVID-19 og það sem tengist þessari veirusýkingu. Það er kærkomið og löngu tímabært að geta lagt verkföll og vinnudeilur að baki og einbeita okkur að því sem mestu skiptir við núverandi aðstæður.“ Heldurðu að þessi kórónuveira hafi haft áhrif á gang viðræðna? „Já, ég held að allir hljóti að hafa fundið til ábyrgðar gagnvart því. Það er alveg ljóst að tíminn var að renna út. Ekki bara út af veirunni, heldur líka út af áhrifunum sem að verkföllin höfðu á fjölskyldur. Sérstaklega fjölskyldur leikskólabarna í Reykjavík sem ég held að sé fegnasti hópurinn sem kemst nú aftur í kærkomna rútínu. Ég vona að allir geti þá horft fram á veginn,“ segir borgarstjóri.
Kjaramál Verkföll 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Formaður Eflingar segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. 10. mars 2020 07:25
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54