Móðirin í Tromsø grunuð um manndráp og tilraun til manndráps Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 10:41 Frá Tromsø í Norður-Noregi. Getty Lögregla í Noregi rannsakar nú dauðsföllin í Tromsø sem sakamál og er móðirin grunuð um að hafa banað sjö ára dóttur sinni og tilraun til dráps á fjögurra og eins árs dætrum sínum. Frá þessu greindi norska lögreglan á blaðamannafundi í morgun. Mæðgurnar fundust í sjónum síðdegis í gær og var engin þeirra með lífsmarki. Endurlífgun var þá reynd, en greint var frá því í gærkvöldi að ein stúlknanna, sú sjö ára, hafi þá verið úrskurðuð látin. Í morgun var svo tilkynnt að móðirin, sem var á þrítugsaldri, hafi einnig látið lífið. Hinar dæturnar, eins og fjögurra ára, eru báðar í lífshættu og dvelja nú á Ríkissjúkrahúsinu í Osló.Komu frá Súdan Mæðgurnar eru upprunalega frá Súdan og höfðu landvistarleyfi í Noregi. Faðir barnanna kom til Noregs árið 2015 og kom konan til landsins árið 2017. Fjölskyldan hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Lögregla lagði á blaðamannafundinum í morgun áherslu á að rannsókn sé skammt á veg komin þar sem meðal annars sé unnið eftir þeirri kenningu að konan hafi reynt að bana stúlkunum. Ekki sé þó hægt að útiloka aðkomu annarra að málinu. Faðir stúlknanna er með stöðu vitnis í málinu og var yfirheyrður í gærkvöldi. Lögregla hefur ekki greint frá því hvar hann var staddur þegar tilkynnt var um fundinn. Lögregla þekkir til þess að fólkið eigi aðra fjölskyldumeðlimi í Noregi. Flaggað var í hálfa stöng í Borgtun-skólanum í Tromsø í morgun þar sem sjö ára stúlkan stundaði nám.Yfirgefinn barnavagn Lögreglu var tilkynnt um það klukkan 17:28 að staðartíma í gær að yfirgefinn barnavagn hafi fundist skammt frá sjónum og fótspor sem leiddu niður að sjó. Björgunarlið fann svo fjóra í sjónum skömmu síðar. Alls hafa tíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins að því er fram kemur í frétt NRK. Noregur Tengdar fréttir Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50 Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Lögregla í Noregi rannsakar nú dauðsföllin í Tromsø sem sakamál og er móðirin grunuð um að hafa banað sjö ára dóttur sinni og tilraun til dráps á fjögurra og eins árs dætrum sínum. Frá þessu greindi norska lögreglan á blaðamannafundi í morgun. Mæðgurnar fundust í sjónum síðdegis í gær og var engin þeirra með lífsmarki. Endurlífgun var þá reynd, en greint var frá því í gærkvöldi að ein stúlknanna, sú sjö ára, hafi þá verið úrskurðuð látin. Í morgun var svo tilkynnt að móðirin, sem var á þrítugsaldri, hafi einnig látið lífið. Hinar dæturnar, eins og fjögurra ára, eru báðar í lífshættu og dvelja nú á Ríkissjúkrahúsinu í Osló.Komu frá Súdan Mæðgurnar eru upprunalega frá Súdan og höfðu landvistarleyfi í Noregi. Faðir barnanna kom til Noregs árið 2015 og kom konan til landsins árið 2017. Fjölskyldan hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. Lögregla lagði á blaðamannafundinum í morgun áherslu á að rannsókn sé skammt á veg komin þar sem meðal annars sé unnið eftir þeirri kenningu að konan hafi reynt að bana stúlkunum. Ekki sé þó hægt að útiloka aðkomu annarra að málinu. Faðir stúlknanna er með stöðu vitnis í málinu og var yfirheyrður í gærkvöldi. Lögregla hefur ekki greint frá því hvar hann var staddur þegar tilkynnt var um fundinn. Lögregla þekkir til þess að fólkið eigi aðra fjölskyldumeðlimi í Noregi. Flaggað var í hálfa stöng í Borgtun-skólanum í Tromsø í morgun þar sem sjö ára stúlkan stundaði nám.Yfirgefinn barnavagn Lögreglu var tilkynnt um það klukkan 17:28 að staðartíma í gær að yfirgefinn barnavagn hafi fundist skammt frá sjónum og fótspor sem leiddu niður að sjó. Björgunarlið fann svo fjóra í sjónum skömmu síðar. Alls hafa tíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins að því er fram kemur í frétt NRK.
Noregur Tengdar fréttir Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50 Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Konan sem fannst í sjónum í Tromsø er látin Fjórar manneskjur fundust ekki með lífsmarki í sjónum í Tromsø í gærkvöldi. 3. desember 2019 07:50
Eitt barn látið: Kona og þrjú börn fundust í sjónum við Noreg Vegfarandi hafði séð slóð frá barnavagni á ströndinni og út í sjó og lét lögreglu vita. 2. desember 2019 20:32