Metantillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn í júní skilar árangri Kolbrún Baldursdóttir skrifar 27. desember 2019 13:30 Strætó bs. skoðar nú fýsileika þess að metanvæða hluta af bílaflota fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta mikla umframframleiðslu Sorpu bs. á gastegundinni. Nýlega festi Strætó kaup á tveimur metanvögnum. Annar þeirra var tekinn í notkun í byrjun september og hefur reynslan af akstrinum verið góð. Til skoðunar er að fjölga metanvögnum upp í allt að tuttugu. Þetta er fagnaðarefni. Það má nefna í þessu sambandi að þetta er einmitt tillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn 18. júní 2019 og var vísað til stjórnar Strætó bs. Hún hljóðar þannig að borgarstjórn samþykki að álykta um að Sorpa hætti brennslu á metani og að það verði þess í stað nýtt sem eldsneyti t.d. með því að fjölga metanvögnum Strætó bs. Ég vil trúa því að þessi tillaga hafi haft þessi jákvæðu áhrif og að hér sé dæmi um að mál okkar í Flokki fólksins séu að skila einhverju góðu til borgarbúa. Ég hef fylgt eftir þessari tillögu með fjölmörgum bókunum í málum sem tengjast umræðunni um orkuskipti. Ég hef jafnframt notað öll tækifæri sem hafa gefist í borgarstjórn til að minnast á metan sem framleitt er mikið af og sem væri hægt að nýta á strætisvagna í stað þess að brenna það á báli þar sem ekki er forsvaranlegt að hleypa því út í andrúmsloftið. Fyrr á árinu höfðu þær upplýsingar borist frá Strætó bs. að óskað hafði verið eftir tilboðum í vetnisvagna. Það var sérkennilegt því framleiðsla á vetni með rafgreiningu er dýr, en það er eina leiðin til að búa það til hér á landi. Þess vegna yrði vetnið flutt inn. Vetni myndar vissulega ekki mengunarefni í borginni. Í ljósi þess að metan er til og ekki nýtt þótti mér og okkur í Flokki fólksins eðlilegt að borgarstjórn fari fram á að þessi tvö fyrirtæki, Sorpa og Strætó bs. hafi samráð um að annað nýti efni sem hitt framleiðir. Hér er verið að tala um hagræðingu og sparnað. Við þessa tilhögun minnkar sú sóun sem felst í því að brenna metani og á móti er dregið úr innflutningi á eldsneyti. Skynsamlegt væri því að Strætó bs. eignaðist fleiri metanvagna eins og segir í greinargerðinni með tillögunni og nú er það að verða að veruleika. Rökrétt er að reyna að nýta metangasið á stóra bíla almennt séð. Illa hefur gengið að koma því á almenna bílaflotann enda lítið reynt. Að nota gasið á strætisvagnana er því sjálfsagt mál. Það er sóun að brenna gasinu til einskis nema í þeim tilgangi að minnka gróðurhúsaáhrifin að sjálfsögðu. Metangassöfnun í Álfsnesi árið 2014 samsvaraði 2,2 milljónum bensínlítra og mun tvöfaldast með nýrri stöð. Þarna er nægt gas til að nýta á fjölmarga strætisvagna og aðra stóra bíla sé vilji til.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Strætó Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Strætó bs. skoðar nú fýsileika þess að metanvæða hluta af bílaflota fyrirtækisins. Markmiðið er að nýta mikla umframframleiðslu Sorpu bs. á gastegundinni. Nýlega festi Strætó kaup á tveimur metanvögnum. Annar þeirra var tekinn í notkun í byrjun september og hefur reynslan af akstrinum verið góð. Til skoðunar er að fjölga metanvögnum upp í allt að tuttugu. Þetta er fagnaðarefni. Það má nefna í þessu sambandi að þetta er einmitt tillaga Flokks fólksins sem lögð var fram í borgarstjórn 18. júní 2019 og var vísað til stjórnar Strætó bs. Hún hljóðar þannig að borgarstjórn samþykki að álykta um að Sorpa hætti brennslu á metani og að það verði þess í stað nýtt sem eldsneyti t.d. með því að fjölga metanvögnum Strætó bs. Ég vil trúa því að þessi tillaga hafi haft þessi jákvæðu áhrif og að hér sé dæmi um að mál okkar í Flokki fólksins séu að skila einhverju góðu til borgarbúa. Ég hef fylgt eftir þessari tillögu með fjölmörgum bókunum í málum sem tengjast umræðunni um orkuskipti. Ég hef jafnframt notað öll tækifæri sem hafa gefist í borgarstjórn til að minnast á metan sem framleitt er mikið af og sem væri hægt að nýta á strætisvagna í stað þess að brenna það á báli þar sem ekki er forsvaranlegt að hleypa því út í andrúmsloftið. Fyrr á árinu höfðu þær upplýsingar borist frá Strætó bs. að óskað hafði verið eftir tilboðum í vetnisvagna. Það var sérkennilegt því framleiðsla á vetni með rafgreiningu er dýr, en það er eina leiðin til að búa það til hér á landi. Þess vegna yrði vetnið flutt inn. Vetni myndar vissulega ekki mengunarefni í borginni. Í ljósi þess að metan er til og ekki nýtt þótti mér og okkur í Flokki fólksins eðlilegt að borgarstjórn fari fram á að þessi tvö fyrirtæki, Sorpa og Strætó bs. hafi samráð um að annað nýti efni sem hitt framleiðir. Hér er verið að tala um hagræðingu og sparnað. Við þessa tilhögun minnkar sú sóun sem felst í því að brenna metani og á móti er dregið úr innflutningi á eldsneyti. Skynsamlegt væri því að Strætó bs. eignaðist fleiri metanvagna eins og segir í greinargerðinni með tillögunni og nú er það að verða að veruleika. Rökrétt er að reyna að nýta metangasið á stóra bíla almennt séð. Illa hefur gengið að koma því á almenna bílaflotann enda lítið reynt. Að nota gasið á strætisvagnana er því sjálfsagt mál. Það er sóun að brenna gasinu til einskis nema í þeim tilgangi að minnka gróðurhúsaáhrifin að sjálfsögðu. Metangassöfnun í Álfsnesi árið 2014 samsvaraði 2,2 milljónum bensínlítra og mun tvöfaldast með nýrri stöð. Þarna er nægt gas til að nýta á fjölmarga strætisvagna og aðra stóra bíla sé vilji til.Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar