Nýr ferðaþjónusturisi verður til Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 11:21 Á meðal þess sem Arctic adventures hafa boðið upp á eru siglingar um Jökulsárlón. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækin Arctic Adventures og Into the Glacier hyggjast sameinast og stefna á skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Í tilkynningu segir að með sameiningunni verði til „stórfyrirtæki“ sem sinni ferðatengdri afþreyingu í öllum landshlutum. Starfsmenn sameinaðs félags eru um fjögur hundruð talsins. Gengið hefur verið frá samkomulagi Arctic Adventures hf. og framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund I (ITF) um sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier ehf. Um leið kaupir Arctic Adventures hluti ITF í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu: Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal, Raufarhóli ehf., sem rekur ferðaþjónustu í Raufarhólshelli, Skútusiglingum ehf. á Ísafirði, sem starfar undir vörumerkinu Borea Adventures og Welcome Entertainment ehf, sem stendur að leiksýningunni „Icelandic Sagas - The Greatest Hits“ í Hörpu. Í tilkynningu segir að kaupverðið greiðist með hlutum í Arctic Adventures hf., sem þýði að ITF verði eftir viðskiptin stór hluthafi í sameinaða félaginu. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku Banka veitti ráðgjöf vegna viðskiptanna og mat verðmæti fyrirtækjanna. Félögin verði áfram rekin sjálfstætt en í nánu samstarfi við Arctic Adventures. Haft er eftir Helga Júlíussyni, framkvæmdastjóra ITF, í tilkynningu að sameiningin sé fagnaðarefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. Kraftar félaganna nýtist enn betur og náð verði fram umtalsverðri hagræðingu. Into the Glacier, býður upp á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Hátt í 60 þúsund manns hafa heimsótt ísgöngin á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu. Arctic Adventures hefur lagt áherslu á að gefa ferðafólki kost á ævintýrum og upplifun í íslenskri náttúru. Viðskiptavinir á árinu eru um 250 þúsund. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2019 er um sjö milljarðar króna. Greint var frá því í maí að samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefði sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaupin. Samkvæmt heimildum Markaðarins var á þeim tímapunkti óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00 Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15 Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin Arctic Adventures og Into the Glacier hyggjast sameinast og stefna á skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Í tilkynningu segir að með sameiningunni verði til „stórfyrirtæki“ sem sinni ferðatengdri afþreyingu í öllum landshlutum. Starfsmenn sameinaðs félags eru um fjögur hundruð talsins. Gengið hefur verið frá samkomulagi Arctic Adventures hf. og framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund I (ITF) um sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier ehf. Um leið kaupir Arctic Adventures hluti ITF í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu: Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal, Raufarhóli ehf., sem rekur ferðaþjónustu í Raufarhólshelli, Skútusiglingum ehf. á Ísafirði, sem starfar undir vörumerkinu Borea Adventures og Welcome Entertainment ehf, sem stendur að leiksýningunni „Icelandic Sagas - The Greatest Hits“ í Hörpu. Í tilkynningu segir að kaupverðið greiðist með hlutum í Arctic Adventures hf., sem þýði að ITF verði eftir viðskiptin stór hluthafi í sameinaða félaginu. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku Banka veitti ráðgjöf vegna viðskiptanna og mat verðmæti fyrirtækjanna. Félögin verði áfram rekin sjálfstætt en í nánu samstarfi við Arctic Adventures. Haft er eftir Helga Júlíussyni, framkvæmdastjóra ITF, í tilkynningu að sameiningin sé fagnaðarefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. Kraftar félaganna nýtist enn betur og náð verði fram umtalsverðri hagræðingu. Into the Glacier, býður upp á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Hátt í 60 þúsund manns hafa heimsótt ísgöngin á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu. Arctic Adventures hefur lagt áherslu á að gefa ferðafólki kost á ævintýrum og upplifun í íslenskri náttúru. Viðskiptavinir á árinu eru um 250 þúsund. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2019 er um sjö milljarðar króna. Greint var frá því í maí að samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefði sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaupin. Samkvæmt heimildum Markaðarins var á þeim tímapunkti óvíst hvort kaupin muni ganga eftir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00 Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15 Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Sjá meira
Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00
Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15
Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45