Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir að miðað við þær tillögur sem nú er unnið útfrá gæti miðhálendisþjóðgarður orðið sá stærsti eða næststærsti í Evrópu. Vísir/vilhelm Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fékk í gær í hendur skýrslu nefndar sem vann tillögur að því hvernig mætti standa að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta. „Þetta eru þá þeirra tillögur um hvernig megi standa að því, yfir hve stórt svæði hann eigi að ná, hvers konar stjórnfyrirkomulag eigi að vera og svo framvegis,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel þetta vera þjóðgarð á miðhálendinu, geta orðið okkar stærsta framlag til náttúruverndar fyrr og síðar á Íslandi.“ Hann muni byggja lagafrumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á tillögum nefndarinnar. Tillögurnar nýtist svo áfram í framhaldinu. Í gær var framlengdur umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um áform um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð framlengdur til 9. desember. Þegar hafa borist bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um áformin. Meðal þeirra sem lýsa efasemdum er sveitarfélagið Skagafjörður sem segir í umsögn sinni að með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Því kveðst ráðherra ósammála. „Ég tel svo ekki vera. Því að stjórnfyrirkomulagið sem við erum að koma upp er með þeim hætti að þar er í rauninni bæði ríki og sveitarfélög sem koma að allri stefnumótun og að auki við það líka félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu og frá bændum eins og þetta er lagt fram í gegnum sérstök svæðisráð sem eiga að móta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann líti svo á að stofnun þjóðgarðs sé gott stjórntæki og slíkt skref væri ekki aðeins jákvætt í þágu náttúruverndar heldur einnig efnahagslega. „Rannsóknir hérna heima á Íslandi hafa sýnt að fyrir hverja krónu sem hið opinbera er að setja inn í þjóðgarða og friðlýst svæði séu 23 að skila sér til þjóðarbúsins til baka,“ segir Guðmundur Ingi. Miðað við fyrirliggjandi tillögur er um nokkuð stórt svæði að ræða. „Svæðið er sem að þarna er lagt til um 33% af landinu og nú þegar er reyndar helmingurinn af því innan Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra friðlýstra svæða á hálendinu og mér skilst að þetta yrði sá stærsti í Evrópu, og ef ekki þá sá næst stærsti. Við skulum hafa þann varann á,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fékk í gær í hendur skýrslu nefndar sem vann tillögur að því hvernig mætti standa að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Nefndin var skipuð fulltrúum allra flokka á þingi og fulltrúum sveitarfélaga og ráðuneyta. „Þetta eru þá þeirra tillögur um hvernig megi standa að því, yfir hve stórt svæði hann eigi að ná, hvers konar stjórnfyrirkomulag eigi að vera og svo framvegis,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég tel þetta vera þjóðgarð á miðhálendinu, geta orðið okkar stærsta framlag til náttúruverndar fyrr og síðar á Íslandi.“ Hann muni byggja lagafrumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á tillögum nefndarinnar. Tillögurnar nýtist svo áfram í framhaldinu. Í gær var framlengdur umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um áform um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð framlengdur til 9. desember. Þegar hafa borist bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir um áformin. Meðal þeirra sem lýsa efasemdum er sveitarfélagið Skagafjörður sem segir í umsögn sinni að með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Því kveðst ráðherra ósammála. „Ég tel svo ekki vera. Því að stjórnfyrirkomulagið sem við erum að koma upp er með þeim hætti að þar er í rauninni bæði ríki og sveitarfélög sem koma að allri stefnumótun og að auki við það líka félagasamtök, aðilar í ferðaþjónustu og frá bændum eins og þetta er lagt fram í gegnum sérstök svæðisráð sem eiga að móta stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann líti svo á að stofnun þjóðgarðs sé gott stjórntæki og slíkt skref væri ekki aðeins jákvætt í þágu náttúruverndar heldur einnig efnahagslega. „Rannsóknir hérna heima á Íslandi hafa sýnt að fyrir hverja krónu sem hið opinbera er að setja inn í þjóðgarða og friðlýst svæði séu 23 að skila sér til þjóðarbúsins til baka,“ segir Guðmundur Ingi. Miðað við fyrirliggjandi tillögur er um nokkuð stórt svæði að ræða. „Svæðið er sem að þarna er lagt til um 33% af landinu og nú þegar er reyndar helmingurinn af því innan Vatnajökulsþjóðgarðs og annarra friðlýstra svæða á hálendinu og mér skilst að þetta yrði sá stærsti í Evrópu, og ef ekki þá sá næst stærsti. Við skulum hafa þann varann á,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent