Að leggja raflínur í jörð Þorsteinn Gunnarsson skrifar 17. desember 2019 08:30 Veðurhamfarir urðu á Norður- og Norðausturlandi snemma haustið 2012 þar sem miklar óveðursskemmdir urðu í Mývatnssveit. Brotnuðu um 100 staurar, rafmagnslaust var í allt að fjóra sólarhringa og aðstæður hinar erfiðustu. Brugðist var hratt við til að koma rafmagni aftur á til notenda. Gripið var til þess ráðs að leggja jarðstreng ofanjarðar til bráðabirgða og honum komið í jörð seinna um haustið. Með þeirri framkvæmd var loftlínukerfið í Mývatnssveit aflagt en í staðinn lagðir þriggja fasa jarðstrengir og svæðið ljósleiðaravætt í leiðinni sem var framsýni. Í óveðurshvellinum í síðustu viku nutum við góðs af því að nánast allar raflínur eru í jörð, rafmagnið hékk inni allan tímann og svo er hægt að grípa til gufustöðvarinnar í Bjarnaflagi ef allt fer á versta veg sem er okkar varaafl. Að leggja raflínur í jörð þar sem því er viðkomið er fjárfesting sem borgar sig, það geta Mývetningar vitnað um. Í Mývatnssveit er víða lítill jarðvegur og því þurfti að grafa jarðstrenginn niður í hraun á köflum í stað þess að plægja hann. Vissulega fylgir því talsvert jarðrask en það er hægt að lágmarka með vönduðum vinnubrögðum og tíminn læknar sárin. Með greininni fylgir samsett mynd frá Grænavatni í Mývatnssveit eftir slíka aðgerð, tekin með 5 ára millibili (mynd af heimasíðu Rarik). Tíminn læknar sárin.RARIK Eyðum nú ekki allri orkunni í að finna sökudólga á víxl vegna afhendingaöryggisleysis raforku. Búið er að margbenda á þetta í mörg án markvissra aðgerða. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum eða um leið og óvissustigi hefur verið aflétt og raforkuflutningur tryggður eftir veðurhvellinn í síðustu viku. Höfundur er sveitarstjóri Skútustaðahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óveður 10. og 11. desember 2019 Skútustaðahreppur Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Veðurhamfarir urðu á Norður- og Norðausturlandi snemma haustið 2012 þar sem miklar óveðursskemmdir urðu í Mývatnssveit. Brotnuðu um 100 staurar, rafmagnslaust var í allt að fjóra sólarhringa og aðstæður hinar erfiðustu. Brugðist var hratt við til að koma rafmagni aftur á til notenda. Gripið var til þess ráðs að leggja jarðstreng ofanjarðar til bráðabirgða og honum komið í jörð seinna um haustið. Með þeirri framkvæmd var loftlínukerfið í Mývatnssveit aflagt en í staðinn lagðir þriggja fasa jarðstrengir og svæðið ljósleiðaravætt í leiðinni sem var framsýni. Í óveðurshvellinum í síðustu viku nutum við góðs af því að nánast allar raflínur eru í jörð, rafmagnið hékk inni allan tímann og svo er hægt að grípa til gufustöðvarinnar í Bjarnaflagi ef allt fer á versta veg sem er okkar varaafl. Að leggja raflínur í jörð þar sem því er viðkomið er fjárfesting sem borgar sig, það geta Mývetningar vitnað um. Í Mývatnssveit er víða lítill jarðvegur og því þurfti að grafa jarðstrenginn niður í hraun á köflum í stað þess að plægja hann. Vissulega fylgir því talsvert jarðrask en það er hægt að lágmarka með vönduðum vinnubrögðum og tíminn læknar sárin. Með greininni fylgir samsett mynd frá Grænavatni í Mývatnssveit eftir slíka aðgerð, tekin með 5 ára millibili (mynd af heimasíðu Rarik). Tíminn læknar sárin.RARIK Eyðum nú ekki allri orkunni í að finna sökudólga á víxl vegna afhendingaöryggisleysis raforku. Búið er að margbenda á þetta í mörg án markvissra aðgerða. Nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum eða um leið og óvissustigi hefur verið aflétt og raforkuflutningur tryggður eftir veðurhvellinn í síðustu viku. Höfundur er sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar