Arnaldur: „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni“ Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2019 16:37 Arnaldur: Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk, hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum. Getty/ulf andersen „Já, það kemur mér alltaf jafn ánægjulega á óvart að sjá hvað ég á traustan lesendahóp og auðvitað er ég mikið þakklátur fyrir hann,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur í samtali við Vísi. Nú þegar þetta er skrifað er bóksalan að ná hámarki. Bóksölumenning Íslendinga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteina en fyrir jól seljast fleiri bækur en annars yfir allt árið. Bókin er langvinsælasta jólagjöfin og hefur haldið sínu sem slík í gegnum árin. Eru þess fá dæmi á heimsvísu. Og sá sem heldur betur hefur haldið sínu í því sambandi og lagt sitt af mörkum er einmitt glæpasagnahöfundurinn Arnaldur. Samkvæmt nýjum lista sem Vísir birti nú fyrir stundu trónir hann sem fyrr á toppnum með vinsælustu bókina. Eins og verið hefur undanfarin árin. Þau fara að nálgast annan tuginn en bækur hans hafa verið að seljast í um 20 þúsund eintökum hér á landi. Bækur hans hafa selst í 20 milljónum eintaka á heimsvísu. Mikil vinna bak við hverja bók Í bóksölufári spyr blaðamaður Vísis Arnald hvort einhvern tíma hafi farið um hann; að hann væri hugsanlega að tapa toppsætinu? „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni um toppsæti. Um hver jól kemur út ótrúlegur fjöldi af góðum bókum eftir frábæra rithöfunda og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri sköpun allri,“ segir Arnaldur. Spurður hvort það veitist honum auðveldara eða erfiðara að setja saman bók eftir því sem þeim fjölgar segir hann að það taki alltaf sinn tíma, sinn toll. „Ég glími alltaf við þennan ótta að klára ekki bók sem ég hef byrjað á en það hefur ekki gerst enn. Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk og hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum.“ Kominn á skrið með næstu bók Arnaldur segist vona að bækur hans hafi í gegnum tíðina tekið einhverjum breytingum. „Allir rithöfundar þurfa að þroskast og eru í rauninn alltaf að læra. Í mínu tilfelli er ég að vona að ég hafi einfaldað skáldskapinn með árunum, fækkað orðunum eða notað þau betur sem ég brúka.“ Það er svo gaman að geta sagt fjölmörgum aðdáendum Arnaldar af því að hann er hvergi nærri af baki dottinn, hann er ekki á þeim buxunum að leggja frá sér pennann. „Ég er kominn vel á skrið með næstu bók og ég veit að það verður eitthvað framhald á sögunni um Konráð. Ég hef ekki séð fyrir endann á henni.“ Bókmenntir Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Já, það kemur mér alltaf jafn ánægjulega á óvart að sjá hvað ég á traustan lesendahóp og auðvitað er ég mikið þakklátur fyrir hann,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur í samtali við Vísi. Nú þegar þetta er skrifað er bóksalan að ná hámarki. Bóksölumenning Íslendinga hefur vakið athygli langt út fyrir landsteina en fyrir jól seljast fleiri bækur en annars yfir allt árið. Bókin er langvinsælasta jólagjöfin og hefur haldið sínu sem slík í gegnum árin. Eru þess fá dæmi á heimsvísu. Og sá sem heldur betur hefur haldið sínu í því sambandi og lagt sitt af mörkum er einmitt glæpasagnahöfundurinn Arnaldur. Samkvæmt nýjum lista sem Vísir birti nú fyrir stundu trónir hann sem fyrr á toppnum með vinsælustu bókina. Eins og verið hefur undanfarin árin. Þau fara að nálgast annan tuginn en bækur hans hafa verið að seljast í um 20 þúsund eintökum hér á landi. Bækur hans hafa selst í 20 milljónum eintaka á heimsvísu. Mikil vinna bak við hverja bók Í bóksölufári spyr blaðamaður Vísis Arnald hvort einhvern tíma hafi farið um hann; að hann væri hugsanlega að tapa toppsætinu? „Ég lít ekki á þetta sem íþróttakeppni um toppsæti. Um hver jól kemur út ótrúlegur fjöldi af góðum bókum eftir frábæra rithöfunda og það eru forréttindi að fá að taka þátt í þeirri sköpun allri,“ segir Arnaldur. Spurður hvort það veitist honum auðveldara eða erfiðara að setja saman bók eftir því sem þeim fjölgar segir hann að það taki alltaf sinn tíma, sinn toll. „Ég glími alltaf við þennan ótta að klára ekki bók sem ég hef byrjað á en það hefur ekki gerst enn. Það fer mikil vinna í að setja saman skáldverk og hún tekur yfir heilt ár og ég á ekki endilega auðvelt með það. Það hefur ekkert breyst með árunum.“ Kominn á skrið með næstu bók Arnaldur segist vona að bækur hans hafi í gegnum tíðina tekið einhverjum breytingum. „Allir rithöfundar þurfa að þroskast og eru í rauninn alltaf að læra. Í mínu tilfelli er ég að vona að ég hafi einfaldað skáldskapinn með árunum, fækkað orðunum eða notað þau betur sem ég brúka.“ Það er svo gaman að geta sagt fjölmörgum aðdáendum Arnaldar af því að hann er hvergi nærri af baki dottinn, hann er ekki á þeim buxunum að leggja frá sér pennann. „Ég er kominn vel á skrið með næstu bók og ég veit að það verður eitthvað framhald á sögunni um Konráð. Ég hef ekki séð fyrir endann á henni.“
Bókmenntir Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira