Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir og Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifa 14. nóvember 2025 12:00 Þrátt fyrir nýlegar umbætur á Menntasjóði námsmanna er ljóst að íslenska námslánakerfið nær enn ekki markmiði sínu um að fjárfesta í framtíð þjóðarinnar. Enn er íslenskum háskólanemum gert að greiða markaðsvexti af lánum sínum, sem hefur í för með sér afar þunga greiðslubyrði. Nokkuð sem samræmist illa því hlutverki sjóðsins að vera félagslegur jöfnunarsjóður, sem ætlað er að tryggja íslenskum stúdentum jöfn tækifæri til háskólamenntunar. Þó að ákveðnar lagfæringar hafi verið gerðar á lögum um sjóðinn er verkefninu ekki lokið. Heildarendurskoðun laganna stendur fyrir dyrum og mikilvægt er að hefja hana án frekari tafa. LÍS og BHM eru tilbúin í þá vinnu. Afnemum vaxtaálagið Við stofnun Menntasjóðs námsmanna var tekin sú umdeilda ákvörðun að færa áhættuna af vanskilum frá ríkinu yfir á lántakendur. Þeir bera nú ekki aðeins markaðsvexti, sem eru margfalt hærri en í hinu gamla LÍN-kerfi, heldur greiða einnig fyrir þau lán sem fara í vanskil. Það er gert með vaxtaálagi, sem hefur verið haldið föstu í hæstu hæðum (0,8% aukavextir) frá því nýja kerfið var innleitt. Þetta er eitt af því sem gerir MSNM-kerfið mun ósanngjarnara en eldra kerfi og eitt af því sem stjórnvöld verða að sýna vilja til að leiðrétta. Með því aðafnema vaxtaálagiðer hægt að tryggja að áhætta vegna vanskila bitni ekki á stúdentum. Burt með 35 ára múrinn Það er vert að skoða ákvæði laganna um þröskuldinn sem takmarkar möguleika til tekjutengingar endurgreiðslu lánanna. Aldurstakmark tekjutengingar endurgreiðslna mismunar þeim sem ljúka námi síðar á lífsleiðinni. Sem stendur er eingöngu möguleiki fyrir lántakendur að sækja um tekjutengdar afborganir ef þeir eru undir 35 ára aldri. Þetta fer ekki saman við þá staðreynd að meðalaldur íslenskra stúdenta er hærri en almennt gerist í Evrópu. Sama gildir um skort á sveigjanleika gagnvart foreldrum í námi. Núverandi reglur gera ekki ráð fyrir töku fæðingarorlofs eða tímabundnu hléi til að sinna ungum börnum, sem getur leitt til þess að foreldrar missi lánshæfi eða námsstyrk. Þetta er óviðunandi og þarf að leiðrétta með hagsmuni foreldra í námi og barna þeirra að leiðarljósi. Stuðningur í formi sveigjanleika Til að tryggja jafnt aðgengi til náms og raunverulegan stuðning við stúdenta kalla LÍS og BHM eftir námslánakerfi sem tekur mið af fjölbreyttum aðstæðum íslenskra stúdenta. Námsstyrkur við útskrift á að vera hvati til þess að klára háskólanám á réttum tíma, en án svigrúms er það einfaldlega refsing fyrir þau sem standa hallari fæti efnahagslega og foreldra í námi. Að lokum krefjumst við þess að fyrirkomulagið um lán fyrir loknum einingum sé endurskoðað. Ef stúdentar ná ekki að klára lágmarkseiningafjölda, sem er í dag 22 ECTS, ber þeim að endurgreiða strax lán annarinnar - þó að um sé að ræða lán með markaðsvöxtum. Hægt væri að taka norska styrkjakerfið til fyrirmyndar, en þar fá stúdentar lánað fyrir skráðum einingum. Ef lágmarksnámsárangri er ekki náð fær viðkomandi samt lánið en missir rétt á námsstyrk þá önnina, í stað þess að vera refsað með reikningi upp á hálfa milljón. Fjárfesting í fólki Námslánakerfið á að vera fjárfesting í framtíð þjóðarinnar. Til þess að svo megi verða þarf að breyta nokkrum mikilvægum atriðum; létta endurgreiðslubyrði með lægra vaxtastigi, afnema vaxtaálagið, auka sveigjanleika og tryggja að kerfið geti brugðist við óvæntum atburðum í lífi stúdenta meðan á námstíma stendur. Eins er mikilvægt að auka hlut námsstyrkja í kerfinu og endurskoða aldurstengdar hindranir. Þetta myndi tryggja að sjóðurinn standi undir félagslegu hlutverki sínu og opni fólki leið að háskólamenntun án þess að það þurfi að leggja lífsafkomu sína að veði. Með þetta að leiðarljósi eru LÍS og BHM til í vinnuna við frekari endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna. Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir nýlegar umbætur á Menntasjóði námsmanna er ljóst að íslenska námslánakerfið nær enn ekki markmiði sínu um að fjárfesta í framtíð þjóðarinnar. Enn er íslenskum háskólanemum gert að greiða markaðsvexti af lánum sínum, sem hefur í för með sér afar þunga greiðslubyrði. Nokkuð sem samræmist illa því hlutverki sjóðsins að vera félagslegur jöfnunarsjóður, sem ætlað er að tryggja íslenskum stúdentum jöfn tækifæri til háskólamenntunar. Þó að ákveðnar lagfæringar hafi verið gerðar á lögum um sjóðinn er verkefninu ekki lokið. Heildarendurskoðun laganna stendur fyrir dyrum og mikilvægt er að hefja hana án frekari tafa. LÍS og BHM eru tilbúin í þá vinnu. Afnemum vaxtaálagið Við stofnun Menntasjóðs námsmanna var tekin sú umdeilda ákvörðun að færa áhættuna af vanskilum frá ríkinu yfir á lántakendur. Þeir bera nú ekki aðeins markaðsvexti, sem eru margfalt hærri en í hinu gamla LÍN-kerfi, heldur greiða einnig fyrir þau lán sem fara í vanskil. Það er gert með vaxtaálagi, sem hefur verið haldið föstu í hæstu hæðum (0,8% aukavextir) frá því nýja kerfið var innleitt. Þetta er eitt af því sem gerir MSNM-kerfið mun ósanngjarnara en eldra kerfi og eitt af því sem stjórnvöld verða að sýna vilja til að leiðrétta. Með því aðafnema vaxtaálagiðer hægt að tryggja að áhætta vegna vanskila bitni ekki á stúdentum. Burt með 35 ára múrinn Það er vert að skoða ákvæði laganna um þröskuldinn sem takmarkar möguleika til tekjutengingar endurgreiðslu lánanna. Aldurstakmark tekjutengingar endurgreiðslna mismunar þeim sem ljúka námi síðar á lífsleiðinni. Sem stendur er eingöngu möguleiki fyrir lántakendur að sækja um tekjutengdar afborganir ef þeir eru undir 35 ára aldri. Þetta fer ekki saman við þá staðreynd að meðalaldur íslenskra stúdenta er hærri en almennt gerist í Evrópu. Sama gildir um skort á sveigjanleika gagnvart foreldrum í námi. Núverandi reglur gera ekki ráð fyrir töku fæðingarorlofs eða tímabundnu hléi til að sinna ungum börnum, sem getur leitt til þess að foreldrar missi lánshæfi eða námsstyrk. Þetta er óviðunandi og þarf að leiðrétta með hagsmuni foreldra í námi og barna þeirra að leiðarljósi. Stuðningur í formi sveigjanleika Til að tryggja jafnt aðgengi til náms og raunverulegan stuðning við stúdenta kalla LÍS og BHM eftir námslánakerfi sem tekur mið af fjölbreyttum aðstæðum íslenskra stúdenta. Námsstyrkur við útskrift á að vera hvati til þess að klára háskólanám á réttum tíma, en án svigrúms er það einfaldlega refsing fyrir þau sem standa hallari fæti efnahagslega og foreldra í námi. Að lokum krefjumst við þess að fyrirkomulagið um lán fyrir loknum einingum sé endurskoðað. Ef stúdentar ná ekki að klára lágmarkseiningafjölda, sem er í dag 22 ECTS, ber þeim að endurgreiða strax lán annarinnar - þó að um sé að ræða lán með markaðsvöxtum. Hægt væri að taka norska styrkjakerfið til fyrirmyndar, en þar fá stúdentar lánað fyrir skráðum einingum. Ef lágmarksnámsárangri er ekki náð fær viðkomandi samt lánið en missir rétt á námsstyrk þá önnina, í stað þess að vera refsað með reikningi upp á hálfa milljón. Fjárfesting í fólki Námslánakerfið á að vera fjárfesting í framtíð þjóðarinnar. Til þess að svo megi verða þarf að breyta nokkrum mikilvægum atriðum; létta endurgreiðslubyrði með lægra vaxtastigi, afnema vaxtaálagið, auka sveigjanleika og tryggja að kerfið geti brugðist við óvæntum atburðum í lífi stúdenta meðan á námstíma stendur. Eins er mikilvægt að auka hlut námsstyrkja í kerfinu og endurskoða aldurstengdar hindranir. Þetta myndi tryggja að sjóðurinn standi undir félagslegu hlutverki sínu og opni fólki leið að háskólamenntun án þess að það þurfi að leggja lífsafkomu sína að veði. Með þetta að leiðarljósi eru LÍS og BHM til í vinnuna við frekari endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna. Höfundar: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM og Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun