Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af sauðburði vegna Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2020 13:15 Trausti Hjálmarsson, sem er með myndarlegt fjárbú á bænum Austurhlíð í Biskupstungum í Bláskógabyggð með sinni fjölskyldu. Úr einkasafni Nú þegar styttist óðum í sauðburð í sveitum landsins þó óttast sauðfjárbændum að fá ekki þá aðstoð, sem þeir þurfa vegna kórónuveirunnar. Veturinn hefur verið sauðfjárbændum erfiður eins og mörgum landsmönnum vegna mikillar ótíðar. Nú styttist hins vegar í vorið með hækkandi sól og eru sauðfjárbændur að undirbúa sauðburð, sem hefst hjá flestum í byrjun maí og stendur yfir í mánuð og jafnvel lengur á stærstu búunum. Sauðfjárbændur þurfa aðstoð í sauðburði en þeir hafa áhyggjur af því hvort hún fáist vegna kórónuveirunnar. Trausti Hjálmarsson, bóndi á bænum Hlíð í Bláskógabyggð er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. „Það er bara náttúrulega þannig að á flestum búum á landinu er orðið mun færra fólk heldur en var hér áður fyrr og bændur hafa getað treyst á það að fólk hefur ýmist komið í vinnu til þeirra eða að ættingjar, vinir og kunningjar komi til aðstoðar. Þetta á alltaf eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast, hvert aðgengi bænda verður að þessari nauðsynlegu aðstoð og vinnuframlags annars fólks að þessum erfiðu tímum, sem sauðburður getur verið,“ segir Trausti. Trausti hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda nú þegar styttist í að sauðburðurÚr einkasafni Trausti segir að bændum bjóðist afleysing bakvarðarsveitar ef bændur veikjast í sauðburði af kórónuveirunni en þrátt fyrir það sé ekki búið að leysa öll þau mál. „Við þurfum að hugsa það núna, bæði bændaforystan og ríkisvaldið hvernig leysum við stöðu þessa fólks, sem fær kannski ekki þá aðstoð, sem það hefur gengið að, sem vísu síðustu árin. Það þarf að fara fram samtal um það til að vera tilbúin með bakvarðarsveit fyrir bændur þó þeir veikist ekki gætu þurft á nauðsynlegri aðstoð að halda yfir sauðburðinn,“ bætir Trausti við. Trausti segir mikið álag á sauðburði enda séu ærnar að bera allan sólarhringinn. „Já, þær eru ekkert að gera hlé af því. Sumir hafa látið sér detta í hug að taka hrútinn úr á nóttunni í desember en það hefur nú ekki virkað, þannig að þær bara bera allan sólarhringinn, eru ekkert að spyrja um það hvað klukkan er,“ segir Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. Bláskógabyggð Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Nú þegar styttist óðum í sauðburð í sveitum landsins þó óttast sauðfjárbændum að fá ekki þá aðstoð, sem þeir þurfa vegna kórónuveirunnar. Veturinn hefur verið sauðfjárbændum erfiður eins og mörgum landsmönnum vegna mikillar ótíðar. Nú styttist hins vegar í vorið með hækkandi sól og eru sauðfjárbændur að undirbúa sauðburð, sem hefst hjá flestum í byrjun maí og stendur yfir í mánuð og jafnvel lengur á stærstu búunum. Sauðfjárbændur þurfa aðstoð í sauðburði en þeir hafa áhyggjur af því hvort hún fáist vegna kórónuveirunnar. Trausti Hjálmarsson, bóndi á bænum Hlíð í Bláskógabyggð er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. „Það er bara náttúrulega þannig að á flestum búum á landinu er orðið mun færra fólk heldur en var hér áður fyrr og bændur hafa getað treyst á það að fólk hefur ýmist komið í vinnu til þeirra eða að ættingjar, vinir og kunningjar komi til aðstoðar. Þetta á alltaf eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast, hvert aðgengi bænda verður að þessari nauðsynlegu aðstoð og vinnuframlags annars fólks að þessum erfiðu tímum, sem sauðburður getur verið,“ segir Trausti. Trausti hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda nú þegar styttist í að sauðburðurÚr einkasafni Trausti segir að bændum bjóðist afleysing bakvarðarsveitar ef bændur veikjast í sauðburði af kórónuveirunni en þrátt fyrir það sé ekki búið að leysa öll þau mál. „Við þurfum að hugsa það núna, bæði bændaforystan og ríkisvaldið hvernig leysum við stöðu þessa fólks, sem fær kannski ekki þá aðstoð, sem það hefur gengið að, sem vísu síðustu árin. Það þarf að fara fram samtal um það til að vera tilbúin með bakvarðarsveit fyrir bændur þó þeir veikist ekki gætu þurft á nauðsynlegri aðstoð að halda yfir sauðburðinn,“ bætir Trausti við. Trausti segir mikið álag á sauðburði enda séu ærnar að bera allan sólarhringinn. „Já, þær eru ekkert að gera hlé af því. Sumir hafa látið sér detta í hug að taka hrútinn úr á nóttunni í desember en það hefur nú ekki virkað, þannig að þær bara bera allan sólarhringinn, eru ekkert að spyrja um það hvað klukkan er,“ segir Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu.
Bláskógabyggð Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira