Helmingi fleiri ferðamenn frá Asíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2019 14:59 Ferðamenn á rölti um Reykjavík á þriðjudag, þegar mesta óveðrið gekk yfir. Vísir/vilhelm Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin skýrist einna helst af fjölgun Kínverja og Japana; kínverskum ferðamönnum fjölgaði um 47,5 prósent frá fyrra ári á meðan Japöpunum fjölgaði um næstum 64 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, þar sem bent er á að þessi aukning kemur í kjölfar 15 prósent fjölgunar í sama hópi í október. „Það hefur verið fremur regla en undantekning að Asíubúum hafi farið fjölgandi á þessu ári en einungis eru tveir mánuðir þar sem þeim fækkaði milli ára en þetta var í september og apríl,“ eins og þar segir. Þessi fjölgun hefur vegið upp á móti færri heimsóknum annarra ferðamanna. Sé litið til brottfara erlendra ferðamanna frá Leifsstöð fækkaði þeim um 11,6 prósent milli nóvembermánaða, sem er minnsta fækkun sem greinst hefur síðan WOW air fór í þrot í lok mars. Til samanburðar nam fækkun ferðamanna 18,4 prósentum í október og 20,7 prósentum í september. Frökkum fjölgar, Kanar hverfa Mesta fækkunin hefur verið í hópi ferðamanna frá Norður-Ameríku, sem skýrist hvað helst af minna framboði flugsæta til og frá Bandaríkjunum og Kanada. Hlutdeild WOW í Norður-Ameríkuflugi var enda meiri en hlutdeild þess í flugi milli Íslands og Evrópu. Brottförum Bandaríkjamanna frá Leifsstöð fækkaði um 40 prósent milli nóvembermánaða og Kanadamanna um 50 prósent. „Þrír af hverjum 10 ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra voru Bandaríkjamenn og skýrir mikil fækkun þeirra á þessu ári því megnið af heildarfækkun erlendra ferðamanna á þessu ári,“ segir í Hagsjánni til skýringar. Evrópumönnum, að frátöldum Skandinövum, fjölgaði þó lítillega í Leifsstöð á milli ára. Fjölgun þeirra nam 2,5 prósentum í nóvember og skýrist það af fleiri Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum en fjölgunin hjá þessum þjóðum nam á bilinu 20,1 til 47,6 prósentum. Nánar um þróunina í Hagsjá Landsbankans. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Asískum ferðamönnum á Íslandi fjölgaði um 53 prósent á milli ára, sé nýliðinn nóvembermánuður borinn saman við sama mánuð í fyrra. Fjölgunin skýrist einna helst af fjölgun Kínverja og Japana; kínverskum ferðamönnum fjölgaði um 47,5 prósent frá fyrra ári á meðan Japöpunum fjölgaði um næstum 64 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans, þar sem bent er á að þessi aukning kemur í kjölfar 15 prósent fjölgunar í sama hópi í október. „Það hefur verið fremur regla en undantekning að Asíubúum hafi farið fjölgandi á þessu ári en einungis eru tveir mánuðir þar sem þeim fækkaði milli ára en þetta var í september og apríl,“ eins og þar segir. Þessi fjölgun hefur vegið upp á móti færri heimsóknum annarra ferðamanna. Sé litið til brottfara erlendra ferðamanna frá Leifsstöð fækkaði þeim um 11,6 prósent milli nóvembermánaða, sem er minnsta fækkun sem greinst hefur síðan WOW air fór í þrot í lok mars. Til samanburðar nam fækkun ferðamanna 18,4 prósentum í október og 20,7 prósentum í september. Frökkum fjölgar, Kanar hverfa Mesta fækkunin hefur verið í hópi ferðamanna frá Norður-Ameríku, sem skýrist hvað helst af minna framboði flugsæta til og frá Bandaríkjunum og Kanada. Hlutdeild WOW í Norður-Ameríkuflugi var enda meiri en hlutdeild þess í flugi milli Íslands og Evrópu. Brottförum Bandaríkjamanna frá Leifsstöð fækkaði um 40 prósent milli nóvembermánaða og Kanadamanna um 50 prósent. „Þrír af hverjum 10 ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra voru Bandaríkjamenn og skýrir mikil fækkun þeirra á þessu ári því megnið af heildarfækkun erlendra ferðamanna á þessu ári,“ segir í Hagsjánni til skýringar. Evrópumönnum, að frátöldum Skandinövum, fjölgaði þó lítillega í Leifsstöð á milli ára. Fjölgun þeirra nam 2,5 prósentum í nóvember og skýrist það af fleiri Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum en fjölgunin hjá þessum þjóðum nam á bilinu 20,1 til 47,6 prósentum. Nánar um þróunina í Hagsjá Landsbankans.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf