Piparkökuhúsasnillingur í Keflavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2019 20:00 Það kemur ekkert annað til greina hjá Finni Guðbergi Ívarssyni, nemenda í tíunda bekk Myllubakkaskóla í Keflavík en að verða bakari. Það skyldu engum undra því hæfileikar hans í bakstri eru ótrúlegir, ekki síst þegar kemur að piparkökuhúsum því hann bakaði nýlega og setti saman nákvæma eftirlíkingu af skólanum sínum í formi piparkökuhúss. Piparkökuhúsið hans Finns sem er af Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í Keflavík er til sýnis í matsal skólans og er nákvæm eftirlíking af skólanum. Finnur lág yfir teikningum af húsinu, mældi það allt upp og lagði margra vikna vinnu í undirbúning piparkökuhússins áður en baksturinn og samsetningin hófst. „Þetta er eitthvað í kringum fimmtán kíló af piparkökudeigi, kíló af súkkulaði og fimm hundruð grömm af flórsykri. Það var mjög mikill reikningur í þessu en þetta er fyrst og fremst rosalega mikil tímavinna“, segir Finnur. Piparkökuhúsið vekur mikla athygli í Myllubakkaskóla hjá nemendum og starfsfólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Finnur Guðberg er með skýr markmið hvað hann ætlar að gera í framtíðinni en hann mun ljúka 10. bekk í Myllubakkaskóla næsta vor. „Já, þá fer ég á samning hjá Jóni Árelíus í Kökulist hér í Reykjanesbæ“. Umsjónarkennari Finns Guðbergs segir hann frábæran nemanda. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegur drengur, flottur nemandi sem stendur sig vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Piparkökuhúsið hans af Myllubakkaskóla er ótrúlega magnað“, segir Hildur María Magnúsdóttir, kennari. Piparkökuþorpið á heimili Finns í Keflavík, sem hann bakaði og setti saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er ekki nóg með að Finnur Guðbergur sé með piparkökuhús í skólanum sínum því heima hjá honum er piparkökuþorp, sem hann bakaði og setti saman. Nokkur hús og kirkja sem prýða stofu heimilisins. Reykjanesbær Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Það kemur ekkert annað til greina hjá Finni Guðbergi Ívarssyni, nemenda í tíunda bekk Myllubakkaskóla í Keflavík en að verða bakari. Það skyldu engum undra því hæfileikar hans í bakstri eru ótrúlegir, ekki síst þegar kemur að piparkökuhúsum því hann bakaði nýlega og setti saman nákvæma eftirlíkingu af skólanum sínum í formi piparkökuhúss. Piparkökuhúsið hans Finns sem er af Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ í Keflavík er til sýnis í matsal skólans og er nákvæm eftirlíking af skólanum. Finnur lág yfir teikningum af húsinu, mældi það allt upp og lagði margra vikna vinnu í undirbúning piparkökuhússins áður en baksturinn og samsetningin hófst. „Þetta er eitthvað í kringum fimmtán kíló af piparkökudeigi, kíló af súkkulaði og fimm hundruð grömm af flórsykri. Það var mjög mikill reikningur í þessu en þetta er fyrst og fremst rosalega mikil tímavinna“, segir Finnur. Piparkökuhúsið vekur mikla athygli í Myllubakkaskóla hjá nemendum og starfsfólki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Finnur Guðberg er með skýr markmið hvað hann ætlar að gera í framtíðinni en hann mun ljúka 10. bekk í Myllubakkaskóla næsta vor. „Já, þá fer ég á samning hjá Jóni Árelíus í Kökulist hér í Reykjanesbæ“. Umsjónarkennari Finns Guðbergs segir hann frábæran nemanda. „Þetta er náttúrulega bara dásamlegur drengur, flottur nemandi sem stendur sig vel í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Piparkökuhúsið hans af Myllubakkaskóla er ótrúlega magnað“, segir Hildur María Magnúsdóttir, kennari. Piparkökuþorpið á heimili Finns í Keflavík, sem hann bakaði og setti saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er ekki nóg með að Finnur Guðbergur sé með piparkökuhús í skólanum sínum því heima hjá honum er piparkökuþorp, sem hann bakaði og setti saman. Nokkur hús og kirkja sem prýða stofu heimilisins.
Reykjanesbær Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira