Lokuðu sig fjögur af inni í einu herbergi á meðan slökkvilið barðist við eldinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 13:49 Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. Hún lýsir því að hún, ásamt þremur öðrum í íbúðinni, hafi þurft að loka sig saman inni í einu herbergi á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.Sjá einnig: Eldtungurnar stóðu út um glugga Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna eldsins. Hann kviknaði í geymslurými á neðstu hæð hússins og fljótlega fylltist stigagangurinn allur af reyk. Varaslökkviliðsstjóri lýsti því í samtali við fréttastofu í morgun að íbúum hefði verið hætta búin en þeim var gert að halda sig í íbúðum sínum eða úti á svölum á meðan slökkvilið barðist við eldinn. Anna Kristbjörg Jónsdóttir er ein þeirra íbúa sem var inni í íbúð sinni þegar eldsins varð vart. „Ég var bara inni í stofu þegar ég heyri í konunni fyrir neðan mig úti á plani að hringja í 112 og ég fór út á svalir og hún benti mér á að það væri kviknað í. Ég var ekki viss um hvort þetta væri í íbúðinni hjá henni eða stigaganginum en fljótlega fylltist allt af reyk,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Hundur Önnu Kristbjargar komst heilu og höldnu út.Vísir/vilhelm „Ég gat ekki verið úti á svölum og við þurftum að loka okkur af inni í einu herbergi og vorum fjögur inni í íbúðinni. Við komumst ekki niður, ekkert.“ Anna á nokkur gæludýr og náði að bjarga hundi sínum út úr íbúðinni. Þegar fréttastofa ræddi við hana var hins vegar óvíst um kettina hennar. „Ég veit ekki neitt meira, hvað verður um þá.“ Varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enn ætti eftir að meta tjónið á húsinu en ef marka má myndir af vettvangi var það töluvert. Anna vissi ekki hvort fjölskyldan sæi fram á að geta haldið jól í íbúðinni. „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós.“ Rannsókn á eldsvoðanum stendur enn yfir. Þá eru eldsupptök ókunn og verða ekki ljós í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Hér að neðan má sjá myndskeið frá vinnu á vettvangi brunans í Vesturbergi í morgun. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Íbúi í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, segir óvíst hvort hún geti haldið jól í íbúð sinni. Hún lýsir því að hún, ásamt þremur öðrum í íbúðinni, hafi þurft að loka sig saman inni í einu herbergi á meðan slökkviliðsmenn börðust við eldinn.Sjá einnig: Eldtungurnar stóðu út um glugga Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna eldsins. Hann kviknaði í geymslurými á neðstu hæð hússins og fljótlega fylltist stigagangurinn allur af reyk. Varaslökkviliðsstjóri lýsti því í samtali við fréttastofu í morgun að íbúum hefði verið hætta búin en þeim var gert að halda sig í íbúðum sínum eða úti á svölum á meðan slökkvilið barðist við eldinn. Anna Kristbjörg Jónsdóttir er ein þeirra íbúa sem var inni í íbúð sinni þegar eldsins varð vart. „Ég var bara inni í stofu þegar ég heyri í konunni fyrir neðan mig úti á plani að hringja í 112 og ég fór út á svalir og hún benti mér á að það væri kviknað í. Ég var ekki viss um hvort þetta væri í íbúðinni hjá henni eða stigaganginum en fljótlega fylltist allt af reyk,“ sagði Anna í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Hundur Önnu Kristbjargar komst heilu og höldnu út.Vísir/vilhelm „Ég gat ekki verið úti á svölum og við þurftum að loka okkur af inni í einu herbergi og vorum fjögur inni í íbúðinni. Við komumst ekki niður, ekkert.“ Anna á nokkur gæludýr og náði að bjarga hundi sínum út úr íbúðinni. Þegar fréttastofa ræddi við hana var hins vegar óvíst um kettina hennar. „Ég veit ekki neitt meira, hvað verður um þá.“ Varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu í morgun að enn ætti eftir að meta tjónið á húsinu en ef marka má myndir af vettvangi var það töluvert. Anna vissi ekki hvort fjölskyldan sæi fram á að geta haldið jól í íbúðinni. „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós.“ Rannsókn á eldsvoðanum stendur enn yfir. Þá eru eldsupptök ókunn og verða ekki ljós í dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Hér að neðan má sjá myndskeið frá vinnu á vettvangi brunans í Vesturbergi í morgun.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38 Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Eldur í húsi í Vesturbergi Slökkvilið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á níunda tímanum í morgun vegna elds í húsi í Vesturbergi í Breiðholti. 20. desember 2019 09:38
Eldtungurnar stóðu út um glugga Eldurinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun kviknaði á neðstu hæð. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að eldurinn hafi verið afar mikill og eldtungurnar staðið út um glugga þegar slökkvilið bar að garði. 20. desember 2019 10:45