Vill að hætt verði að halda villt spendýr í Húsdýragarðinum Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 13:38 Hildur Björnsdóttir segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem snýr að því að borgin hætti að halda villt spendýr, fugla, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Nokkur umræða spratt aftur upp um aðbúnað sela og villtra dýra almennt í Húsdýragarðinum eftir að tilkynnt var að Snorri, um þrítugur selur, hafi drepist í síðasta mánuði. Hildur segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum.“ Hún segir að sér þyki mjög eðlilegt að borgin hætti að halda villt dýr og halda þeim lokuðum í Húsdýragarðinum. „Þá einbeitum við okkur frekar að því að hafa húsdýr sem er hægt að bjóða upp á góð skilyrði. Þá geti börn og fjölskyldur áfram kynnst þessum húsdýrum í einhverju eðlilegu og góðu umhverfi þar sem þeim líður vel.“ Snorri kom í heiminn árið 1989.Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Unnið til dæmis í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð segir að unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar megi finna í Húsdýragarðinum, það er hvort þeim verði unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. „Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu „Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur,“ segir í tillögunni sem hefur verið vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Uppfært með viðtali við Hildi í Bítinu á Bylgjunni 9. desember. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem snýr að því að borgin hætti að halda villt spendýr, fugla, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Nokkur umræða spratt aftur upp um aðbúnað sela og villtra dýra almennt í Húsdýragarðinum eftir að tilkynnt var að Snorri, um þrítugur selur, hafi drepist í síðasta mánuði. Hildur segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum.“ Hún segir að sér þyki mjög eðlilegt að borgin hætti að halda villt dýr og halda þeim lokuðum í Húsdýragarðinum. „Þá einbeitum við okkur frekar að því að hafa húsdýr sem er hægt að bjóða upp á góð skilyrði. Þá geti börn og fjölskyldur áfram kynnst þessum húsdýrum í einhverju eðlilegu og góðu umhverfi þar sem þeim líður vel.“ Snorri kom í heiminn árið 1989.Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Unnið til dæmis í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð segir að unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar megi finna í Húsdýragarðinum, það er hvort þeim verði unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. „Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu „Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur,“ segir í tillögunni sem hefur verið vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Uppfært með viðtali við Hildi í Bítinu á Bylgjunni 9. desember.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði