Landspítala gert að greiða tugi milljóna vegna mistaka við uppsetningu þvagleggs Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. apríl 2020 17:36 Landspítalinn Fossvogi Vísir/Vilhelm Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Þetta er niðurstaða Landsréttar en héraðsdómur hafði áður dæmt Landspítala í vil. Ekki var deilt um það að sjúklingurinn hafi orðið fyrir tjóni en skiptar skoðanir voru á því hvort starfsmenn Landspítala hafi orðið valdir að tjóninu með saknæmum hætti. Umræddur sjúklingur undirgekkst aðgerð á hjartagátt Landspítala árið 2012 vegna hjartsláttartruflana. Í dómi Landsréttar segir að strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og var því ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Það tókst þó ekki sem skyldi, sár myndaðist í þvagrásinni sem sjúklingur segir að hafi bæði valdið sér heilsufars- og fjárhagstjóni. ÞvagleggurLandspítali Þar að auki sagðist hann í skýrslutöku hafa orðið hræddur og rifist við hjúkrunarfræðingana sem settu upp þvaglegginn, hann hafi alls ekki viljað þess konar inngrip. Hjúkrunarfræðingarnir hafi hins vegar ekki látið sér segjast. „Áfrýjandi kvaðst hafa fundið gríðarlegan sársauka þegar fyrri þvagleggurinn hafi verið settur inn í þvagrásina. Blætt hafi úr henni og hafi hann séð þær gnísta tönnum og séð á þeim að eitthvað væri að. Í kjölfarið hafi uppsetning á seinni þvaglegg heppnast,“ eins og segir í dómi Landsréttar. Fyrrneft sár í þvagrásinni á að hafa valdið sjúklingnum viðvarandi verkjum. Hann fái jafnvel köst sem vari frá 20 til 30 sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir. Það hafi valdið honum jafnframt andlegu tjóni og sýndu gögn sem lögð voru fram í málinu að sjúklingurinn væri haldinn „miklu þunglyndi með lífsleiðahugsunum samhliða áfallastreitueinkennum.“ Þó svo að Landsréttur segi að umtalsverð óvissa sé í málinu, til að mynda vegna þess hversu langt er liðið frá því að læknamistökin áttu sér stað, taldi dómstólinn rétt að snúa við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði sýknað Landspítalann sem fyrr segir. Spítalanum var gert að greiða alls 41 milljón, auk margvíslegra vaxta. Dóminn má nálgast hér, en þar er farið ítarlega yfir sögu sjúklingsins allt frá því að hann fyrst mætir á hjartagátt Landspítala árið 2012. Landspítalinn Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Landspítala hefur verið gert að greiða sjúklingi rúmlega 41 milljón, auk hárra vaxta, vegna læknamistaka árið 2012. Þetta er niðurstaða Landsréttar en héraðsdómur hafði áður dæmt Landspítala í vil. Ekki var deilt um það að sjúklingurinn hafi orðið fyrir tjóni en skiptar skoðanir voru á því hvort starfsmenn Landspítala hafi orðið valdir að tjóninu með saknæmum hætti. Umræddur sjúklingur undirgekkst aðgerð á hjartagátt Landspítala árið 2012 vegna hjartsláttartruflana. Í dómi Landsréttar segir að strax eftir aðgerðina hafi hann átt erfitt með þvaglát og var því ákveðið að tappa af þvagblöðru hans og setja upp þvaglegg. Það tókst þó ekki sem skyldi, sár myndaðist í þvagrásinni sem sjúklingur segir að hafi bæði valdið sér heilsufars- og fjárhagstjóni. ÞvagleggurLandspítali Þar að auki sagðist hann í skýrslutöku hafa orðið hræddur og rifist við hjúkrunarfræðingana sem settu upp þvaglegginn, hann hafi alls ekki viljað þess konar inngrip. Hjúkrunarfræðingarnir hafi hins vegar ekki látið sér segjast. „Áfrýjandi kvaðst hafa fundið gríðarlegan sársauka þegar fyrri þvagleggurinn hafi verið settur inn í þvagrásina. Blætt hafi úr henni og hafi hann séð þær gnísta tönnum og séð á þeim að eitthvað væri að. Í kjölfarið hafi uppsetning á seinni þvaglegg heppnast,“ eins og segir í dómi Landsréttar. Fyrrneft sár í þvagrásinni á að hafa valdið sjúklingnum viðvarandi verkjum. Hann fái jafnvel köst sem vari frá 20 til 30 sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir. Það hafi valdið honum jafnframt andlegu tjóni og sýndu gögn sem lögð voru fram í málinu að sjúklingurinn væri haldinn „miklu þunglyndi með lífsleiðahugsunum samhliða áfallastreitueinkennum.“ Þó svo að Landsréttur segi að umtalsverð óvissa sé í málinu, til að mynda vegna þess hversu langt er liðið frá því að læknamistökin áttu sér stað, taldi dómstólinn rétt að snúa við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafði sýknað Landspítalann sem fyrr segir. Spítalanum var gert að greiða alls 41 milljón, auk margvíslegra vaxta. Dóminn má nálgast hér, en þar er farið ítarlega yfir sögu sjúklingsins allt frá því að hann fyrst mætir á hjartagátt Landspítala árið 2012.
Landspítalinn Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira