„Því að eigi var rúm fyrir þau í gistihúsi” Guðríður Lára Þrastardóttir skrifar 22. desember 2019 14:00 Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar. Endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Öðru gildir um þá sem hingað koma frá Grikklandi eftir að hafa hlotið hafa alþjóðlega vernd þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi, sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hefur um árabil haldið því fram að ekki sé rétt að gera greinarmun á aðstæðum fólks í Grikklandi sem fellur undir ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar eða þeirra sem þegar hafa fengið viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn í Grikklandi. Síðastliðið sumar komust í hámæli mál tveggja einstæðra foreldra og barna þeirra sem til stóð að endursenda til Grikklands á þeim grundvelli að fjölskyldurnar hefðu hlotið höfðu alþjóðlega vernd í landinu. Hópur unglinga úr Hagaskóla gekk á fund Kærunefndar útlendingamála og skoraði á nefndina að taka mál afganskrar skólasystur þeirra, sem senda átti til Grikklands, upp aftur, í kjölfarið urðu mótmælafundirnir fleiri, undirskriftum var safnað og fjallað var um fjölskyldurnar í fjölmiðlum. Að endingu gerði þáverandi dómsmálaráðherra breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að mál fjölskyldnanna fengu efnislega meðferð hér á landi. Breytingin kvað á um heimild til Útlendingastofnunar til að taka til efnismeðferðar umsóknir barnafjölskyldna sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í haust hafa nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands, nú síðast í liðinni viku þegar ungum hjónum sem eiga von á sínu fyrsta barni um jólin var birtur úrskurður um að þau yrðu send til Grikklands. Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu. Því miður hefur Rauði krossinn sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki orðið vör við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands, þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnanna vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum á einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi með vísan til alvarlegra aðstæðna flóttafólks í landinu. Í þessu samhengi telur Rauði krossinn ástæðu til þess að skoða sérstaklega vel mál barna, barnafjölskyldna og annarra sérstaklega viðkvæmra hópa.Höfundur er talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár. Hér á landi hafa slæmar aðstæður umsækjenda um alþjóðlega vernd á Grikklandi og Ítalíu verið mest i umræðunni en því miður eru aðstæður flóttafólks í fleiri Evrópusambandsríkjum mjög bágbornar. Endursendingum hælisleitenda á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 vegna þess að aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Öðru gildir um þá sem hingað koma frá Grikklandi eftir að hafa hlotið hafa alþjóðlega vernd þar í landi. Rauði krossinn á Íslandi, sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, hefur um árabil haldið því fram að ekki sé rétt að gera greinarmun á aðstæðum fólks í Grikklandi sem fellur undir ákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar eða þeirra sem þegar hafa fengið viðurkennda stöðu sína sem flóttamenn í Grikklandi. Síðastliðið sumar komust í hámæli mál tveggja einstæðra foreldra og barna þeirra sem til stóð að endursenda til Grikklands á þeim grundvelli að fjölskyldurnar hefðu hlotið höfðu alþjóðlega vernd í landinu. Hópur unglinga úr Hagaskóla gekk á fund Kærunefndar útlendingamála og skoraði á nefndina að taka mál afganskrar skólasystur þeirra, sem senda átti til Grikklands, upp aftur, í kjölfarið urðu mótmælafundirnir fleiri, undirskriftum var safnað og fjallað var um fjölskyldurnar í fjölmiðlum. Að endingu gerði þáverandi dómsmálaráðherra breytingu á reglugerð um útlendinga sem leiddi til þess að mál fjölskyldnanna fengu efnislega meðferð hér á landi. Breytingin kvað á um heimild til Útlendingastofnunar til að taka til efnismeðferðar umsóknir barnafjölskyldna sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum og eru enn á landinu 10 mánuðum eftir að umsókn um alþjóðlega vernd var lögð fram. Reglugerðarbreytingin mælti ekki fyrir um að viðkvæm staða umsækjenda skyldi hafa meira vægi þegar um væri að ræða fjölskyldur eða einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu með alþjóðlega vernd í Grikklandi. Í haust hafa nokkrar fjölskyldur og einstaklingar með alþjóðlega vernd í Grikklandi fengið niðurstöður frá Kærunefnd útlendinga um endursendingu til Grikklands, nú síðast í liðinni viku þegar ungum hjónum sem eiga von á sínu fyrsta barni um jólin var birtur úrskurður um að þau yrðu send til Grikklands. Í úrskurðinum kom fram að konan muni hafa aðgang að fullnægjandi fæðingaraðstoð og ungbarnavernd fyrir nýfætt barn sitt í Grikklandi. Niðurstaða kærunefndar kom verulega á óvart þar sem fyrir rúmlega ári síðan komst Kærunefnd að því að mæðravernd og ungbarnavernd sé meðal þeirrar heilbrigðisþjónustu sem flóttafólk kunni að eiga erfitt með aðgengi að. Heimilisleysi, sárafátækt, atvinnuleysi og fordómar eru einnig algeng vandamál meðal flóttafólks í landinu. Því miður hefur Rauði krossinn sem sinnir réttargæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki orðið vör við að fjölskyldum og einstaklingum í viðkvæmri stöðu sem hingað koma frá Grikklandi hafi verið sýnd aukin mildi eða mannúð við mat á því hvort heimilt sé að endursenda þau til Grikklands, þvert á móti bendir ýmislegt til þess að við mat á því hvort sérstakar aðstæður séu til staðar séu gerðar strangari kröfur en áður, þrátt fyrir að að fjöldi alþjóðlegra samtaka og eftirlitsstofnanna vitni um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi fari sífellt versnandi. Rauði krossinn á Íslandi hefur skorað á íslensk stjórnvöld að láta tafarlaust af endursendingum á einstaklingum sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi með vísan til alvarlegra aðstæðna flóttafólks í landinu. Í þessu samhengi telur Rauði krossinn ástæðu til þess að skoða sérstaklega vel mál barna, barnafjölskyldna og annarra sérstaklega viðkvæmra hópa.Höfundur er talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun