„Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær“ Sigurgeir Garðarsson skrifar 6. mars 2020 14:00 Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Ef þetta er rétt þá má segja að á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð ríki eilíft myrkur því að fólk þarf alltaf að hafa varann á. Það sem af er vetri hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef lesið tilkynningar sem segja að vegurinn um Súðavíkuhlíð sé lokaður vegna snjóflóðahættu eða að sé lokaður vegna þess að snjóflóð hafi fallið. Takið þó eftir að ég minnist einungis á snjóflóð eða snjóflóðahættu, grjóthrun er síðan annar tebolli sem þarf líka að hafa áhyggjur af. Einn daginn mun alvarlegt slys eiga sér stað á þessum vegi, og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær. Eins leiðinlegt og það er þá virðumst við alltaf þurfa að brenna okkur á eldinum áður en við slökkvum hann. Hefðu ráðherrar skipað starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. Janúar ef ekki hefði fallið snjóflóð? Þarf að verða slys á Súðavíkurhlíð til þess að ráðist verði í að gera göng á milli? Hvaða manneskja vill búa á stað þar sem henni finnst hún ekki vera örugg? Við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Eins og staðan er í dag, þá býr fólk við óöryggi, óöryggi við það að komast leiða sinna, óöryggi við að fá þá þjónustu sem það þarf, óöryggi við að sækja læknisaðstoð, óöryggi við að sækja vinnu, óöryggi að búa þar sem það býr. Svona gæti ég lengi talið upp, en spurningin er: Hversu lengi á þetta óöryggi að líðast? Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar snúast um öryggi gagnvart svo ótrúlega mörgum þáttum, ekki bara að fólk, bílar og vörur komist öruggt leiða sinna. Þau snúast líka um að atvinnuuppbygging getur ekki átt sér stað nema með tilkomu þessara ganga. Fólksfjölgun er lítil sem engin því hver vill búa á stað þar sem litla sem enga vinnu er að hafa. Þetta óöryggi hefur keðjuverkandi neikvæð áhrif á líf fólks og samfélagið, mín ósk er að dæminu verði snúið við. Hvernig hljómar öryggi, jákvæð keðjuverkandi áhrif á líf fólks og samfélagið? Með þessum skrifum langar mig að biðla til þeirra sem ráða að veita okkur Vestfirðingum sem og öðrum landsmönnum það öryggi sem allir eiga skilið. Þá vil ég einnig eindregið hvetja fólk til þess að skrifa undir þessa áskorun hér. Höfundur er 24 ára gamall Súðvíkingur sem ber í brjósti sér hagsmuni síns heimafólks, Vestfirðinga og allra þeirra sem eiga leið um eða koma til með að eiga leið um svæðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Samgöngur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggi er ein af grundvallarþörfum mannsins og ef okkur líður eins og við séum ekki örugg fer okkur að líða illa. Flestir eru sammála því að fólki líður ágætlega þegar dagsbirtan er annars vegar en þegar myrkva tekur verður fólk varara um sig. Ef þetta er rétt þá má segja að á þjóðveginum um Súðavíkurhlíð ríki eilíft myrkur því að fólk þarf alltaf að hafa varann á. Það sem af er vetri hef ég ekki tölu á því hversu oft ég hef lesið tilkynningar sem segja að vegurinn um Súðavíkuhlíð sé lokaður vegna snjóflóðahættu eða að sé lokaður vegna þess að snjóflóð hafi fallið. Takið þó eftir að ég minnist einungis á snjóflóð eða snjóflóðahættu, grjóthrun er síðan annar tebolli sem þarf líka að hafa áhyggjur af. Einn daginn mun alvarlegt slys eiga sér stað á þessum vegi, og spurningin er ekki hvort, heldur hvenær. Eins leiðinlegt og það er þá virðumst við alltaf þurfa að brenna okkur á eldinum áður en við slökkvum hann. Hefðu ráðherrar skipað starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðanna þann 14. Janúar ef ekki hefði fallið snjóflóð? Þarf að verða slys á Súðavíkurhlíð til þess að ráðist verði í að gera göng á milli? Hvaða manneskja vill búa á stað þar sem henni finnst hún ekki vera örugg? Við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Eins og staðan er í dag, þá býr fólk við óöryggi, óöryggi við það að komast leiða sinna, óöryggi við að fá þá þjónustu sem það þarf, óöryggi við að sækja læknisaðstoð, óöryggi við að sækja vinnu, óöryggi að búa þar sem það býr. Svona gæti ég lengi talið upp, en spurningin er: Hversu lengi á þetta óöryggi að líðast? Göng milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar snúast um öryggi gagnvart svo ótrúlega mörgum þáttum, ekki bara að fólk, bílar og vörur komist öruggt leiða sinna. Þau snúast líka um að atvinnuuppbygging getur ekki átt sér stað nema með tilkomu þessara ganga. Fólksfjölgun er lítil sem engin því hver vill búa á stað þar sem litla sem enga vinnu er að hafa. Þetta óöryggi hefur keðjuverkandi neikvæð áhrif á líf fólks og samfélagið, mín ósk er að dæminu verði snúið við. Hvernig hljómar öryggi, jákvæð keðjuverkandi áhrif á líf fólks og samfélagið? Með þessum skrifum langar mig að biðla til þeirra sem ráða að veita okkur Vestfirðingum sem og öðrum landsmönnum það öryggi sem allir eiga skilið. Þá vil ég einnig eindregið hvetja fólk til þess að skrifa undir þessa áskorun hér. Höfundur er 24 ára gamall Súðvíkingur sem ber í brjósti sér hagsmuni síns heimafólks, Vestfirðinga og allra þeirra sem eiga leið um eða koma til með að eiga leið um svæðið.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun