Býst ekki við miklum veiruáhrifum á fasteignaverð og segir tölur um samdrátt ekki lýsandi Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. maí 2020 14:15 Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala. VÍSIR/SKJÁSKOT Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. Hann er fremur bjartsýnn á komandi tíma í fasteignasölu og telur kórónuveiruna ekki eiga eftir að hafa mikil áhrif á fasteignaverð. Alls voru 282 kaupsamningar um fasteiginir þinglýsti á höfuðborgarsvæðinu í apríl, samkvæmt tölum frá Þjóðskra. Í mars voru þeir 612 og fækkaði því kaupsamningum um 53,9 prósent á milli mánaða. Kjartan Hallgeirsson formaður Félags fasteignasala telur nokkrar ástæður fyrir þessu. „Ég tel nú reyndar að þessar tölur séu hugsanlega ekki alveg réttar þar sem það gerðist í byrjun apríl að sýslumaður dró verulega úr starfsemi sinni og það hefur tekið mun lengri tíma að þinglýsa gögnum, þar á meðal kaupsamningum, þannig að ég tel að þeir samningar sem þarna voru séu ekki allir komnir í gegn. Þannig að ég held að 54 prósent sé aðeins hærri tala heldur en í raun. Ég tel þetta vera minni samdrátt, en að sjálfsögðu hefur covid áhrif á fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði.“ Samfélagið lagðist í híði þegar kórónuveirufaraldurinn lagðist yfir landið. „Það sem gerðist þegar þetta Covid-dæmi byrjaði þá misstum við auðvitað tæki og tól sem við höfum til að vinna. Menn hættu í opnum húsum og drógu verulega úr sýningum. Og síðan er það auðvitað alveg ljóst að þessi hópur, eldri hópur, sem er stór kúnnahópur á markaðnum, hann dró sig alveg til baka, eða mjög mikið. Þannig að við hvorki vorum að sýna eldra fólki húsnæði né að sýna heima hjá því,“ segir Kjartan. Mun þetta hafa áhrif á fasteignaverð, heldurðu það? „Það er ekki að merkja það að þetta hafi áhrif á fasteignaverð, enn sem komið er, og ég er ekki viss um að það geri það. Ekki ef við náum að reisa okkur á fætur með nokkurri reisn.“ Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58 Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. Hann er fremur bjartsýnn á komandi tíma í fasteignasölu og telur kórónuveiruna ekki eiga eftir að hafa mikil áhrif á fasteignaverð. Alls voru 282 kaupsamningar um fasteiginir þinglýsti á höfuðborgarsvæðinu í apríl, samkvæmt tölum frá Þjóðskra. Í mars voru þeir 612 og fækkaði því kaupsamningum um 53,9 prósent á milli mánaða. Kjartan Hallgeirsson formaður Félags fasteignasala telur nokkrar ástæður fyrir þessu. „Ég tel nú reyndar að þessar tölur séu hugsanlega ekki alveg réttar þar sem það gerðist í byrjun apríl að sýslumaður dró verulega úr starfsemi sinni og það hefur tekið mun lengri tíma að þinglýsa gögnum, þar á meðal kaupsamningum, þannig að ég tel að þeir samningar sem þarna voru séu ekki allir komnir í gegn. Þannig að ég held að 54 prósent sé aðeins hærri tala heldur en í raun. Ég tel þetta vera minni samdrátt, en að sjálfsögðu hefur covid áhrif á fasteignamarkaðinn eins og aðra markaði.“ Samfélagið lagðist í híði þegar kórónuveirufaraldurinn lagðist yfir landið. „Það sem gerðist þegar þetta Covid-dæmi byrjaði þá misstum við auðvitað tæki og tól sem við höfum til að vinna. Menn hættu í opnum húsum og drógu verulega úr sýningum. Og síðan er það auðvitað alveg ljóst að þessi hópur, eldri hópur, sem er stór kúnnahópur á markaðnum, hann dró sig alveg til baka, eða mjög mikið. Þannig að við hvorki vorum að sýna eldra fólki húsnæði né að sýna heima hjá því,“ segir Kjartan. Mun þetta hafa áhrif á fasteignaverð, heldurðu það? „Það er ekki að merkja það að þetta hafi áhrif á fasteignaverð, enn sem komið er, og ég er ekki viss um að það geri það. Ekki ef við náum að reisa okkur á fætur með nokkurri reisn.“
Húsnæðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58 Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18
Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58
Mikil óvissa á fasteignamarkaði og áhrif Covid-19 eiga enn eftir að koma í ljós Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um einungis 0,1 prósent milli mánaða í mars. Athygli vekur að verð á sérbýli lækkar almennt í verði. 22. apríl 2020 11:08