Stjarna Björgvins fjarlægð úr gangstéttinni eftir kröfubréf frá Hollywood Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:00 Fyrrum stjarna. Vísir/Vilhelm Stjarna Björgvins Halldórssonar, söngvara, sem komið var fyrir í gangstéttinni við Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að bæjaryfirvöldum barst kröfubréf frá viðskiptaráði Hollywood þar sem vakin var athygli á því að stjarnan væri höfundaréttarvarin. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. RÚV greindi fyrst frá. Björgvin var fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlotnaðist sá heiður að fá nafn sitt grafið í stéttina við Bæjarbíó en stjarnan var afhjúpuð í júlí við hátíðlega athöfn. Var hugmyndin að heiðra íslenska tónlistarmenn á svipaðan hátt og gert er í Hollywood á The Walk of Fame. Viðskiptaráð Hollywood hafði fregnir af þessu framtaki og sendi Hafnarfjarðarbæ bréf í ágúst síðastliðnum vegna málsins. Viðskiptaráðið kvartaði undan ólögmætri notkun bæjarins á stjörnunni sem væri varin höfundarrétti. Var þess krafist að hún yrði fjarlægð án tafar.Stjarnan sem nú hefur verið fjarlægð.Á bæjarráðsfundinum í gær var svarbréf bæjarins lagt fram en það er dagsett þann 3. desember. Þar segir að bærinn hafi ekki ætlað sér að notast við vernduð vörumerki eða annað höfundaréttarvarið efni. Jafnframt er tekið fram að bæjaryfirvöld telji að það hafi ekki heldur verið ætlan Bæjarbíós. Þó er vakin athygli á því í svarbréfinu að þótt Hollywood-stjarnan sé varin höfundarrétti í Bandaríkjunum þurfi það ekki að þýða að sá réttur yrði staðfestur fyrir íslenskum eða evrópskum dómstólum. Þannig séu engin dómafordæmi eða bein lagastoð fyrir hendi til að staðfesta það. Bæjarráð virði hins vegar hugverkarétt viðskiptaráðsins í Hollywood og hafi því fjarlægt stjörnuna. Hafnarfjörður Hollywood Tónlist Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Stjarna Björgvins Halldórssonar, söngvara, sem komið var fyrir í gangstéttinni við Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að bæjaryfirvöldum barst kröfubréf frá viðskiptaráði Hollywood þar sem vakin var athygli á því að stjarnan væri höfundaréttarvarin. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. RÚV greindi fyrst frá. Björgvin var fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlotnaðist sá heiður að fá nafn sitt grafið í stéttina við Bæjarbíó en stjarnan var afhjúpuð í júlí við hátíðlega athöfn. Var hugmyndin að heiðra íslenska tónlistarmenn á svipaðan hátt og gert er í Hollywood á The Walk of Fame. Viðskiptaráð Hollywood hafði fregnir af þessu framtaki og sendi Hafnarfjarðarbæ bréf í ágúst síðastliðnum vegna málsins. Viðskiptaráðið kvartaði undan ólögmætri notkun bæjarins á stjörnunni sem væri varin höfundarrétti. Var þess krafist að hún yrði fjarlægð án tafar.Stjarnan sem nú hefur verið fjarlægð.Á bæjarráðsfundinum í gær var svarbréf bæjarins lagt fram en það er dagsett þann 3. desember. Þar segir að bærinn hafi ekki ætlað sér að notast við vernduð vörumerki eða annað höfundaréttarvarið efni. Jafnframt er tekið fram að bæjaryfirvöld telji að það hafi ekki heldur verið ætlan Bæjarbíós. Þó er vakin athygli á því í svarbréfinu að þótt Hollywood-stjarnan sé varin höfundarrétti í Bandaríkjunum þurfi það ekki að þýða að sá réttur yrði staðfestur fyrir íslenskum eða evrópskum dómstólum. Þannig séu engin dómafordæmi eða bein lagastoð fyrir hendi til að staðfesta það. Bæjarráð virði hins vegar hugverkarétt viðskiptaráðsins í Hollywood og hafi því fjarlægt stjörnuna.
Hafnarfjörður Hollywood Tónlist Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira