Baráttan gegn loftslagsvá; einn hvalur á við fimmtán hundruð tré Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. desember 2019 10:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF (International Monetary Fund), vinnur ekki aðeins með bókstaflegum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í miklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. Sjóðurinn hefur lagt sig sérstaklega fram um að rannsaka loftslagsvána, enda er hún vissulega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Hamfarahlýnunin, með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja, er allt í senn afkomumál, velferðarmál og stórfellt efnahagsmál fyrir fólk víða um heim. Á dögunum gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni „Nature’s Solution to Climate Change”; Lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Rannsóknin sýnir meðal annars fram á, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á hafsbotn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi eða aldir og leysist svo upp. Rannsóknin leiðir líka í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar, enda auðvitað feyki þýðingarmiklir líka. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og verulegt verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna á hvalasvæðum, er tekin með í reikninginn. IMF kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, leyfði fyrr á þessu ári - með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Á grundvelli verðmats IMF hafa þessar langreyðar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna, en bæta verður 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals er verðmæti þeirra hvala, sem sjávarútvegs-ráðherra og ríkisstjórn leyfa veiðar á, fram til 2023, þannig um 310 milljarðar króna. Hin hliðin á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 2,0 milljón trjáa. Hversu mörg fullvaxin tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Þegar til þess er litið, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa síðustu áratugi verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – drápsaðferðir og drápstækni eru að miklu leyti frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa, til hneisu og vansæmdar. Hér má líka velta upp þeirri spurningu, hvernig æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, gat komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar skólans frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru sjávar- og umhverfisvísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á það bent á ráðstefnu um hvali, sem haldinn var hér í Öskju í apríl 2017. Mér finnst fara vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)). Verr en óvitar!Höfundur er formaður Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Loftslagsmál Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF (International Monetary Fund), vinnur ekki aðeins með bókstaflegum hætti að efnahags- og gjaldeyrismálum, heldur beitir sjóðurinn sér líka - í miklum mæli - fyrir ýmiss konar rannsóknum og greiningum á öðrum sviðum, sem hafa óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg efnahagsmál. Sjóðurinn hefur lagt sig sérstaklega fram um að rannsaka loftslagsvána, enda er hún vissulega stærsta einstaka vandamálið og áskorunin, sem við mannkyninu blasir. Hamfarahlýnunin, með þeim loftslags- og veðrasviptingum - flóðum, þurrkum og fárviðrum - sem henni fylgja, er allt í senn afkomumál, velferðarmál og stórfellt efnahagsmál fyrir fólk víða um heim. Á dögunum gaf IMF út rannsóknarskýrslu um þetta efni með yfirskriftinni „Nature’s Solution to Climate Change”; Lausn náttúrunnar sjálfrar á loftslagsvánni. Rannsóknin sýnir meðal annars fram á, að stórhveli taka til sín og geyma í búknum að meðaltali 33 tonn af CO2, sem jafngildir geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna trjáa á kolefni. Þegar dýrin deyja, sökkva þau niður á hafsbotn og taka kolvetnið með sér, þar sem það geymist í áratugi eða aldir og leysist svo upp. Rannsóknin leiðir líka í ljós, að næringarríkur úrgangur hvala er aðalfæða plöntusvifsins í hafinu, sem aftur framleiðir um helming alls súrefnis í lofthjúpnum. Framlag plöntusvifsins í hafinu er jafngildi fjögurra Amazon-regnskóga, hvað varðar kolefnisbindingu og loftslagsvernd. Amazon skógarnir eru þó oft kallaðir lungu jarðarinnar, enda auðvitað feyki þýðingarmiklir líka. IMF reiknar út verðgildi hvers stórhvelis í þessu ljósi, en ljóst er, að baráttan við loftslagsmengunina mun kosta mikla fjármuni. Sú staðreynd, svo og verulegt verðgildi hvala fyrir náttúru, lífríki og upplifun ferða- og heimamanna á hvalasvæðum, er tekin með í reikninginn. IMF kemst að þeirri niðurstöðu, að hvert stórhveli hafi verðgildi upp á a.m.k. 2 milljónir Bandaríkjadala eða um 250 milljónir ísl. króna. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, leyfði fyrr á þessu ári - með fulltingi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur - dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum á árunum 2019-2023. Á grundvelli verðmats IMF hafa þessar langreyðar verðgildi upp á 260 milljarða ísl. króna, en bæta verður 50 milljörðum króna við vegna hrefnanna. Samtals er verðmæti þeirra hvala, sem sjávarútvegs-ráðherra og ríkisstjórn leyfa veiðar á, fram til 2023, þannig um 310 milljarðar króna. Hin hliðin á þessum hvalveiðikvóta ríkisstjórnarinnar er sú staðreynd, að til að bæta það tjón á loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045 langreyðum og 1.085 hrefnum myndi valda, þyrfti að rækta og byggja upp skóg 2,0 milljón trjáa. Hversu mörg fullvaxin tré skyldu vera á Íslandi í dag? Hér má einnig minna á, að Ísland er eina land veraldar, sem leyfir og stundar dráp á stórhveli, langreyði. Þegar til þess er litið, að langreyðaveiðar Hvals hf hafa síðustu áratugi verið reknar með tapi - svo að ekki sé talað um það heiftarlega dýraníð, sem veiðarnar byggja á – drápsaðferðir og drápstækni eru að miklu leyti frá 1950 - og þá stórfelldu skemmd á ímynd lands og þjóðar, sem veiðum fylgir - verður þessi leyfisveiting ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að flokkast undir forkastanlega gjörð, sem er þeim, sem að henni standa, til hneisu og vansæmdar. Hér má líka velta upp þeirri spurningu, hvernig æðsta menntastofnun landsins, Háskóli Íslands, gat komizt að þeim niðurstöðum í hvalveiðimálum, sem fram koma í skýrslu Hagfræðistofnunar skólans frá janúar 2018. Býr Háskóli Íslands virkilega ekki yfir meiri þekkingu – eru sjávar- og umhverfisvísindi þar ekki á hærra stigi – eða réðu þar önnur sjónarmið för? Nefna má, að grunnupplýsingar um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og lofthjúpinn hafa legið fyrir í um a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á það bent á ráðstefnu um hvali, sem haldinn var hér í Öskju í apríl 2017. Mér finnst fara vel á því, að ljúka þessum skrifum með tilvitnun í einn helzta snilling þjóðarinnar, Jóhannes S. Kjarval, sem elskaði hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi þeirra fyrir lífríkið og jörðina löngu á undan öðrum: „Hið stóra hjarta heimssálarinnar, hvalanna, sortjerar undir tónbylgjum, sem mundu glatast þessum hnetti ef við högum okkur verr en óvitar” (Hvalasagan (1956)). Verr en óvitar!Höfundur er formaður Jarðarvina.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar