Hefur trú á að samningaviðræðum við flugfreyjur sé ekki lokið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2020 18:53 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. Þetta kom fram í viðtali við Boga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Því að það eru mikil tækifæri til þess að gera breytingar á þessum samningum sem hafa eins og komið hefur fram langa sögu og eru flóknir. Það er hægt að breyta þeim og auka vinnuframlag og framleiðni, en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur fólks. Ég er bjartsýnn á að við setjumst niður aftur og finnum lausn á þessu máli,“ segir Bogi. Bogi segir það verða að koma í ljós hvort af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair verði eftir átta daga, hafi samningar við flugfreyjur ekki náðst. Bogi hefur áður sagt að fjárfestar geri kröfu um að langtímasamningar milli Icelandair og starfsmanna félagsins náist. „Eins og hefur komið fram erum við að fara í þetta útboð á þessum miklu óvissutímum og það er krefjandi að selja nýtt hlutafé í þessari stöðu, þannig að við þurfum að sýna fram á að framtíðin sé björt og ákveðinn fyrirsjáanleika hvað varðar þennan kostnaðarlið hjá okkur, því við eigum að geta haft, í rauninni, stjórn á honum,“ segir Bogi. Vongóður um að samningar við flugmenn náist Samninganefndir flugmanna og Icelandair hafa fundað í dag, og gera enn þegar þetta er skrifað. Góður gangur er sagður í viðræðunum. „Menn sitja og ræða málin núna, þannig að þetta er allavega í gangi, sem er gott. Það er verið að fara yfir hlutina og við erum að reyna að ná saman,“ segir Bogi. Aðspurður segist hann ekki viss hvort samningar náist í kvöld. Hann sé þó vongóður um að aðilar nái saman að endingu. „Ég er vongóður um að samningar takist, spurning hvort það gerist í kvöld.“ Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist vongóður um að fulltrúar Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair geti sest að samningaborðinu á nýjan leik, þrátt fyrir að ekki hafi verið boðað til nýs fundar milli aðila eftir að slitnaði upp úr fundi þeirra í gær. Þetta kom fram í viðtali við Boga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Því að það eru mikil tækifæri til þess að gera breytingar á þessum samningum sem hafa eins og komið hefur fram langa sögu og eru flóknir. Það er hægt að breyta þeim og auka vinnuframlag og framleiðni, en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur fólks. Ég er bjartsýnn á að við setjumst niður aftur og finnum lausn á þessu máli,“ segir Bogi. Bogi segir það verða að koma í ljós hvort af fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair verði eftir átta daga, hafi samningar við flugfreyjur ekki náðst. Bogi hefur áður sagt að fjárfestar geri kröfu um að langtímasamningar milli Icelandair og starfsmanna félagsins náist. „Eins og hefur komið fram erum við að fara í þetta útboð á þessum miklu óvissutímum og það er krefjandi að selja nýtt hlutafé í þessari stöðu, þannig að við þurfum að sýna fram á að framtíðin sé björt og ákveðinn fyrirsjáanleika hvað varðar þennan kostnaðarlið hjá okkur, því við eigum að geta haft, í rauninni, stjórn á honum,“ segir Bogi. Vongóður um að samningar við flugmenn náist Samninganefndir flugmanna og Icelandair hafa fundað í dag, og gera enn þegar þetta er skrifað. Góður gangur er sagður í viðræðunum. „Menn sitja og ræða málin núna, þannig að þetta er allavega í gangi, sem er gott. Það er verið að fara yfir hlutina og við erum að reyna að ná saman,“ segir Bogi. Aðspurður segist hann ekki viss hvort samningar náist í kvöld. Hann sé þó vongóður um að aðilar nái saman að endingu. „Ég er vongóður um að samningar takist, spurning hvort það gerist í kvöld.“
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir „Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37 Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18 Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Algjör einhugur“ á meðal flugfreyja að hafna útspili Icelandair Algjör einhugur er meðal félagsmanna FFÍ um að hafna útspili Icelandair frá 10. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands. Afstaða félagsmanna til tilboðs Icelandair var könnuð á fundi þeirra í hádeginu. 12. maí 2020 13:37
Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. 11. maí 2020 18:18
Launafrost til 2023 Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. 11. maí 2020 22:21
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði