Undirskriftasöfnun og heimsvítt vopnahlé Böðvar Jónsson skrifar 6. apríl 2020 07:30 Þessi pistinn er skrifaður til að vekja athygli á ákalli Aðalritara Sameinuðu þjóðanna um heimsvítt vopnahlé. Ein af þeim leiðum sem hann beitir til að afla þessu ákalli stuðnings er undirskriftasöfnun á netinu. Þetta er einstakt, aldrei áður hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna leitað til íbúa heimsins með þessum hætti og gefið þeim tækifæri til að styðja nokkurn málstað hvað þá svo mikilvægan sem þennan. Ég hef leyfi mér að líta á slíkt vopnahlé sem grunn að uppbyggingar mótvægi við niðurbrotið sem veiruáhlaupið veldur. Þetta er í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af að verið sé að kalla hermenn til starfa til að takast á við veiruvarnir eða afleiðingar veirusjúkdómsins. Mér finnst ráðamenn ættu að fylkja sér fagnandi bak við þetta ákall því ekki senda þeir þá hermenn á vígvöllinn sem eru að takast á við veiruvandann, eða flugmóðuskip sem eru óvirk vegna sýkingarinnar um borð Þeir sem vilja styðja ákallið með undirskrift geta nálgast undirskriftasíðuna hér. En hver er staðan varðandi framgang hins heimsvíða vopnahlés aðalritarans? Um það má lesa með því að opna slóðina. Núna eru t.d. 70 þjóðir búnar að svara kallinu. Ég sé fyrir mér Aðalritarann í fylkingarbrjósti milljóna manna og kvenna sem styðja ákall hans, rétt eins og þeir sem fylktu liði að baki Gandhi á sinni tíð og Martin Luther King þegar hann ávarpaði sína stuðningsmenn „I have a dream“. Í dag er ekki minna undir við sjáum ekki fyrir endann á faraldrinum. Í dag erum við í stríði gegn veirunni en að því loknu þarf að endurreisa. Það eru og verða engar krónur afgangs í stríðsleiki. Það myndi gleðja mig að sjá íslensk stjórnvöld styðja ákallið um vopnahlé bæði ein og sér og leggja til við NATO sem heild að gera slíkt hið sama. Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Þessi pistinn er skrifaður til að vekja athygli á ákalli Aðalritara Sameinuðu þjóðanna um heimsvítt vopnahlé. Ein af þeim leiðum sem hann beitir til að afla þessu ákalli stuðnings er undirskriftasöfnun á netinu. Þetta er einstakt, aldrei áður hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna leitað til íbúa heimsins með þessum hætti og gefið þeim tækifæri til að styðja nokkurn málstað hvað þá svo mikilvægan sem þennan. Ég hef leyfi mér að líta á slíkt vopnahlé sem grunn að uppbyggingar mótvægi við niðurbrotið sem veiruáhlaupið veldur. Þetta er í ljósi þess að stöðugt berast fréttir af að verið sé að kalla hermenn til starfa til að takast á við veiruvarnir eða afleiðingar veirusjúkdómsins. Mér finnst ráðamenn ættu að fylkja sér fagnandi bak við þetta ákall því ekki senda þeir þá hermenn á vígvöllinn sem eru að takast á við veiruvandann, eða flugmóðuskip sem eru óvirk vegna sýkingarinnar um borð Þeir sem vilja styðja ákallið með undirskrift geta nálgast undirskriftasíðuna hér. En hver er staðan varðandi framgang hins heimsvíða vopnahlés aðalritarans? Um það má lesa með því að opna slóðina. Núna eru t.d. 70 þjóðir búnar að svara kallinu. Ég sé fyrir mér Aðalritarann í fylkingarbrjósti milljóna manna og kvenna sem styðja ákall hans, rétt eins og þeir sem fylktu liði að baki Gandhi á sinni tíð og Martin Luther King þegar hann ávarpaði sína stuðningsmenn „I have a dream“. Í dag er ekki minna undir við sjáum ekki fyrir endann á faraldrinum. Í dag erum við í stríði gegn veirunni en að því loknu þarf að endurreisa. Það eru og verða engar krónur afgangs í stríðsleiki. Það myndi gleðja mig að sjá íslensk stjórnvöld styðja ákallið um vopnahlé bæði ein og sér og leggja til við NATO sem heild að gera slíkt hið sama. Höfundur er lyfjafræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar