Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 10. maí 2020 19:55 Rekstur Icelandair er þungur vegna kórónuveiruheimsfaraldursins sem hefur nær algerlega stöðvað millilandaflug í heiminum. Fyrirtækið hefur sagt upp á þriðja þúsund starfsmanna og reynir að semja við þá sem eftir eru til að lækka launakostnað. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. Skerðingin er fólgin í hagræðingu og kostnaðarlækkun með það að markmiði að auka samkeppnishæfni Icelandair. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirstandandi viðræður fela í sér flókið samspil ýmissa þátta, félagsmenn geri sér grein fyrir erfiðri stöðu félagsins og reyni að nálgast viðræðurnar á lausnamiðaðan hátt. Nú skömmu fyrir klukkan átta var Jón Þór á leið á samningafund við Icelandair. Sagðist hann búast við því að fundað yrði fram á kvöld. Flugvirkjafélag Íslands samdi um kjaraskerðingu við Icelandair fyrr í dag en Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður þess, vildi ekki segja hversu mikla í samtali við Vísi fyrr í kvöld. Samningurinn verður nú lagður flugvirkja í atkvæðagreiðslu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur lagt áherslu á að samið verði við flugstéttir innan fyrirtækisins til að draga úr launakostnaði. Í bréfi sem hann skrifaði á innri vef Icelandair í gær sagði hann unnið stíft að því að bjarga Icelandair en stærsta fyrirstaðan væri starfsfólkið sjálft. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag en án niðurstöðu. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins. 10. maí 2020 18:05 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 Segir starfsfólkið helstu fyrirstöðu þess að Icelandair verði bjargað Starfsfólk Icelandair er helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra flugfélagsins, í bréfi til starfsmanna. Hann segir að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. 9. maí 2020 23:35 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. Skerðingin er fólgin í hagræðingu og kostnaðarlækkun með það að markmiði að auka samkeppnishæfni Icelandair. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í samtali við fréttastofu. Hann segir yfirstandandi viðræður fela í sér flókið samspil ýmissa þátta, félagsmenn geri sér grein fyrir erfiðri stöðu félagsins og reyni að nálgast viðræðurnar á lausnamiðaðan hátt. Nú skömmu fyrir klukkan átta var Jón Þór á leið á samningafund við Icelandair. Sagðist hann búast við því að fundað yrði fram á kvöld. Flugvirkjafélag Íslands samdi um kjaraskerðingu við Icelandair fyrr í dag en Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður þess, vildi ekki segja hversu mikla í samtali við Vísi fyrr í kvöld. Samningurinn verður nú lagður flugvirkja í atkvæðagreiðslu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur lagt áherslu á að samið verði við flugstéttir innan fyrirtækisins til að draga úr launakostnaði. Í bréfi sem hann skrifaði á innri vef Icelandair í gær sagði hann unnið stíft að því að bjarga Icelandair en stærsta fyrirstaðan væri starfsfólkið sjálft. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag en án niðurstöðu.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins. 10. maí 2020 18:05 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 Segir starfsfólkið helstu fyrirstöðu þess að Icelandair verði bjargað Starfsfólk Icelandair er helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra flugfélagsins, í bréfi til starfsmanna. Hann segir að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. 9. maí 2020 23:35 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins. 10. maí 2020 18:05
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09
Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15
Segir starfsfólkið helstu fyrirstöðu þess að Icelandair verði bjargað Starfsfólk Icelandair er helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra flugfélagsins, í bréfi til starfsmanna. Hann segir að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. 9. maí 2020 23:35