Samfélagsleg ábyrgð: Tíu ráð fyrir vinnuveitendur Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. maí 2020 11:00 Dropinn holar steininn og Eva Magnúsdóttir er iðin við að hvetja fyrirtæki og opinbera aðila til aðgerða í loftlagsmálum og að innleiða hjá sér stefnu í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Podium er ein þeirra sem hvetur til þess að tekið verði á loftlagsmálunum með sömu aðferðum og í baráttunni við kórónuveiruna: Með stærri skrefum þar sem samfélagslegri ábyrgð er gert átt undir höfði í stefnu hvers vinnustaðar. „Nú þegar eru mörg íslensk fyrirtæki og framsýn sveitarfélög farin að vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í byrjun ársins ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að hraða innleiðingu heimsmarkmiðanna,“ segir Eva og bætir við „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að skoða í sinni starfsemi hvar þau geti haft mest áhrif. Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ Fyrir skömmu kynnti Eva tíu ráð fyrir vinnuveitendur á fjölmennum fjarfundi á vegum SVÞ. Þessi tíu ráð eru eftirfarandi: 1. Horfðu í eigin barm og spurðu hvernig get ég verið ábyrgari í lífinu, fyrirtækinu eða sveitarfélagi? 2. Láttu gera úttekt á samfélagslegri ábyrgð hjá fyrirtækinu, skoðaðu sóun í allri virðiskeðjunni og verslaðu við ábyrg fyrirtæki. 3. Búðu til mælikvarða eða notaðu alþjóðlega mælikvarða eins og GRI, UFS eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 4. Styddu starfsmenn í að vinna heima einn til tvo daga á viku og minnkaðu þar með umferðarþunga og kolefnisfótspor. 5. Nýttu netið meira í fundi, keyrðu minna og fljúgðu minna. Hjólaðu, hlauptu og labbaðu meira og minnkaðu kolefnisfótspor. 6. Nýttu hlutina betur og hugaðu að möguleikum á hringrásarhagkerfi -nýsköpunarhugmyndir um nýtingu á eldri hlutum. „Þarf ég þetta?“ er ágætis spurning. 7. Fáðu aðstoð til þess að breyta viðhorfi og virkja starfsmenn með öflugri breytingastjórnun. 8. Kynntu það sem fyrirtækið/sveitarfélagið er að gera innávið og útá við. 9. Sýndu umhyggju fyrir öðrum, vertu vinsamlegri við vinnufélaga, brostu, hrósaðu og hringdu oftar í vini og fjölskyldumeðlimi. 10. Samantekt: Greindu stöðuna, sinntu starfinu heima, minnkaðu sóun, notaðu mælikvarða, settu markmið, innleiddu, sýndu umhyggju og sýndu stöðugar umbætur. Umhverfismál Góðu ráðin Stjórnun Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Podium er ein þeirra sem hvetur til þess að tekið verði á loftlagsmálunum með sömu aðferðum og í baráttunni við kórónuveiruna: Með stærri skrefum þar sem samfélagslegri ábyrgð er gert átt undir höfði í stefnu hvers vinnustaðar. „Nú þegar eru mörg íslensk fyrirtæki og framsýn sveitarfélög farin að vinna í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í byrjun ársins ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að hraða innleiðingu heimsmarkmiðanna,“ segir Eva og bætir við „Það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki að skoða í sinni starfsemi hvar þau geti haft mest áhrif. Heimsmarkmiðin skilja engan eftir, huga að heilsu, jörðinni, atvinnulífinu, nýsköpun, menntun og sjálfbærni.“ Fyrir skömmu kynnti Eva tíu ráð fyrir vinnuveitendur á fjölmennum fjarfundi á vegum SVÞ. Þessi tíu ráð eru eftirfarandi: 1. Horfðu í eigin barm og spurðu hvernig get ég verið ábyrgari í lífinu, fyrirtækinu eða sveitarfélagi? 2. Láttu gera úttekt á samfélagslegri ábyrgð hjá fyrirtækinu, skoðaðu sóun í allri virðiskeðjunni og verslaðu við ábyrg fyrirtæki. 3. Búðu til mælikvarða eða notaðu alþjóðlega mælikvarða eins og GRI, UFS eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 4. Styddu starfsmenn í að vinna heima einn til tvo daga á viku og minnkaðu þar með umferðarþunga og kolefnisfótspor. 5. Nýttu netið meira í fundi, keyrðu minna og fljúgðu minna. Hjólaðu, hlauptu og labbaðu meira og minnkaðu kolefnisfótspor. 6. Nýttu hlutina betur og hugaðu að möguleikum á hringrásarhagkerfi -nýsköpunarhugmyndir um nýtingu á eldri hlutum. „Þarf ég þetta?“ er ágætis spurning. 7. Fáðu aðstoð til þess að breyta viðhorfi og virkja starfsmenn með öflugri breytingastjórnun. 8. Kynntu það sem fyrirtækið/sveitarfélagið er að gera innávið og útá við. 9. Sýndu umhyggju fyrir öðrum, vertu vinsamlegri við vinnufélaga, brostu, hrósaðu og hringdu oftar í vini og fjölskyldumeðlimi. 10. Samantekt: Greindu stöðuna, sinntu starfinu heima, minnkaðu sóun, notaðu mælikvarða, settu markmið, innleiddu, sýndu umhyggju og sýndu stöðugar umbætur.
Umhverfismál Góðu ráðin Stjórnun Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira