Mitt álit á dönskukennslu í grunnskólum á Íslandi Óskar Guðnason skrifar 4. desember 2019 15:30 Ljóst er að það á að fórna íslenskunni fyrir dönskuna áfram. Gamla nýlenduveldið Danmörk er búið að borga hluta af dönskunáminu á Íslandi fram í tímann og íslenskir unglingar eru skyldaðir til þess að læra dönsku, þrjá tíma á viku. Það er svo gott fyrir samskiptin við Norðurlönd þar sem flestir tala reyndar ensku við Íslendinga! Í dönskum framhaldsskólum og æðri menntastofnunum í Danmörku og líka annars staðar á Norðurlöndum er allt kennt á ensku fyrir útlendinga þ.á.m. Íslendinga - vegna Evrópusambandsins. En samt skal hafa þrjá tíma á viku í dönsku í unglingaskólum á Íslandi þó svo að stór hluti af unglingunum skilji ekki íslensku og geti því ekki skilið almennilega og lært önnur fög sem að kennd eru á íslensku í skólunum á Íslandi. Og nú á að auka álagið á þau, án þess að minnst sé á að minnka dönskukennslu eða gera hana að valfagi. Og ekki er tvítyngdum börnum eða foreldrum þeirra bent á að börnin þeirra séu ekki skyldug til þess að læra dönsku - eða ensku. Nei skólarnir gera það ekki samkvæmt skipun að ofan virðist vera. Er það af því að skólunum ber skylda til að kenna börnum á þeirra móðurmáli - t.d. pólsku, tælensku o.s.frv. En hvar er það gert? Nei, það er ekki minnst á það við skólasetningu á hausti. En lögð er rík áhersla á dönskukúgunina áfram. Hún sé svo nauðsynleg. Hve mörg börn ætli séu inni á dönsku efni í símunum sínum dags daglega? Dönskunámið er eingöngu til þess að auka álagið á íslenska grunnskólanemendur - álag sem að nú þegar er orðið mjög mikið. Til dæmis vegna áhugamála utan skóla. En haldið skal í úrelta gamla hugmynd um tengsl Norðurlandanna og íslenskum ungmennum skal fórnað fyrir dönsku konungshirðina.Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að það á að fórna íslenskunni fyrir dönskuna áfram. Gamla nýlenduveldið Danmörk er búið að borga hluta af dönskunáminu á Íslandi fram í tímann og íslenskir unglingar eru skyldaðir til þess að læra dönsku, þrjá tíma á viku. Það er svo gott fyrir samskiptin við Norðurlönd þar sem flestir tala reyndar ensku við Íslendinga! Í dönskum framhaldsskólum og æðri menntastofnunum í Danmörku og líka annars staðar á Norðurlöndum er allt kennt á ensku fyrir útlendinga þ.á.m. Íslendinga - vegna Evrópusambandsins. En samt skal hafa þrjá tíma á viku í dönsku í unglingaskólum á Íslandi þó svo að stór hluti af unglingunum skilji ekki íslensku og geti því ekki skilið almennilega og lært önnur fög sem að kennd eru á íslensku í skólunum á Íslandi. Og nú á að auka álagið á þau, án þess að minnst sé á að minnka dönskukennslu eða gera hana að valfagi. Og ekki er tvítyngdum börnum eða foreldrum þeirra bent á að börnin þeirra séu ekki skyldug til þess að læra dönsku - eða ensku. Nei skólarnir gera það ekki samkvæmt skipun að ofan virðist vera. Er það af því að skólunum ber skylda til að kenna börnum á þeirra móðurmáli - t.d. pólsku, tælensku o.s.frv. En hvar er það gert? Nei, það er ekki minnst á það við skólasetningu á hausti. En lögð er rík áhersla á dönskukúgunina áfram. Hún sé svo nauðsynleg. Hve mörg börn ætli séu inni á dönsku efni í símunum sínum dags daglega? Dönskunámið er eingöngu til þess að auka álagið á íslenska grunnskólanemendur - álag sem að nú þegar er orðið mjög mikið. Til dæmis vegna áhugamála utan skóla. En haldið skal í úrelta gamla hugmynd um tengsl Norðurlandanna og íslenskum ungmennum skal fórnað fyrir dönsku konungshirðina.Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari.