Margir hafa hug á að ferðast hingað til lands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2020 06:39 Algjört hrun hefur orðið í ferðaþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins en Icelandair bindur vonir við að landið getið risið hratt að nýju. Vísir/Vilhelm Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. Þetta sýna markaðskannanir Icelandair en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Í frétt blaðsins segir að 86% svarenda könnunarinnar segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar. Þegar fólk er síðan spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni segja 76% svarenda að áhuginn sé fyrir hendi. Er áhuginn sérlega mikill í Toronto, London, París og á þeim svæðum í Bandaríkjunum sem hafa flugtengingar við Ísland. „Í könnunum sem við gerum með reglubundnum hætti sjáum við að það er mikill áhugi á landinu. Auk þess sjáum við fjölga að nýju í þeim hópi sem getur hugsað sér að ferðast milli Norður-Ameríku og Evrópu,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í samtali við Morgunblaðið. Hún segir niðurstöður kannananna gefa vonir um að landið geti risið hratt að nýju. Icelandair ætli að vera í tilbúið til að nýta breyttar aðstæður þegar færi gefst. „Við hugsum þetta ekki síður út frá Íslendingum en farþegum að utan og við erum að búa okkur undir að leggja áherslu á hefðbundna staði fyrsta kastið, t.d. London, Kaupmannahöfn og Osló. Fólk virðist áhugasamt um þessa áfangastaði og fleiri og þar hefur eflaust áhrif að þarna búa margir Íslendingar og fólk er farið að bíða eftir því að geta heimsótt sitt fólk, hvort sem það er út fyrir landsteinana eða hingað heim,“ segir Birna Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Fleiri fréttir Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Sjá meira
Mikill áhugi er á Íslandi sem áfangastað meðal ferðafólks og þeim sem geta hugsað sér að ferðast á milli Evrópu og Norður-Ameríku fjölgar. Þetta sýna markaðskannanir Icelandair en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag. Í frétt blaðsins segir að 86% svarenda könnunarinnar segjast treysta Íslandi þegar kemur að málefnum sem tengjast útbreiðslu kórónuveirunnar. Þegar fólk er síðan spurt hvort það sé áhugasamt um að ferðast til Íslands í framtíðinni segja 76% svarenda að áhuginn sé fyrir hendi. Er áhuginn sérlega mikill í Toronto, London, París og á þeim svæðum í Bandaríkjunum sem hafa flugtengingar við Ísland. „Í könnunum sem við gerum með reglubundnum hætti sjáum við að það er mikill áhugi á landinu. Auk þess sjáum við fjölga að nýju í þeim hópi sem getur hugsað sér að ferðast milli Norður-Ameríku og Evrópu,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í samtali við Morgunblaðið. Hún segir niðurstöður kannananna gefa vonir um að landið geti risið hratt að nýju. Icelandair ætli að vera í tilbúið til að nýta breyttar aðstæður þegar færi gefst. „Við hugsum þetta ekki síður út frá Íslendingum en farþegum að utan og við erum að búa okkur undir að leggja áherslu á hefðbundna staði fyrsta kastið, t.d. London, Kaupmannahöfn og Osló. Fólk virðist áhugasamt um þessa áfangastaði og fleiri og þar hefur eflaust áhrif að þarna búa margir Íslendingar og fólk er farið að bíða eftir því að geta heimsótt sitt fólk, hvort sem það er út fyrir landsteinana eða hingað heim,“ segir Birna Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Fleiri fréttir Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði