Svikin loforð eða óþolandi seinagangur? Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 11. desember 2019 11:00 Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. Aðgerðirnar snérust um að bæta skilyrði til starfsnáms. Skilgreina átti fagháskólastigið og tengingu þess við framhalds- og háskólakerfið. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur eðli samkvæmt verið með verkefnið á sínum snærum og skipað starfshóp og samráðsvettvang til þess að koma þessu verkefni til framkvæmdar. Senn er árið 2020 að hefjast og ég spyr, hvað er að frétta? Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil lagt áherslu á að fjölga sjúkraliðum og efla stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Einn þáttur í því er að styrkja og bæta sjúkraliðanámið með viðbótarnámi sem kennt verður á fagháskólastigi. Þannig verður betur hægt að tryggja samfellda námsleið fyrir nemendur úr framhaldsskóla yfir í háskóla og styðja faglegar forsendur námsins. Sjúkraliðar höfðu til ársins 2017 tækifæri til að stunda framhaldsnám á 4. hæfniþrepi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Námið styrkti sérhæfingu sjúkraliða til að takast að við fjölþættari hjúkrunarstörf. Á þessu tímabili sem unnið hefur verið að því að skilgreina fagháskólanám, í samræmi við framangreint loforð ríkisstjórnarinnar, hefur framhaldsnám sjúkraliða við Fjölbrautaskólann i Ármúla legið niðri. Það hefur því myndast uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu, og er það verulegt áhyggjuefni. Það er beinlínis nauðsynlegt að lögformleg loforð ríkisstjórna séu sett fram með ábyrgum og markvissum hætti, og að áætlun um framkvæmd og fjármuni séu tryggð. Í störfum okkar á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins fer allnokkur orka í að svara fyrirspurnum sjúkraliða um væntanlegt fagháskólanám. Það er ömurlegt hlutskipti að þurfa færa þessari lykilstarfsstétt í heilbrigðisþjónustunni ítrekuð vonbrigði með því að segja að ekkert sé að frétta af þessu fyrirhugaðri námsleið. Mennta- og menningarmálaráðherra þarf að bregðist hratt og vel við framangreindu loforði ríkisstjórnarinnar frá árinu 2015, því það er ekki valkostur að fresta viðbótarnámi fyrir sjúkraliða enn frekar.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Skóla - og menntamál Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í sérstakri yfirlýsingu ríkisstjórnar frá því í maí 2015 var aðgerðum um menntamál lofað. Aðgerðirnar snérust um að bæta skilyrði til starfsnáms. Skilgreina átti fagháskólastigið og tengingu þess við framhalds- og háskólakerfið. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur eðli samkvæmt verið með verkefnið á sínum snærum og skipað starfshóp og samráðsvettvang til þess að koma þessu verkefni til framkvæmdar. Senn er árið 2020 að hefjast og ég spyr, hvað er að frétta? Sjúkraliðafélag Íslands hefur um árabil lagt áherslu á að fjölga sjúkraliðum og efla stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Einn þáttur í því er að styrkja og bæta sjúkraliðanámið með viðbótarnámi sem kennt verður á fagháskólastigi. Þannig verður betur hægt að tryggja samfellda námsleið fyrir nemendur úr framhaldsskóla yfir í háskóla og styðja faglegar forsendur námsins. Sjúkraliðar höfðu til ársins 2017 tækifæri til að stunda framhaldsnám á 4. hæfniþrepi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Námið styrkti sérhæfingu sjúkraliða til að takast að við fjölþættari hjúkrunarstörf. Á þessu tímabili sem unnið hefur verið að því að skilgreina fagháskólanám, í samræmi við framangreint loforð ríkisstjórnarinnar, hefur framhaldsnám sjúkraliða við Fjölbrautaskólann i Ármúla legið niðri. Það hefur því myndast uppsöfnuð eftirspurn eftir náminu, og er það verulegt áhyggjuefni. Það er beinlínis nauðsynlegt að lögformleg loforð ríkisstjórna séu sett fram með ábyrgum og markvissum hætti, og að áætlun um framkvæmd og fjármuni séu tryggð. Í störfum okkar á skrifstofu Sjúkraliðafélagsins fer allnokkur orka í að svara fyrirspurnum sjúkraliða um væntanlegt fagháskólanám. Það er ömurlegt hlutskipti að þurfa færa þessari lykilstarfsstétt í heilbrigðisþjónustunni ítrekuð vonbrigði með því að segja að ekkert sé að frétta af þessu fyrirhugaðri námsleið. Mennta- og menningarmálaráðherra þarf að bregðist hratt og vel við framangreindu loforði ríkisstjórnarinnar frá árinu 2015, því það er ekki valkostur að fresta viðbótarnámi fyrir sjúkraliða enn frekar.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun