Framhaldsskóli á krossgötum – þriðji hluti Ólafur Haukur Johnson skrifar 12. mars 2020 08:00 Í fyrsta hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um ýmis almenn atriði sem lúta að nauðsyn þess að menntamálayfirvöld átti sig á nauðsyn breytinga á framhaldsskólastiginu og námskrá þess. Í öðrum hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um hvaða breytingar væri að mínu mati gott að gera á kjarna námsframboðs framhaldsskólastigsins. Í þessum síðasta hluta umfjöllunar minnar mun ég fjalla um þau atriði sem ég tel að hafa þurfi í huga til að auðvelda farsælar breytingar á framhaldsskólunum, auka samkeppni, tryggja framfarir og lækkun rekstrarkostnaðar. Auk þeirra atriða sem ég nefndi í fyrstu og annarri grein um breytingar sem gera þarf á nýrri námskrá, þarf að skilgreina hlutverk og starfskröfur kennara að nýju. Störf kennara verða nú að taka mið af breytingum í starfi sem koma til með tækninýjungum sem sjálfsagt er að taka upp í allri kennslu og felast m.a. í notkun nýjustu kennslustofuforrita. Þessi forrit munu einfalda námsvinnu nemenda, auka afköst þeirra og gera þá sjálfstæðari í vinnubrögðum. Jafnframt einfalda þessi forrit hlutverk kennara. Með nýtingu forritanna er auðveldara en fyrr að fylgjast með framförum hjá nemendum og sjá ef nemendur stranda í námsverkefnum. Þessi nýju forrit draga úr þörf á prófum eða gera þau óþörf með öllu. Jafnframt opna þessi forrit möguleika fyrir duglega nemendur til að auka námsafköst sín með því að ljúka einstökum námsáföngum á mun skemmri tíma en verið hefur. Ég nefndi áður að kröftuga samkeppni á milli framhaldsskóla vantaði. Mikilvægt er að ný námskrá opni betur á samkeppni á milli skóla og hvetji jafnframt til aðkomu nýrra skóla. Nú sjáum við að Hjallastefnan er að hasla sér völl í Skotlandi. Yfirvöld þar virðast ætla að taka vel á móti þessum íslensku víkingum, í það minnsta heyrist ekkert um mótmæli þarlendra vegna „innrásarinnar.“ Með sama hætti eigum við Íslendingar að taka fagnandi á móti nýjum aðilum með nýjar hugmyndir í íslenskan skólarekstur, fari svo að einhverjir sýni skólastarfi hér áhuga. Til þess að opna á möguleika nýrra aðila til að koma að skólarekstri er eðlilegt að byrja á því að bjóða út þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla þ.m.t. Menntaskóla Borgarfjarðar, Tækniskólann, Verzlunarskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og IB námið við Menntaskólann í Hamrahlíð. Fari það þannig að útboð á þessum rekstri verði ekki ofan á er önnur einfaldari leið til sem mun hvetja hratt og örugglega til framfara í öllum framhaldsskólum. Sú leið er að taka upp „ávísanakerfi“ sem felst í því að nemendur velja sér skóla að eigin ósk en ríkið greiðir með þeim eftir fyrir fram ákveðnu módeli sem þegar er til í menntamálaráðuneytinu. Þessi aðferð mun ekki aðeins hvetja til frumkvæðis í skólastarfi með aukinni samkeppni heldur einnig bæta fjárhagslegan rekstur framhaldsskólanna. Til slíks er svigrúm nú. Mér er auðvitað ljóst að hugrenningar mínar hér að framan um nauðsynlegar breytingar á framhaldsskólanum eru ekki öllum að skapi. Hér er ástæða að hafa í huga að allar róttækar breytingar eru umdeildar. Nægir hér að minna á að aðeins eru nokkur ár síðan talið var fráleitt að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum. Síðan gerðist það að einn skóli, að fenginni heimild ráðherra, tók sig til og bauð hnitmiðað nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Fyrir ríkið var námið að auki ódýrara en í öðrum skólum. Eftir að það gekk farsællega varð flestum ljóst að stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var sjálfsögð og í raun mjög einföld breyting. Hið sama mun gerast með þær róttæku breytingar sem nú verða að eiga sér stað á framhaldsskólunum. Fáum árum eftir að gefið verður „grænt ljós“ á að hrinda þeim í framkvæmd verða þær breytingar taldar jafn sjálfsagðar og stytting framhaldsskólans. Framhaldsskólinn er á krossgötum. Breytingar þola ekki bið. Mikilvægt er að yfirvöld sýni framsýni og leiði strax nauðsynlegar kerfisbreytingar til að tryggja framfarir á þessu skólastigi. Höfundur er skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ólafur Haukur Johnson Tengdar fréttir Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. 11. mars 2020 08:00 Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. 10. mars 2020 08:00 Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í fyrsta hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um ýmis almenn atriði sem lúta að nauðsyn þess að menntamálayfirvöld átti sig á nauðsyn breytinga á framhaldsskólastiginu og námskrá þess. Í öðrum hluta umfjöllunar minnar um „framhaldsskólann á krossgötum“ fjallaði ég um hvaða breytingar væri að mínu mati gott að gera á kjarna námsframboðs framhaldsskólastigsins. Í þessum síðasta hluta umfjöllunar minnar mun ég fjalla um þau atriði sem ég tel að hafa þurfi í huga til að auðvelda farsælar breytingar á framhaldsskólunum, auka samkeppni, tryggja framfarir og lækkun rekstrarkostnaðar. Auk þeirra atriða sem ég nefndi í fyrstu og annarri grein um breytingar sem gera þarf á nýrri námskrá, þarf að skilgreina hlutverk og starfskröfur kennara að nýju. Störf kennara verða nú að taka mið af breytingum í starfi sem koma til með tækninýjungum sem sjálfsagt er að taka upp í allri kennslu og felast m.a. í notkun nýjustu kennslustofuforrita. Þessi forrit munu einfalda námsvinnu nemenda, auka afköst þeirra og gera þá sjálfstæðari í vinnubrögðum. Jafnframt einfalda þessi forrit hlutverk kennara. Með nýtingu forritanna er auðveldara en fyrr að fylgjast með framförum hjá nemendum og sjá ef nemendur stranda í námsverkefnum. Þessi nýju forrit draga úr þörf á prófum eða gera þau óþörf með öllu. Jafnframt opna þessi forrit möguleika fyrir duglega nemendur til að auka námsafköst sín með því að ljúka einstökum námsáföngum á mun skemmri tíma en verið hefur. Ég nefndi áður að kröftuga samkeppni á milli framhaldsskóla vantaði. Mikilvægt er að ný námskrá opni betur á samkeppni á milli skóla og hvetji jafnframt til aðkomu nýrra skóla. Nú sjáum við að Hjallastefnan er að hasla sér völl í Skotlandi. Yfirvöld þar virðast ætla að taka vel á móti þessum íslensku víkingum, í það minnsta heyrist ekkert um mótmæli þarlendra vegna „innrásarinnar.“ Með sama hætti eigum við Íslendingar að taka fagnandi á móti nýjum aðilum með nýjar hugmyndir í íslenskan skólarekstur, fari svo að einhverjir sýni skólastarfi hér áhuga. Til þess að opna á möguleika nýrra aðila til að koma að skólarekstri er eðlilegt að byrja á því að bjóða út þjónustusamninga ríkisins við einkarekna framhaldsskóla þ.m.t. Menntaskóla Borgarfjarðar, Tækniskólann, Verzlunarskóla Íslands, Menntaskóla í tónlist og IB námið við Menntaskólann í Hamrahlíð. Fari það þannig að útboð á þessum rekstri verði ekki ofan á er önnur einfaldari leið til sem mun hvetja hratt og örugglega til framfara í öllum framhaldsskólum. Sú leið er að taka upp „ávísanakerfi“ sem felst í því að nemendur velja sér skóla að eigin ósk en ríkið greiðir með þeim eftir fyrir fram ákveðnu módeli sem þegar er til í menntamálaráðuneytinu. Þessi aðferð mun ekki aðeins hvetja til frumkvæðis í skólastarfi með aukinni samkeppni heldur einnig bæta fjárhagslegan rekstur framhaldsskólanna. Til slíks er svigrúm nú. Mér er auðvitað ljóst að hugrenningar mínar hér að framan um nauðsynlegar breytingar á framhaldsskólanum eru ekki öllum að skapi. Hér er ástæða að hafa í huga að allar róttækar breytingar eru umdeildar. Nægir hér að minna á að aðeins eru nokkur ár síðan talið var fráleitt að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum. Síðan gerðist það að einn skóli, að fenginni heimild ráðherra, tók sig til og bauð hnitmiðað nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Fyrir ríkið var námið að auki ódýrara en í öðrum skólum. Eftir að það gekk farsællega varð flestum ljóst að stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú ár var sjálfsögð og í raun mjög einföld breyting. Hið sama mun gerast með þær róttæku breytingar sem nú verða að eiga sér stað á framhaldsskólunum. Fáum árum eftir að gefið verður „grænt ljós“ á að hrinda þeim í framkvæmd verða þær breytingar taldar jafn sjálfsagðar og stytting framhaldsskólans. Framhaldsskólinn er á krossgötum. Breytingar þola ekki bið. Mikilvægt er að yfirvöld sýni framsýni og leiði strax nauðsynlegar kerfisbreytingar til að tryggja framfarir á þessu skólastigi. Höfundur er skólastjóri.
Framhaldsskóli á krossgötum – annar hluti Aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 er handbók um skólastarf í framhaldsskólum. Henni er ætlað að veita upplýsingar um tilgang og starfshætti skólanna. 11. mars 2020 08:00
Framhaldsskóli á krossgötum – fyrsti hluti Umræða um framhaldsskólann hefur ekki verið fyrirferðarmikil að undanförnu þótt þar bíði umfangsmiklar breytingar sem hrinda þarf í framkvæmd. 10. mars 2020 08:00
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun