Frumlegt og frábært framtak, sem styðja ber! Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. desember 2019 08:00 Eins og eflaust margir aðrir, hefur undirritaður verið að fylgjast með undirbúningi fyrir áramótin, sem fram undan eru, svo og umræðu um og fréttir af þeim. Í þýzkum fréttum kom fram, að loftslagsmengun af sprengjum og flugeldaskotum áramótanna þar valdi jafn mikilli loftslagsmengun og umferð ökutækja tveggja mánaða! Ótrúlegt, en væntanlega satt og rétt, og má ætla, að mengunaráhrif glaðbeittra áramóta berserkja hér séu svipuð. Eru margvíslegar aðrar verkanir þá ótaldar, eins og gífurleg streita og álag á mörg dýr – ekki sízt gæludýr; hunda og ketti. Undirritaður, sem átti hunda í marga áratugi, minnist þess, hvernig við kviðum allaf fyrir áramótunum vegna þess mikla uppnáms og þeirrar gífurlegu skelfingar, sem sumum hundunum okkar stafaði af áramótaatgangi sprengju- og flugeldamanna. Nægði þá ekki að skríða undir rúm, þó að hurðir væru lokaðar og gluggatjöld fyrir. Gífurleg fjárútlát í ansi skammvinna og lítt uppbyggilega skemmtun eru þá ótalin, en þetta er kannske það tækifæri, sem fullorðnir menn fá bezt, til að verða að börnum aftur, og grípa margir það fegins hendi. Fyrir undirrituðum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun margra ráðamanna, t.a.m. borgarstjórna Hamborgar, Berlínar og München - svo ég vísi aftur í það land, sem var mitt heimaland lengi - að banna bæði sprengjur og flugelda á miðborgarsvæðum sinna borga. Hefði ég óskað mér, að ráðamenn hér, hefðu farið svipað í málið. Þar er þó alvarlegur Þrándur í Götu: Björgunar- og hjálparsveitir landsins, sem vinna óhemju þýðingarmikið og ómetanlegt starf, við að koma þeim, sem verða fyrir óláni eða slysum, til hjálpar og bjargar, hafa að mestu verið háðar sölu skotelda og sprengja með tekjur sínar og afkomu. Þeir frábæru menn og konur, sem standa í forsvari fyrir Landsbjörg og undirfélögum hennar, svo að ekki sé talað um þá 18.000 sjálfboðaliða, sem alltaf eru til reiðar, þegar neyðin kallar, eru auðvitað háðir fjármögnun, eins og öll önnur starfsemi, þó að menn vinni hér flestir sem sjálfboðaliðar, án greiðslu. Fjármagna verður tæki og áhöld, auk aðkeyptra þarfa og þjónustu. Margt má þó leysa, ef hugmyndaflug og fastur vilji er fyrir hendi. Þetta sannast nú bezt á sameiginlegu - frumlegu og merkilegu - framtaki Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þessi snjalla lausn byggist á herferð undir merkinu „Skjótum rótum“. Þar er átt við, að menn skjóti trjárótum í moldina í stað þess að þeytta pappa og prikum út í lofið og hálfæra hunda - tvífætta og fjórfætta – með braki, blossum og bombum. Hér má minna á, að þegar forfeður okkar komu til landsins, fyrir 1.100 árum, var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Mat þeirra, sem bezt kunna skil á þessu máli, er, að um fjórðungur landsins hafi þá verið skógi vaxinn. Voru tré, að því að talið er, 8-12 m há, og veitti þetta fuglum og öðrum gróðri þess tíma, væntanlega líka pólarrefnum, sem kom hér fyrstur allra spendýra, svo og þeim húsdýrum, sem landnámsmenn fluttu með sér, mikið og gott skjól og vernd. Í dag þekja skógar landsins minna en tíunda hluta þess, sem þá var, og má telja, að skógrækt sé eitt allra þýðingarmesta og þarfasta verkefni landsmanna, bæði fyrir menn og dýr; hvert tré tekur til sín og geymir verulegt magn kolvetnis, en binding og eyðing þess er eitt helzta verkefni nútímans, og fyrir útigangshesta og -dýr, hreindýr, villta fugla, pólarrefinn og lífríkið í heild, væri vaxandi skógur af hinu góða; semsagt mönnum og málleysingjum til blessunar. Tökum öll höndum saman og styrkjum „Skjótum rótum“, ríflega og rausnarlega! En það má gera, skilst mér, á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Gleðilegt ár til allra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flugeldar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Eins og eflaust margir aðrir, hefur undirritaður verið að fylgjast með undirbúningi fyrir áramótin, sem fram undan eru, svo og umræðu um og fréttir af þeim. Í þýzkum fréttum kom fram, að loftslagsmengun af sprengjum og flugeldaskotum áramótanna þar valdi jafn mikilli loftslagsmengun og umferð ökutækja tveggja mánaða! Ótrúlegt, en væntanlega satt og rétt, og má ætla, að mengunaráhrif glaðbeittra áramóta berserkja hér séu svipuð. Eru margvíslegar aðrar verkanir þá ótaldar, eins og gífurleg streita og álag á mörg dýr – ekki sízt gæludýr; hunda og ketti. Undirritaður, sem átti hunda í marga áratugi, minnist þess, hvernig við kviðum allaf fyrir áramótunum vegna þess mikla uppnáms og þeirrar gífurlegu skelfingar, sem sumum hundunum okkar stafaði af áramótaatgangi sprengju- og flugeldamanna. Nægði þá ekki að skríða undir rúm, þó að hurðir væru lokaðar og gluggatjöld fyrir. Gífurleg fjárútlát í ansi skammvinna og lítt uppbyggilega skemmtun eru þá ótalin, en þetta er kannske það tækifæri, sem fullorðnir menn fá bezt, til að verða að börnum aftur, og grípa margir það fegins hendi. Fyrir undirrituðum ríkir fullur skilningur á þeirri ákvörðun margra ráðamanna, t.a.m. borgarstjórna Hamborgar, Berlínar og München - svo ég vísi aftur í það land, sem var mitt heimaland lengi - að banna bæði sprengjur og flugelda á miðborgarsvæðum sinna borga. Hefði ég óskað mér, að ráðamenn hér, hefðu farið svipað í málið. Þar er þó alvarlegur Þrándur í Götu: Björgunar- og hjálparsveitir landsins, sem vinna óhemju þýðingarmikið og ómetanlegt starf, við að koma þeim, sem verða fyrir óláni eða slysum, til hjálpar og bjargar, hafa að mestu verið háðar sölu skotelda og sprengja með tekjur sínar og afkomu. Þeir frábæru menn og konur, sem standa í forsvari fyrir Landsbjörg og undirfélögum hennar, svo að ekki sé talað um þá 18.000 sjálfboðaliða, sem alltaf eru til reiðar, þegar neyðin kallar, eru auðvitað háðir fjármögnun, eins og öll önnur starfsemi, þó að menn vinni hér flestir sem sjálfboðaliðar, án greiðslu. Fjármagna verður tæki og áhöld, auk aðkeyptra þarfa og þjónustu. Margt má þó leysa, ef hugmyndaflug og fastur vilji er fyrir hendi. Þetta sannast nú bezt á sameiginlegu - frumlegu og merkilegu - framtaki Landsbjargar og Skógræktarfélags Íslands. Þessi snjalla lausn byggist á herferð undir merkinu „Skjótum rótum“. Þar er átt við, að menn skjóti trjárótum í moldina í stað þess að þeytta pappa og prikum út í lofið og hálfæra hunda - tvífætta og fjórfætta – með braki, blossum og bombum. Hér má minna á, að þegar forfeður okkar komu til landsins, fyrir 1.100 árum, var landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Mat þeirra, sem bezt kunna skil á þessu máli, er, að um fjórðungur landsins hafi þá verið skógi vaxinn. Voru tré, að því að talið er, 8-12 m há, og veitti þetta fuglum og öðrum gróðri þess tíma, væntanlega líka pólarrefnum, sem kom hér fyrstur allra spendýra, svo og þeim húsdýrum, sem landnámsmenn fluttu með sér, mikið og gott skjól og vernd. Í dag þekja skógar landsins minna en tíunda hluta þess, sem þá var, og má telja, að skógrækt sé eitt allra þýðingarmesta og þarfasta verkefni landsmanna, bæði fyrir menn og dýr; hvert tré tekur til sín og geymir verulegt magn kolvetnis, en binding og eyðing þess er eitt helzta verkefni nútímans, og fyrir útigangshesta og -dýr, hreindýr, villta fugla, pólarrefinn og lífríkið í heild, væri vaxandi skógur af hinu góða; semsagt mönnum og málleysingjum til blessunar. Tökum öll höndum saman og styrkjum „Skjótum rótum“, ríflega og rausnarlega! En það má gera, skilst mér, á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Gleðilegt ár til allra!
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar