Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 09:17 Borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn vegna þeirra veitinga sem í boði eru í ráðhúsinu. Borgarfulltrúum mörgum er greinilega brugðið vegna upplýsinga um kostnað vegna funda þeirra. Þeir höfðu ekki áttað sig á hinum mikla kostnaði en svo virðist sem þeir lifi í vellystingum og graðki í sig rándýru fíneríinu á kostnað borgarbúa samkvæmt nýlegum fréttum. Þannig kom fram að 360 þúsund krónur fer í hvern fund í að fóðra borgarfulltrúana. Pawel Bartoszek Viðreisn segist hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað vegna borgarstjórnarfundanna. „Mér finnst gott að borgarbúar og borgarfulltrúar séu meðvitaðir um að hver borgarstjórnarfundur kosti hátt í milljón. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fundirnir lengjast og dragast meira inn í nóttina. Og hafa gjarnan verið upp undir tíu tímar á kjörtímabilinu,“ segir Pawel á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann grunar reyndar að heildartalan sé hærri, því til dæmis vanti enn að taka með í reikninginn kostnað vegna innkomu varamanna sem eykst líka að jafnaði eftir því sem fundirnir lengjast.Meirihlutinn þverskallast við Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins velkist ekki í vafa um hverjum er um að kenna. Hún tjáir sig einnig á Facebook og vill greinilega ekki að þessi veislugleði sé kennd við sig. „Meirihlutinn þverskallast við að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9 eða 10 á daginn - margítrekaðar óskir og tillögur hafa komið fram frá okkur í minnihlutanum í þá veru Svarið er alltaf NEI - en málið snýst um gríðarlegan sparnað fyrir borgarbúa,“ segir Vigdís sem bókar að hrikalegar tölur birtist borgarfulltrúum: „Veitingar séu 40 prósent af heildarupphæðinni og þarna séu því mikil tækifæri til sparnaðar. „Sú tillaga hefur margoft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.“ Byrja fyrr Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki tjáir sig einnig um málið á sinni Facebooksíðu. Hún segir borgarfulltrúa vel hafa efni á að borga matinn ofan í sig sjálfir: „Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir. Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“ Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir einnig á fjölda borgarfulltrúa og flokka í borgarstjórn í færslu á Twitter. Það að hafa átta flokka lengir fundi borgarstjórnar enn meira: „Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða,“ segir Katrín.Fundirnir byrja of seint, borgarfulltrúar eru 23 sem er ógeðslega mikið og flokkarnir eru 8 sem lengir fundi enn meira. Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða. https://t.co/FvoWrLlgoy — Katrín Atladóttir (@katrinat) December 3, 2019 Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Borgarfulltrúum mörgum er greinilega brugðið vegna upplýsinga um kostnað vegna funda þeirra. Þeir höfðu ekki áttað sig á hinum mikla kostnaði en svo virðist sem þeir lifi í vellystingum og graðki í sig rándýru fíneríinu á kostnað borgarbúa samkvæmt nýlegum fréttum. Þannig kom fram að 360 þúsund krónur fer í hvern fund í að fóðra borgarfulltrúana. Pawel Bartoszek Viðreisn segist hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað vegna borgarstjórnarfundanna. „Mér finnst gott að borgarbúar og borgarfulltrúar séu meðvitaðir um að hver borgarstjórnarfundur kosti hátt í milljón. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fundirnir lengjast og dragast meira inn í nóttina. Og hafa gjarnan verið upp undir tíu tímar á kjörtímabilinu,“ segir Pawel á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann grunar reyndar að heildartalan sé hærri, því til dæmis vanti enn að taka með í reikninginn kostnað vegna innkomu varamanna sem eykst líka að jafnaði eftir því sem fundirnir lengjast.Meirihlutinn þverskallast við Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins velkist ekki í vafa um hverjum er um að kenna. Hún tjáir sig einnig á Facebook og vill greinilega ekki að þessi veislugleði sé kennd við sig. „Meirihlutinn þverskallast við að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9 eða 10 á daginn - margítrekaðar óskir og tillögur hafa komið fram frá okkur í minnihlutanum í þá veru Svarið er alltaf NEI - en málið snýst um gríðarlegan sparnað fyrir borgarbúa,“ segir Vigdís sem bókar að hrikalegar tölur birtist borgarfulltrúum: „Veitingar séu 40 prósent af heildarupphæðinni og þarna séu því mikil tækifæri til sparnaðar. „Sú tillaga hefur margoft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.“ Byrja fyrr Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki tjáir sig einnig um málið á sinni Facebooksíðu. Hún segir borgarfulltrúa vel hafa efni á að borga matinn ofan í sig sjálfir: „Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir. Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“ Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir einnig á fjölda borgarfulltrúa og flokka í borgarstjórn í færslu á Twitter. Það að hafa átta flokka lengir fundi borgarstjórnar enn meira: „Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða,“ segir Katrín.Fundirnir byrja of seint, borgarfulltrúar eru 23 sem er ógeðslega mikið og flokkarnir eru 8 sem lengir fundi enn meira. Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða. https://t.co/FvoWrLlgoy — Katrín Atladóttir (@katrinat) December 3, 2019
Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði