Engin sértæk þjónusta lengur fyrir börn alkóhólista Kobrún Baldursdóttir skrifar 4. apríl 2020 10:42 Sálfræðingunum hjá SÁÁ hefur verið sagt upp og ætla ég, borgarfulltrúi Flokks fólksins og sálfræðingur, þess vegna að leggja aftur fram tillögu í borgarstjórn um að stofna sértæka stuðningsþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Tillagan var lögð fram 16. nóvember en vísað frá. Þessum börnum var aðallega sinnt af sálfræðingum SÁÁ og var langur biðlisti eftir þjónustunni. Nú er engin sértæk þjónusta lengur í boði fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Úrræði af þessu tagi þarf að standa öllum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda til boða án tillits til hvort barn búi hjá foreldrinu sem glímir við sjúkdóminn eða hefur umgengni við það, einnig án tillits til hvort þau eru sjálf metin í áhættuhópi eða ekki. Ekki ætti að vera þörf á tilvísun. Stuðningsþjónustunni yrði jafnframt ætlað að styðja við foreldrana með ráðgjöf og fræðslu eftir atvikum. Áhrif og afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma eða vímuefnaneyslu foreldris Börn alkóhólista og vímuefnaneytenda er hópur barna sem hvorki heyrist hátt í né mikið er rætt um. Þetta er oft falinn hópur. Mörg barnanna búa við aðstæður óöryggis, óvissu, ófyrirsjáanleika, ótta. Mikið og langvarandi álag og ábyrgð er oft langt umfram það sem aldur og þroski leyfir. Afleiðingarnar fyrir þennan hóp barna geta verið meðvirkni, sárar tilfinningar, brostnar vonir og sködduð sjálfsmynd. Enda þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar í málaflokknum undanfarinn áratug ríkir enn þöggun og fordómar um alkóhólisma og neyslu vímuefna foreldris. Börn sem búa við vandann og eru hluti hans halda honum oft leyndum, vilja ekki tala um hann og vilja afneita honum. Meðvirkni er sjúkdómur sem herjar á aðstandendur alkóhólista og eru börn þar engin undantekning. Dæmi um meðvirkni í fjölskyldu alkóhólistans er þörfin að láta allt líta vel út á yfirborðinu og þegja yfir hinum raunverulega vanda. Að alast upp í aðstæðum sem einkennast af meðvirkni getur leiður oft til þess að börnin verða meðvirk. Meðvirkni dregur úr færni barna að bregðast við áreiti samkvæmt innstu sannfæringu. Stuðningsnet og aðstoð frá fagaðila getur skipt sköpum þegar kemur að neikvæðum áhrifum og afleiðingum bæði til skemmri og lengri tíma. Sértækt úrræði á vegum borgarinnar Reykjavíkurborg hefur styrkt SÁÁ um 19 m.kr. á ári. Hluti af þeim styrk var varið í þjónustu barna áfengis- og vímuefnaneytenda. Þar sem sú þjónusta er ekki lengur í boði og óvíst hvort og þá hvenær hún kemst á aftur hjá SÁÁ verður Reykjavíkurborg að axla þessa ábyrgð. Vissulega hefur þessum börnum verið sinnt af velferðaryfirvöldum borgarinnar en hér er lagt til að stofnað verði sértækt úrræði í anda þess sem SÁÁ rak. Barn sem fær tækifæri við öruggar aðstæður til að tjá sig um neysluvandamál foreldris getur losað um djúpstæða vanlíðan og áhyggjur. Börnin fá fræðslu um að neysluvandi foreldrisins sé ekki á þeirra ábyrgð. Fræðsla getur stuðlað að því að barn geti hafnað tilfinningum á borð við skömm og sektarkennd. Slík leiðrétting á íþyngjandi tilfinningum og hugsunum er börnum mikill léttir og markar jafnvel nýtt upphafi í lífi þeirra. Með stofnun sértæks stuðningsúrræðis á vegum Reykjavíkurborgar eyrnamerktum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda þar sem börnin geta komið á eigin forsendum án tilvísunar er verið að viðurkenna að börn alkóhólista sé skilgreindur hópur. Rjúfa þarf þagnarmúrinn sem umlykur börn í þessum aðstæðum. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Fíkn Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Sálfræðingunum hjá SÁÁ hefur verið sagt upp og ætla ég, borgarfulltrúi Flokks fólksins og sálfræðingur, þess vegna að leggja aftur fram tillögu í borgarstjórn um að stofna sértæka stuðningsþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Tillagan var lögð fram 16. nóvember en vísað frá. Þessum börnum var aðallega sinnt af sálfræðingum SÁÁ og var langur biðlisti eftir þjónustunni. Nú er engin sértæk þjónusta lengur í boði fyrir börn alkóhólista og vímuefnaneytenda. Úrræði af þessu tagi þarf að standa öllum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda til boða án tillits til hvort barn búi hjá foreldrinu sem glímir við sjúkdóminn eða hefur umgengni við það, einnig án tillits til hvort þau eru sjálf metin í áhættuhópi eða ekki. Ekki ætti að vera þörf á tilvísun. Stuðningsþjónustunni yrði jafnframt ætlað að styðja við foreldrana með ráðgjöf og fræðslu eftir atvikum. Áhrif og afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma eða vímuefnaneyslu foreldris Börn alkóhólista og vímuefnaneytenda er hópur barna sem hvorki heyrist hátt í né mikið er rætt um. Þetta er oft falinn hópur. Mörg barnanna búa við aðstæður óöryggis, óvissu, ófyrirsjáanleika, ótta. Mikið og langvarandi álag og ábyrgð er oft langt umfram það sem aldur og þroski leyfir. Afleiðingarnar fyrir þennan hóp barna geta verið meðvirkni, sárar tilfinningar, brostnar vonir og sködduð sjálfsmynd. Enda þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar í málaflokknum undanfarinn áratug ríkir enn þöggun og fordómar um alkóhólisma og neyslu vímuefna foreldris. Börn sem búa við vandann og eru hluti hans halda honum oft leyndum, vilja ekki tala um hann og vilja afneita honum. Meðvirkni er sjúkdómur sem herjar á aðstandendur alkóhólista og eru börn þar engin undantekning. Dæmi um meðvirkni í fjölskyldu alkóhólistans er þörfin að láta allt líta vel út á yfirborðinu og þegja yfir hinum raunverulega vanda. Að alast upp í aðstæðum sem einkennast af meðvirkni getur leiður oft til þess að börnin verða meðvirk. Meðvirkni dregur úr færni barna að bregðast við áreiti samkvæmt innstu sannfæringu. Stuðningsnet og aðstoð frá fagaðila getur skipt sköpum þegar kemur að neikvæðum áhrifum og afleiðingum bæði til skemmri og lengri tíma. Sértækt úrræði á vegum borgarinnar Reykjavíkurborg hefur styrkt SÁÁ um 19 m.kr. á ári. Hluti af þeim styrk var varið í þjónustu barna áfengis- og vímuefnaneytenda. Þar sem sú þjónusta er ekki lengur í boði og óvíst hvort og þá hvenær hún kemst á aftur hjá SÁÁ verður Reykjavíkurborg að axla þessa ábyrgð. Vissulega hefur þessum börnum verið sinnt af velferðaryfirvöldum borgarinnar en hér er lagt til að stofnað verði sértækt úrræði í anda þess sem SÁÁ rak. Barn sem fær tækifæri við öruggar aðstæður til að tjá sig um neysluvandamál foreldris getur losað um djúpstæða vanlíðan og áhyggjur. Börnin fá fræðslu um að neysluvandi foreldrisins sé ekki á þeirra ábyrgð. Fræðsla getur stuðlað að því að barn geti hafnað tilfinningum á borð við skömm og sektarkennd. Slík leiðrétting á íþyngjandi tilfinningum og hugsunum er börnum mikill léttir og markar jafnvel nýtt upphafi í lífi þeirra. Með stofnun sértæks stuðningsúrræðis á vegum Reykjavíkurborgar eyrnamerktum börnum alkóhólista og vímuefnaneytenda þar sem börnin geta komið á eigin forsendum án tilvísunar er verið að viðurkenna að börn alkóhólista sé skilgreindur hópur. Rjúfa þarf þagnarmúrinn sem umlykur börn í þessum aðstæðum. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun