Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 10:48 Borgarfulltrúi Flokks fólksins: Ég borða sennilega aldrei eins lítið og á þessum fundum sem eru stundum 10 tímar visir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, á ekki orð yfir þeim kostnaði við borgarstjórnarfundina sem frá hefur verið greint. Meðalkostnaður fyrir hvern fund á kjörtímabilinu er um 850.000. krónur vegna veitinga fyrir borgarstjórn, vegna útsendinga á vef Reykjavíkurborgar og í útvarpi og vegna yfirvinnu húsvarða í Ráðhúsi frá kl. 18.00. „Allur þessi dýrindis matur og drykkir,“ sem lýst hefur verið fjálglega í fjölmiðlum að sögn Kolbrúnar, „hefur farið fram hjá mér. Ég borða sennilega aldrei eins lítið og á þessum fundum sem eru stundum 10 tímar.“ Þannig að einhverjir aðrir borgarfulltrúar og starfsmenn Ráðhússins eru í því að raða í sig. Kolbrún segir að frammi bjóðist kaffi, kex og stundum eitthvað grænmeti. „Og í kvöldmat förum við niður í mötuneyti þar sem borðað er ágætur matur sem klárlega er oft samsettur úr afgöngum sem ég hef verið afar ánægð með. Einstaka máltíð hefur verið frá Múlakaffi. En þetta er vissulega stór hópur sem borðar.“ Kolbrún lét bóka um kostnaðinn að hún hafi rætt tæknimálin sérstaklega við tæknimenn og þeim ber saman um að kostnaðurinn sé óeðlilegur. „Tæknihlutinn er að taka stærstan hluta af þessari upphæð. Gæði útsendinga eru auk þess léleg, hljóð og mynd fer ekki saman. Ef borið er saman við útsendingar Alþingis má sjá gríðarlegan mun. Hér þarf að skoða málin ofan í kjölinn og auðvitað finna aðra leið. Þessa upphæð mætti lækka um helming í það minnsta hvað varðar tæknilegu málin. Borgarfulltrúi gerir þá kröfu að þeir sem annast þessi mál taki þetta til gaumgæfilegrar athugunar, geri verðkönnun og samanburð sem þarf til að finna ódýrari leiðir. Útboð þarf að vera á öllum kostnaðarþáttum að sjálfsögðu jafnvel þótt áætlun um kostnað nái ekki viðmiði innkaupareglna.“Fundur í borgarstjórn stendur yfir og geta því lesendur séð gæðin í útsendingunni. Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, á ekki orð yfir þeim kostnaði við borgarstjórnarfundina sem frá hefur verið greint. Meðalkostnaður fyrir hvern fund á kjörtímabilinu er um 850.000. krónur vegna veitinga fyrir borgarstjórn, vegna útsendinga á vef Reykjavíkurborgar og í útvarpi og vegna yfirvinnu húsvarða í Ráðhúsi frá kl. 18.00. „Allur þessi dýrindis matur og drykkir,“ sem lýst hefur verið fjálglega í fjölmiðlum að sögn Kolbrúnar, „hefur farið fram hjá mér. Ég borða sennilega aldrei eins lítið og á þessum fundum sem eru stundum 10 tímar.“ Þannig að einhverjir aðrir borgarfulltrúar og starfsmenn Ráðhússins eru í því að raða í sig. Kolbrún segir að frammi bjóðist kaffi, kex og stundum eitthvað grænmeti. „Og í kvöldmat förum við niður í mötuneyti þar sem borðað er ágætur matur sem klárlega er oft samsettur úr afgöngum sem ég hef verið afar ánægð með. Einstaka máltíð hefur verið frá Múlakaffi. En þetta er vissulega stór hópur sem borðar.“ Kolbrún lét bóka um kostnaðinn að hún hafi rætt tæknimálin sérstaklega við tæknimenn og þeim ber saman um að kostnaðurinn sé óeðlilegur. „Tæknihlutinn er að taka stærstan hluta af þessari upphæð. Gæði útsendinga eru auk þess léleg, hljóð og mynd fer ekki saman. Ef borið er saman við útsendingar Alþingis má sjá gríðarlegan mun. Hér þarf að skoða málin ofan í kjölinn og auðvitað finna aðra leið. Þessa upphæð mætti lækka um helming í það minnsta hvað varðar tæknilegu málin. Borgarfulltrúi gerir þá kröfu að þeir sem annast þessi mál taki þetta til gaumgæfilegrar athugunar, geri verðkönnun og samanburð sem þarf til að finna ódýrari leiðir. Útboð þarf að vera á öllum kostnaðarþáttum að sjálfsögðu jafnvel þótt áætlun um kostnað nái ekki viðmiði innkaupareglna.“Fundur í borgarstjórn stendur yfir og geta því lesendur séð gæðin í útsendingunni.
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Ljóst er að borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn sem er vegna veitinga við þeirra eigin fundahöld. 3. desember 2019 09:17
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30