Tilboð, tilboð! Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2019 10:00 Þá eru svörtu og stafrænu tilboðin búin – hvað næst? Nú keppast fyrirtæki við það að ná athygli fyrir næstu atrennu –jólavertíðina sjálfa. Magn auglýsinga eykst, blöðin þykkna, markpóstar aukast og auglýsingatímar eru þétt bókaðir og verðlagðir eftir því. Skilaboðin snúast um verð, afslætti, „síðasta séns“ og auglýsingar elta okkur um veraldarvefinn. Ein af áskorunum fyrirtækja er að skera sig úr í þessu flóði upplýsinga. Ein leið til þess er að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópinn, er t.d. lausn á vandamálum, fræðsla eða leiðir til að nota vöruna á nýjan hátt. Jafnvel með smá tilfinningum í bland? Ekki bara hörð sölumennska. Má bjóða þér eitthvað til sölu? Það sama gildir um þessa aðferð og aðrar innan markaðsfræðinnar. Þú verður að hafa stefnu, skilgreind markmið og tilgang áður en lagt er af stað í aðgerðir. Afslættir og efnismarkaðssetning útilokar ekki hvort annað. Best er að gera sitt lítið af hvoru því hugsanlega ertu að tala við tvo mismunandi hópa; annars vegar þau verðdrifnu og hins vegar þau sem síður elta tilboð. Stilltu þetta saman – í takt. Ef fyrirtæki hafa metnað og áhuga á viðskiptavinum sínum og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna eru þau ekkert, kemur árangurinn fljótlega í ljós. Viðskiptavinurinn skiptir öllu máli. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum þá elska ég vel framkvæmdar markaðsherferðir. Herferðirnar þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvert annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri. Vekja með því hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnileg fyrr en loksins er ýtt á „play“-takkann og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með útspil og herferð. Þá áttu dansgólfið ein(n) í dýrmætan tíma, en það er mjög verðmæt staða. Næg tækifæri Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss á öllum snertiflötum. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og velur þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf og synda í bláum sjó, eru næg tækifæri fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir alla sem kunna að meta áskoranir og árangur, er það mjög skemmtilegt verkefni. Af fenginni reynslu, þá mæli ég með því!Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þá eru svörtu og stafrænu tilboðin búin – hvað næst? Nú keppast fyrirtæki við það að ná athygli fyrir næstu atrennu –jólavertíðina sjálfa. Magn auglýsinga eykst, blöðin þykkna, markpóstar aukast og auglýsingatímar eru þétt bókaðir og verðlagðir eftir því. Skilaboðin snúast um verð, afslætti, „síðasta séns“ og auglýsingar elta okkur um veraldarvefinn. Ein af áskorunum fyrirtækja er að skera sig úr í þessu flóði upplýsinga. Ein leið til þess er að búa til og dreifa efni sem hefur virði fyrir markhópinn, er t.d. lausn á vandamálum, fræðsla eða leiðir til að nota vöruna á nýjan hátt. Jafnvel með smá tilfinningum í bland? Ekki bara hörð sölumennska. Má bjóða þér eitthvað til sölu? Það sama gildir um þessa aðferð og aðrar innan markaðsfræðinnar. Þú verður að hafa stefnu, skilgreind markmið og tilgang áður en lagt er af stað í aðgerðir. Afslættir og efnismarkaðssetning útilokar ekki hvort annað. Best er að gera sitt lítið af hvoru því hugsanlega ertu að tala við tvo mismunandi hópa; annars vegar þau verðdrifnu og hins vegar þau sem síður elta tilboð. Stilltu þetta saman – í takt. Ef fyrirtæki hafa metnað og áhuga á viðskiptavinum sínum og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna eru þau ekkert, kemur árangurinn fljótlega í ljós. Viðskiptavinurinn skiptir öllu máli. Eins og ég hef gaman að skemmtilegum auglýsingum þá elska ég vel framkvæmdar markaðsherferðir. Herferðirnar þar sem allar aðgerðir og skilaboð styðja hvert annað, allir snertifletir við viðskiptavininn (og ekki viðskiptavininn) eru nýttir til þess að koma skilaboðum herferðarinnar á framfæri. Vekja með því hughrif og hafa áhrif í samræmi við skilgreind markmið. Á bak við vel útfærða markaðsherferð liggur mikil vinna og oft á tíðum er hún ekki sýnileg fyrr en loksins er ýtt á „play“-takkann og allt fer í loftið. Ef undirbúningurinn er góður og vandað hefur verið til verka, getur verið erfitt fyrir samkeppnina að svara því það tekur tíma að bregðast við og koma fram með útspil og herferð. Þá áttu dansgólfið ein(n) í dýrmætan tíma, en það er mjög verðmæt staða. Næg tækifæri Undanfari jólavertíðarinnar býður upp á mörg tækifæri til þess að byggja tengsl og segja þína sögu. Skilaboðin verða að vera skýr og markviss á öllum snertiflötum. Hver er sagan sem fyrirtækið er að segja? Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, segðu söguna þína og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til mun tilfinningin og tengingin við vörumerkið hafa jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og velur þína vöru. Svo er alltaf möguleiki að leggja í það verkefni að skapa nýja eftirspurn og þörf eftir þinni vöru í stað þess að bítast við samkeppnina um sömu viðskiptavinina. Því hvort sem það er að búa til þitt eigið dansgólf og synda í bláum sjó, eru næg tækifæri fyrir þá sem þora að sækja fram og breyta. Fyrir alla sem kunna að meta áskoranir og árangur, er það mjög skemmtilegt verkefni. Af fenginni reynslu, þá mæli ég með því!Höfundur er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun