Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2020 11:48 Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa nú meira en 100 þúsund manns fallið í valinn vegna veirunnar. Þá hefur smituðum í Bandaríkjunum fjölgað verulega en meira en 500 þúsund manns hafa smitast af veirunni þar í landi, sem eru meira en þrisvar sinnum fleiri en á Spáni þar sem næstflest smit hafa komið upp. Gilbert sagði í samtali við fréttastofu Times að hún væri „80 prósent viss“ um að bóluefnið sem teymi hennar þróar nú muni vernda fólk gegn sjúkdómnum sem veiran veldur. Þá bætti hún við: „Ég held að það séu miklar líkur á því að það muni virka miðað við reynslu okkar af svipuðum bóluefnum. Þetta eru ekki bara getgátur hjá mér og með hverri viku fjölgar gögnum sem við byggjum þetta á.“ Flestir sérfræðingar hafa sagt að það muni taka allt að 18 mánuði að þróa slíkt bóluefni og dreifa því um heiminn en Gilbert vill flýta ferlinu með því að fá sjálfboðaliða til að prófa bóluefnið og sjá hvort það virki. Hún sagði að sjálfboðaliðar frá svæðum þar sem útgöngubann hefur ekki verið sett á myndu gefa skýrari niðurstöður. „Ef það er mikið smit úti í samfélaginu á einum stað munu niðurstöður frá fólki þaðan gefa okkur niðurstöður á mjög stuttum tíma, þannig að það gæti einnig stytt biðtímann til muna.“ „Ef það er algert útgöngubann verður það erfiðara,“ viðurkenndi hún. „En við viljum ekki búa til hjarðónæmi heldur. Við viljum að fólkið sé næmt fyrir veirunni til að tilraunin beri ávöxt.“ Þá sagði hún að það væri alveg mögulegt að þróa bóluefni fyrir septembermánuð ef allt gengur eins og skyldi en hún varaði við því að enginn gæti lofað því að efnið virkaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bretland Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 „Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa nú meira en 100 þúsund manns fallið í valinn vegna veirunnar. Þá hefur smituðum í Bandaríkjunum fjölgað verulega en meira en 500 þúsund manns hafa smitast af veirunni þar í landi, sem eru meira en þrisvar sinnum fleiri en á Spáni þar sem næstflest smit hafa komið upp. Gilbert sagði í samtali við fréttastofu Times að hún væri „80 prósent viss“ um að bóluefnið sem teymi hennar þróar nú muni vernda fólk gegn sjúkdómnum sem veiran veldur. Þá bætti hún við: „Ég held að það séu miklar líkur á því að það muni virka miðað við reynslu okkar af svipuðum bóluefnum. Þetta eru ekki bara getgátur hjá mér og með hverri viku fjölgar gögnum sem við byggjum þetta á.“ Flestir sérfræðingar hafa sagt að það muni taka allt að 18 mánuði að þróa slíkt bóluefni og dreifa því um heiminn en Gilbert vill flýta ferlinu með því að fá sjálfboðaliða til að prófa bóluefnið og sjá hvort það virki. Hún sagði að sjálfboðaliðar frá svæðum þar sem útgöngubann hefur ekki verið sett á myndu gefa skýrari niðurstöður. „Ef það er mikið smit úti í samfélaginu á einum stað munu niðurstöður frá fólki þaðan gefa okkur niðurstöður á mjög stuttum tíma, þannig að það gæti einnig stytt biðtímann til muna.“ „Ef það er algert útgöngubann verður það erfiðara,“ viðurkenndi hún. „En við viljum ekki búa til hjarðónæmi heldur. Við viljum að fólkið sé næmt fyrir veirunni til að tilraunin beri ávöxt.“ Þá sagði hún að það væri alveg mögulegt að þróa bóluefni fyrir septembermánuð ef allt gengur eins og skyldi en hún varaði við því að enginn gæti lofað því að efnið virkaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bretland Tengdar fréttir Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26 Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05 „Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Tilraunalyf vekur vonir Tveir af hverjum þremur sem veikst hafa alvarlega af völdum COVID-19 sýna batamerki eftir að hafa hlotið meðferð með tilraunalyfinu Rendesivir sem framleitt er af bandaríska lyfjafyrirtækinu Gilead. 11. apríl 2020 10:26
Vilja prófa fitusýrublöndu Kerecis á Landspítalanum sem hefur gefið góða raun gegn Covid-19 á Ítalíu Íslenska fyrirtækið Kerecis ætlar að prófa veirudrepandi lækningavöru á Covid-sjúklingum Landspítalans. Lyfið hefur verið prófað með góðum árangri á sjötíu sjúklingum á Ítalíu. 10. apríl 2020 19:05
„Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn Covid-19. 8. apríl 2020 13:34