Breskir auðjöfrar lauma sér inn um bakdyr ESB Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 14:22 Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, ætlar að klára Brexit fyrir 31. janúar. EPA/VICKIE FLORES Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. Meðal þeirra sem um ræðir eru auðjöfrarnir Alan Howard og Jeremy Isaacs. Innanríkisráðuneyti Kýpur hefur lagt til að umsóknir þeirra beggja verði samþykktar. Þetta kemur fram í opinberum skjölum frá Kýpur sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir. Íhaldsflokkur Bretland hefur verið í forsvari fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og auðjöfrarnir sem um ræðir hafa veitt flokknum hundruð þúsunda punda á síðustu árum. Howard hefur gefið Íhaldsflokknum minnst 129 þúsund pund frá 2005 til 2009 og Isaacs minnst 626.500 á undanförnum árum. Í áratugi hefur verið hægt að kaupa ríkisborgararétt á Kýpur og kostar hann minnst tvær milljónir evra í fjárfestingum til eyjunnar. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Brussel og hefur nefnd verið sett á laggirnar sem finna á hvernig koma má í veg fyrir kaup ríkisborgararéttar á Kýpur og í öðrum ríkjum ESB.Samkvæmt Financial Times eru flest ríki ESB með lög sem gera auðugum aðilum í raun kleift að kaupa sér verurétt. Bretland hefur verið þeirra á meðal. Kýpur, Malta og Búlgaría hafa hins vegar leyft auðugum aðilum að kaupa ríkisborgararétt.Gögn Reuters sýna einnig að maður að nafni David John Rowland sótti um ríkisborgararétt á Kýpur. Í skjölunum eru þó ekki frekari upplýsingar en það að hann hafi sótt um ríkisborgararétt sem aðili að hópi fjárfesta. Önnur opinber gögn sýna að viðkomandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Abledge Ltd. sem skráð var þann 31. desember 2015. Þau gögn innihalda einnig heimilisfang Rowland og er það sama heimilisfang og skráð er á auðjöfurinn David John Rowland sem hefur tengst Íhaldsflokknum um árabil. Hann hefur veitt flokknum milljónir punda í gegnum árin, var gjaldkeri flokksins og fjárhaldsráðgjafi Andrew prins. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Kýpur Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira
Auðugir bakhjarlar Íhaldsflokksins í Bretlandi hafa frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 sóst eftir ríkisborgararétti á Kýpur. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast ríkisborgararétt þar njóta þessi aðilar þeirra réttinda sem aðild býður upp á. Meðal þeirra sem um ræðir eru auðjöfrarnir Alan Howard og Jeremy Isaacs. Innanríkisráðuneyti Kýpur hefur lagt til að umsóknir þeirra beggja verði samþykktar. Þetta kemur fram í opinberum skjölum frá Kýpur sem blaðamenn Reuters hafa komið höndum yfir. Íhaldsflokkur Bretland hefur verið í forsvari fyrir úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og auðjöfrarnir sem um ræðir hafa veitt flokknum hundruð þúsunda punda á síðustu árum. Howard hefur gefið Íhaldsflokknum minnst 129 þúsund pund frá 2005 til 2009 og Isaacs minnst 626.500 á undanförnum árum. Í áratugi hefur verið hægt að kaupa ríkisborgararétt á Kýpur og kostar hann minnst tvær milljónir evra í fjárfestingum til eyjunnar. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt í Brussel og hefur nefnd verið sett á laggirnar sem finna á hvernig koma má í veg fyrir kaup ríkisborgararéttar á Kýpur og í öðrum ríkjum ESB.Samkvæmt Financial Times eru flest ríki ESB með lög sem gera auðugum aðilum í raun kleift að kaupa sér verurétt. Bretland hefur verið þeirra á meðal. Kýpur, Malta og Búlgaría hafa hins vegar leyft auðugum aðilum að kaupa ríkisborgararétt.Gögn Reuters sýna einnig að maður að nafni David John Rowland sótti um ríkisborgararétt á Kýpur. Í skjölunum eru þó ekki frekari upplýsingar en það að hann hafi sótt um ríkisborgararétt sem aðili að hópi fjárfesta. Önnur opinber gögn sýna að viðkomandi er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Abledge Ltd. sem skráð var þann 31. desember 2015. Þau gögn innihalda einnig heimilisfang Rowland og er það sama heimilisfang og skráð er á auðjöfurinn David John Rowland sem hefur tengst Íhaldsflokknum um árabil. Hann hefur veitt flokknum milljónir punda í gegnum árin, var gjaldkeri flokksins og fjárhaldsráðgjafi Andrew prins.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Kýpur Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Sjá meira