Kallar eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 07:24 Jeremy Corbyn segir að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. Hann telur að flokkurinn hafi tapað verulega á hvernig haldið var á Brexit-málum innan hans og kjósendur hafi talið Verkamannaflokkinn hikandi og að reyna að biðla til beggja fylkinga. Þar að auki kennir hann fjölmiðlum, hruninu 2008, dreifingu auðs og óheiðarleika Boris Johnson um ósigurinn.Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Verkamannaflokkurinn tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Corbyn er þó viss um að Verkamannaflokkurinn hafi verið réttu megin við málefnin, ef svo má að orði komast, og að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. Þá gefur hann í skyn að ef úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði ekki verið til staðar, væri hann nú forsætisráðherra. „Það er engin spurning að stefnumál okkar eru vinsæl,“ skrifaði Corbyn meðal annars í grein sem birt var á vef Guardian í gær. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvernig Verkamannaflokkurinn gæti notað reynsluna af þessum kosningum til árangurs í framtíðinni.Því hafi hann kallað eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Corbyn tjáir sig um ósigurinn með ítarlegum hætti en innan Verkamannaflokksins eru hávær köll um að hann stígi til hliðar, sem hann hefur sagst ætla að gera. Fyrst þurfi þó að velja nýjan leiðtoga. Sunday Times (áskriftarvefur) segir að Corbyn ætli ekki að hætta fyrr en í apríl í fyrsta lagi. Þar sem val á nýjum leiðtoga muni taka einhvern tíma. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist axla ábyrgð á afhroði flokksins í þingkosningum vikunnar í Bretlandi. Hann telur að flokkurinn hafi tapað verulega á hvernig haldið var á Brexit-málum innan hans og kjósendur hafi talið Verkamannaflokkinn hikandi og að reyna að biðla til beggja fylkinga. Þar að auki kennir hann fjölmiðlum, hruninu 2008, dreifingu auðs og óheiðarleika Boris Johnson um ósigurinn.Verkamannaflokkurinn fékk 203 sæti, tapaði 59, og fékk því sína verstu kosningu frá árinu 1935. Verkamannaflokkurinn tapaði í kjördæmum í norðurhluta Englands sem hafa verið „eign“ verkamanna um áratugaskeið eða jafnvel alltaf. Corbyn er þó viss um að Verkamannaflokkurinn hafi verið réttu megin við málefnin, ef svo má að orði komast, og að stefnumál flokksins hafi breytt pólitíska landslaginu á Bretlandi. Þá gefur hann í skyn að ef úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefði ekki verið til staðar, væri hann nú forsætisráðherra. „Það er engin spurning að stefnumál okkar eru vinsæl,“ skrifaði Corbyn meðal annars í grein sem birt var á vef Guardian í gær. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvernig Verkamannaflokkurinn gæti notað reynsluna af þessum kosningum til árangurs í framtíðinni.Því hafi hann kallað eftir sjálfsskoðun Verkamannaflokksins. Þetta er í fyrsta sinn sem Corbyn tjáir sig um ósigurinn með ítarlegum hætti en innan Verkamannaflokksins eru hávær köll um að hann stígi til hliðar, sem hann hefur sagst ætla að gera. Fyrst þurfi þó að velja nýjan leiðtoga. Sunday Times (áskriftarvefur) segir að Corbyn ætli ekki að hætta fyrr en í apríl í fyrsta lagi. Þar sem val á nýjum leiðtoga muni taka einhvern tíma.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Sigríður Björk segir af sér Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira