Engin flugeldasala á Laugarvatni fyrir áramótin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2019 12:15 Grímur Kristinsson frá Ketilvöllum í Laugardal í Bláskógabyggð er formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni verður ekki með neina flugeldasölu í ár en félagar hennar ætla þess í stað að ganga í hús og selja Rótarskot. Formaður sveitarinnar segir að flugeldasala hjá lítili sveit standi engan vegin undir sér. Um fjörutíu karlar og konur eru félagar í Björgunarsveitinni Ingunni en aðeins tíu virkir félagar. Nú er komið að tímamótum í sveitinni því í fyrsta skipti í ár verða engir flugeldar seldir á vegum sveitarinnar. „Við erum lítil sveit úti á landi í fámennu sveitarfélagi og það er mikil vinna fyrir lítinn pening sem er í raun og veru, sem spilar aðallega inn í það. Við erum kannski tíu virkir og það er ekki nóg sala til að við getum fengið ágóða af þessu“, segir Grímur Kristinsson, formaður Ingunnar. Grímur segir að nú verði Rótarskot eingöngu seld á vegum Ingunnar fyrir áramótin, gengið verði í hús á Laugarvatni og keyrt á sveitabæi í Laugardalnum til að selja þau. Í leiðinni verði fólki og fyrirtækjum boðið að styrkja flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á Laugarvatni á Gamlársdag klukkan 21:00 um kvöldið. Laugvetningar og íbúar Laugardals verða að fara eitthvað annað ætli þeir að kaupa flugelda fyrir áramótin því engir slíkir verða seldir á Laugarvatni í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En nú er alltaf talað um að flugeldasala sé ein allra mesta tekjulind björgunarsveita, tekur Grímur undir það? „Nei, ekki hjá okkur minni sveitum og sérstaklega sem eru ekki með sjávarútveginn með okkur, það eru ekki kvótakóngar, sem styrkja okkur hér inn í landi, þetta er öðruvísi menning í raun og veru heldur en hjá þessum litlu sveitum, sem eru í þessum sjávarþorpum, það er bara svoleiðis“ Grímur segir að bændur séu ekki spenntir að kaupa flugelda því skepnur séu mjög hræddar við allar sprengingarnar, þeir vilji miklu frekar kaupa Rótarskot. „Bændur eru kannski að hugsa um sinn búfénað, það eru hestar úti í girðingu, sem verða hræddir á áramótunum. Þeir eru kannski ekki alveg eins spenntir fyrir því að hrella búpening sinn, það er nú bara þannig“, segir Grímur Áramót Bláskógabyggð Flugeldar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni verður ekki með neina flugeldasölu í ár en félagar hennar ætla þess í stað að ganga í hús og selja Rótarskot. Formaður sveitarinnar segir að flugeldasala hjá lítili sveit standi engan vegin undir sér. Um fjörutíu karlar og konur eru félagar í Björgunarsveitinni Ingunni en aðeins tíu virkir félagar. Nú er komið að tímamótum í sveitinni því í fyrsta skipti í ár verða engir flugeldar seldir á vegum sveitarinnar. „Við erum lítil sveit úti á landi í fámennu sveitarfélagi og það er mikil vinna fyrir lítinn pening sem er í raun og veru, sem spilar aðallega inn í það. Við erum kannski tíu virkir og það er ekki nóg sala til að við getum fengið ágóða af þessu“, segir Grímur Kristinsson, formaður Ingunnar. Grímur segir að nú verði Rótarskot eingöngu seld á vegum Ingunnar fyrir áramótin, gengið verði í hús á Laugarvatni og keyrt á sveitabæi í Laugardalnum til að selja þau. Í leiðinni verði fólki og fyrirtækjum boðið að styrkja flugeldasýningu sveitarinnar, sem verður á Laugarvatni á Gamlársdag klukkan 21:00 um kvöldið. Laugvetningar og íbúar Laugardals verða að fara eitthvað annað ætli þeir að kaupa flugelda fyrir áramótin því engir slíkir verða seldir á Laugarvatni í ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En nú er alltaf talað um að flugeldasala sé ein allra mesta tekjulind björgunarsveita, tekur Grímur undir það? „Nei, ekki hjá okkur minni sveitum og sérstaklega sem eru ekki með sjávarútveginn með okkur, það eru ekki kvótakóngar, sem styrkja okkur hér inn í landi, þetta er öðruvísi menning í raun og veru heldur en hjá þessum litlu sveitum, sem eru í þessum sjávarþorpum, það er bara svoleiðis“ Grímur segir að bændur séu ekki spenntir að kaupa flugelda því skepnur séu mjög hræddar við allar sprengingarnar, þeir vilji miklu frekar kaupa Rótarskot. „Bændur eru kannski að hugsa um sinn búfénað, það eru hestar úti í girðingu, sem verða hræddir á áramótunum. Þeir eru kannski ekki alveg eins spenntir fyrir því að hrella búpening sinn, það er nú bara þannig“, segir Grímur
Áramót Bláskógabyggð Flugeldar Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira