Frjálshyggjustefna í útlendingamálum Hans Margrétarson Hansen skrifar 9. mars 2020 11:00 Ég var einu sinni frjálshyggjumaður. Það byrjaði með ferð til kommúnistaríkisins Kína þar sem ég fékk að sjá heim sem ég vildi ekki búa í. Ég var bara 15 ára þá og ekki með alveg fullmótaðar skoðanir um stjórnmál, en á næstu árum sannfærðist ég um algildi einstaklingsfrelsis og ágæti kapítalismans. Ég las Ayn Rand og vonaði að Ron Paul myndi bjarga heiminum. Svo óx ég upp úr þessu. Ég fékk láglaunavinnu á leikskóla og gekk svo í háskóla þar sem ég var heilaþveginn af menningarmarxistum og þriðju bylgju femínistum. Þetta gerði mig að soja-latte-lepjandi vegan sósílistanum sem ég er í dag. En minn innri frjálshyggjumaður er samt ekki alveg horfinn. Hann er dálítið vanræktur þessa dagana; hann fær ekki oft að líta dagsins ljós og þá sjaldan sem ég hleypi honum út þá þarf hann samt að haga sér. En hann er þarna og þegar heyrist í honum, þá heyrist hátt. Ég er nefnilega ennþá þeirrar skoðunar að frelsi einstaklingsins sé ómetanlega dýrmætt og ég hata alla forræðishyggju og ríkisinngrip í líf fólks. Svo lengi sem það skaðar engan annan, þá ætti fólk að fá að gera hvað sem það vill, hvenær sem það vill, hvar sem það vill. Það eina sem hefur breyst er að ég er ekki lengur sannfærður um að það séu brot á þessu dýrmæta frelsi að láta ríkt fólk borga skatta og að vera með öflugt ríkisrekið velferðarkerfi. Þessi eftirköst minnar fyrrum frjálshyggju gera það að verkum að ég er stundum á öndverðum meiði við suma aðra íslenska vinstrimenn. Mér finnst til dæmis tilhugsunin um áfengi í matvöruverslanir bara svona ágæt og ég er alfarið á móti sykurskatti (enda bitnar hann mest á þeim tekjulægstu). En ég á samt litla samleið með íslenskum hægrimönnum, meintum málsvörum frjálshyggjunnar og frelsi einstaklingsins. Íslenskir hægrimenn eiga það til að vera með furðulega forgangsröðun í baráttu sinni fyrir frelsinu. Það er þeim mikið kappsmál að sjá til þess að við getum keypt og selt áfengi hvar og hvenær sem er, en þegar það kemur að mikilvægara frelsi; grunnréttindum einstaklingsins, þá er tilhneigingin frekar að sitja á hliðarlínunni eða jafnvel að vinna beint gegn þeim. Það er nefnilega ekki allt frelsi einstaklingsins jafn mikilvægt. Ég vil alveg líka að menn geti keypt sér hvítvín með humrinum á sunnudagskvöldum, en það er ekki þar sem einstaklingsfrelsi byrjar og endar. Mun mikilvægara er frelsi einstaklingsins til þess að segja það sem honum sýnist, trúa eins og honum sýnist, elska eins og honum sýnist, og búa þar sem honum sýnist. Þetta síðasta atriði virðist flækjast mikið fyrir mörgum hægrimönnum. Hindranir á frelsi fólks til að ferðast, flytja og setjast að á þeim stað sem það kýs sjálft er líklegast alvarlegasta og algengasta frelsisskerðing sem á sér stað á vesturlöndum í dag. Þetta er alvarleg frelsisskerðing sem takmarkar getu fólks til þess að lifa betra lífi og í verstu tilfellum kostar fólk lífið. Fólk eins og ég, hvítir íslendingar, finnur mjög lítið fyrir þessu vegna þess að þegar kemur að ferðafrelsi, þá er mismunað á grundvelli þjóðernis. Fólk frá Afríku og Asíu hefur minna ferðafrelsi heldur en fólk frá Evrópu. Þetta er mismunun og þessi mismunun er siðferðislega röng. Fyrir stuttu stóð til að vísa trans unglingi frá Íran úr landi. Eftir mikil mótmæli var þeirri brottvísun blessunarlega frestað. Nú stendur til að senda fjögur börn á flótta til Grikklands, þrátt fyrir aðstæður þar í landi, þrátt fyrir stefnu yfirvalda að senda börn á flótta ekki til Grikklands á grundvelli Dyflinarreglunnar og þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir Rauða krossins um að það sé ekki öruggt að senda börn á flótta til Grikklands. Á undan þessum málum hafa verið óteljandi sambærileg mál og fleiri svipuð mál munu dúkka upp í framtíðinni. Þar að auki eru mál af þessu tagi mun fleiri heldur en almenningur fær að frétta af. Þessu verður að linna. Þessu verður að linna, einfaldlega vegna þess að Ísland ætti að vera frjálst samfélag og í frjálsu samfélagi skiptir ríkið sér ekki af því hvar fólk kýs að búa. Í frjálsu samfélagi er fólk ekki nauðugt sent úr landi fyrir þær einu sakir að hafa fæðst í vitlausu ríki. Martin Luther King sagði einu sinni að ógn við réttlæti einhvers staðar væri ógn við réttlæti alls staðar. Að sama skapi getum við sagt að ógn við frelsi eins sé ógn við frelsi allra og að á meðan fólk sem komið hefur hingað frá öðrum heimshornum, hvort sem við köllum þau innflytjendur, flóttamenn eða hælisleitendur, býr ekki við sama frelsi og við hin, þá er ekkert okkar raunverulega frjálst. Það er kominn tími til þess að stöðva brottvísanirnar og leggja niður Mekku forræðishyggjunnar, Útlendingastonfun. Það er kominn tími til að taka upp frjálshyggjustefnu í útlendingamálum, svo að einn daginn getum við vonandi setið öll við sama borð, óháð trú, litarhætti eða þjóðerni, á fallegu sunnudagskvöldi og drukkið saman hvítvín með humrinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Ég var einu sinni frjálshyggjumaður. Það byrjaði með ferð til kommúnistaríkisins Kína þar sem ég fékk að sjá heim sem ég vildi ekki búa í. Ég var bara 15 ára þá og ekki með alveg fullmótaðar skoðanir um stjórnmál, en á næstu árum sannfærðist ég um algildi einstaklingsfrelsis og ágæti kapítalismans. Ég las Ayn Rand og vonaði að Ron Paul myndi bjarga heiminum. Svo óx ég upp úr þessu. Ég fékk láglaunavinnu á leikskóla og gekk svo í háskóla þar sem ég var heilaþveginn af menningarmarxistum og þriðju bylgju femínistum. Þetta gerði mig að soja-latte-lepjandi vegan sósílistanum sem ég er í dag. En minn innri frjálshyggjumaður er samt ekki alveg horfinn. Hann er dálítið vanræktur þessa dagana; hann fær ekki oft að líta dagsins ljós og þá sjaldan sem ég hleypi honum út þá þarf hann samt að haga sér. En hann er þarna og þegar heyrist í honum, þá heyrist hátt. Ég er nefnilega ennþá þeirrar skoðunar að frelsi einstaklingsins sé ómetanlega dýrmætt og ég hata alla forræðishyggju og ríkisinngrip í líf fólks. Svo lengi sem það skaðar engan annan, þá ætti fólk að fá að gera hvað sem það vill, hvenær sem það vill, hvar sem það vill. Það eina sem hefur breyst er að ég er ekki lengur sannfærður um að það séu brot á þessu dýrmæta frelsi að láta ríkt fólk borga skatta og að vera með öflugt ríkisrekið velferðarkerfi. Þessi eftirköst minnar fyrrum frjálshyggju gera það að verkum að ég er stundum á öndverðum meiði við suma aðra íslenska vinstrimenn. Mér finnst til dæmis tilhugsunin um áfengi í matvöruverslanir bara svona ágæt og ég er alfarið á móti sykurskatti (enda bitnar hann mest á þeim tekjulægstu). En ég á samt litla samleið með íslenskum hægrimönnum, meintum málsvörum frjálshyggjunnar og frelsi einstaklingsins. Íslenskir hægrimenn eiga það til að vera með furðulega forgangsröðun í baráttu sinni fyrir frelsinu. Það er þeim mikið kappsmál að sjá til þess að við getum keypt og selt áfengi hvar og hvenær sem er, en þegar það kemur að mikilvægara frelsi; grunnréttindum einstaklingsins, þá er tilhneigingin frekar að sitja á hliðarlínunni eða jafnvel að vinna beint gegn þeim. Það er nefnilega ekki allt frelsi einstaklingsins jafn mikilvægt. Ég vil alveg líka að menn geti keypt sér hvítvín með humrinum á sunnudagskvöldum, en það er ekki þar sem einstaklingsfrelsi byrjar og endar. Mun mikilvægara er frelsi einstaklingsins til þess að segja það sem honum sýnist, trúa eins og honum sýnist, elska eins og honum sýnist, og búa þar sem honum sýnist. Þetta síðasta atriði virðist flækjast mikið fyrir mörgum hægrimönnum. Hindranir á frelsi fólks til að ferðast, flytja og setjast að á þeim stað sem það kýs sjálft er líklegast alvarlegasta og algengasta frelsisskerðing sem á sér stað á vesturlöndum í dag. Þetta er alvarleg frelsisskerðing sem takmarkar getu fólks til þess að lifa betra lífi og í verstu tilfellum kostar fólk lífið. Fólk eins og ég, hvítir íslendingar, finnur mjög lítið fyrir þessu vegna þess að þegar kemur að ferðafrelsi, þá er mismunað á grundvelli þjóðernis. Fólk frá Afríku og Asíu hefur minna ferðafrelsi heldur en fólk frá Evrópu. Þetta er mismunun og þessi mismunun er siðferðislega röng. Fyrir stuttu stóð til að vísa trans unglingi frá Íran úr landi. Eftir mikil mótmæli var þeirri brottvísun blessunarlega frestað. Nú stendur til að senda fjögur börn á flótta til Grikklands, þrátt fyrir aðstæður þar í landi, þrátt fyrir stefnu yfirvalda að senda börn á flótta ekki til Grikklands á grundvelli Dyflinarreglunnar og þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir Rauða krossins um að það sé ekki öruggt að senda börn á flótta til Grikklands. Á undan þessum málum hafa verið óteljandi sambærileg mál og fleiri svipuð mál munu dúkka upp í framtíðinni. Þar að auki eru mál af þessu tagi mun fleiri heldur en almenningur fær að frétta af. Þessu verður að linna. Þessu verður að linna, einfaldlega vegna þess að Ísland ætti að vera frjálst samfélag og í frjálsu samfélagi skiptir ríkið sér ekki af því hvar fólk kýs að búa. Í frjálsu samfélagi er fólk ekki nauðugt sent úr landi fyrir þær einu sakir að hafa fæðst í vitlausu ríki. Martin Luther King sagði einu sinni að ógn við réttlæti einhvers staðar væri ógn við réttlæti alls staðar. Að sama skapi getum við sagt að ógn við frelsi eins sé ógn við frelsi allra og að á meðan fólk sem komið hefur hingað frá öðrum heimshornum, hvort sem við köllum þau innflytjendur, flóttamenn eða hælisleitendur, býr ekki við sama frelsi og við hin, þá er ekkert okkar raunverulega frjálst. Það er kominn tími til þess að stöðva brottvísanirnar og leggja niður Mekku forræðishyggjunnar, Útlendingastonfun. Það er kominn tími til að taka upp frjálshyggjustefnu í útlendingamálum, svo að einn daginn getum við vonandi setið öll við sama borð, óháð trú, litarhætti eða þjóðerni, á fallegu sunnudagskvöldi og drukkið saman hvítvín með humrinum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar