Sterk staða Johnsons eftir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2019 18:45 Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. „Þessar kosningar þýða að það Brexit er óumdeilanlega afstaða breska þjóðarinnar,“ sagði forsætisráðherrann í nótt þegar niðurstöður lágu fyrir. Þegar horft er til Bretlands í heild má sjá að Íhaldsflokkurinn hefur nú töluverða yfirburði. Hann fékk 364 sæti af 650 og þar með hreinan meirihluta, bætti við sig 47 sætum. Flokkurinn var sterkastur á Englandi og sótti einnig sæti til Wales. Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Frjálslyndir demókratar fengu fleiri atkvæði en í síðustu kosningum en töpuðu samt sem áður einu sæti vegna þess að á Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Á Skotlandi er staðan orðin þannig að Skoski þjóðarflokkurinn hefur 48 sæti af þeim 59 sem Skotar fá. Flokkurinn er því í yfirburðastöðu og hefur krafa hans um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland því aukið vægi. Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, beindi þeim orðum að Johnson að atkvæðagreiðsla væri ekki bara krafa hennar eða Skoska þjóðarflokksins, heldur réttur Skota. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var niðurlútur þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Hann mun ekki leiða flokkinn í næstu kosningum. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er í svipaðri stöðu. Hún missti þingsæti sitt til Skoska þjóðarflokksins og má því ekki lengur, samkvæmt reglum Frjálslyndra demókrata, leiða flokkinn. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra Bretlands eftir sigur Íhaldsflokksins í þingkosningum gærdagsins. Hann lofaði því í dag að klára útgöngumálið og má því búast við því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. „Þessar kosningar þýða að það Brexit er óumdeilanlega afstaða breska þjóðarinnar,“ sagði forsætisráðherrann í nótt þegar niðurstöður lágu fyrir. Þegar horft er til Bretlands í heild má sjá að Íhaldsflokkurinn hefur nú töluverða yfirburði. Hann fékk 364 sæti af 650 og þar með hreinan meirihluta, bætti við sig 47 sætum. Flokkurinn var sterkastur á Englandi og sótti einnig sæti til Wales. Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Frjálslyndir demókratar fengu fleiri atkvæði en í síðustu kosningum en töpuðu samt sem áður einu sæti vegna þess að á Bretlandi eru einmenningskjördæmi. Á Skotlandi er staðan orðin þannig að Skoski þjóðarflokkurinn hefur 48 sæti af þeim 59 sem Skotar fá. Flokkurinn er því í yfirburðastöðu og hefur krafa hans um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland því aukið vægi. Nicola Sturgeon, leiðtogi flokksins, beindi þeim orðum að Johnson að atkvæðagreiðsla væri ekki bara krafa hennar eða Skoska þjóðarflokksins, heldur réttur Skota. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, var niðurlútur þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Hann mun ekki leiða flokkinn í næstu kosningum. Jo Swinson, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, er í svipaðri stöðu. Hún missti þingsæti sitt til Skoska þjóðarflokksins og má því ekki lengur, samkvæmt reglum Frjálslyndra demókrata, leiða flokkinn.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira