Slitgigtinni gefið langt nef í Grímsnes og Grafningshreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. nóvember 2019 19:00 Alsæll hópur í íþróttahúsinu á Borg með námskeið Slitgigtarskólans Færni, sem þær Þórfríður Soffía og Hildigunnur Hjörleifsdóttir, löggiltir sjúkraþjálfarar eru með. Næsta námskeið hjá þeim á Borg byrjar 8. janúar 2020. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Slitgigt getur reynst mörgum erfið með tilheyrandi verkjum og óþægindum. Nokkrir íbúar í Grímsnes og Grafningshreppi hafa gefið gigtinni langt nef með því að hittast tvisvar í viku og gera æfingar til að minnka verki og bæta líkamsástand sitt. Á Borg í Grímsnesi er íþróttamiðstöð, sem iðar að lífi alla daga. Núna er átta vikna námskeiði í Slitgigtarskólanum Færni að ljúka fyrir fólk með slitgigt í hnjám og mjöðmum. Gleði ríkir í íþróttahúsinu enda gott að hreyfa sig og gera mismunandi styrktaræfingar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið að losa sig við slitgigtina. „Það er bara rosalega gaman, við erum búin að vera í þessum æfingum síðan í janúar í fyrra, þetta er meiriháttar“, segir Elín Lára Sigurðardóttir, þátttakandi á námskeiðinu. „Þetta bjargaði í lífi mínu, ég væri í hjólastól ef ég væri ekki á þessu námskeiði með þessar góðu konur til að segja okkur til, alveg frábært“, segir Karen Jónsdóttir, þátttakandi á námskeiðinu. Hún segir æfingarnar frekar léttar en ef hún sinnir þeim og tekur vel á þeim þá séu þær mjög góðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar, sem þarf að gera til að losna við eða minka slitgigtina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Tómas J. Brandsson, bóndi á Ormsstöðum er ánægður með námskeiðið. „Námskeiðið er æðislega gott, þetta er bara frábært og sjálfsagt að taka þátt í svona skemmtilegu námskeið“, segir hann.Hjón hafa verið dugleg að taka þátt í námskeiðunum, hér eru hjónin frá Stærri Bæ, þau Kristín og Þorkell.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað gerir svona námskeið fyrir þátttakendur? „Fólk bætir náttúrulega bæði styrk og lífsgæði og fær meira sjálfstraust að hreyfa sig, það skiptir svo miklu máli. Það er algjört lykilatriði fyrir eldri borgara að hreyfa sig, því það minkar verkjalyfjanotkun, lætur því líða vel og það getur hugsað betur um barnabörnin“, segir Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, leiðbeinandi og sjúkraþjálfari. Elín Lára hefur sótt nokkur námskeið hjá þeim Þórfríði og Hildigunni og er alsæl með þau og þann árangur, sem hún hefur náð undir þeirra stjórn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Slitgigt getur reynst mörgum erfið með tilheyrandi verkjum og óþægindum. Nokkrir íbúar í Grímsnes og Grafningshreppi hafa gefið gigtinni langt nef með því að hittast tvisvar í viku og gera æfingar til að minnka verki og bæta líkamsástand sitt. Á Borg í Grímsnesi er íþróttamiðstöð, sem iðar að lífi alla daga. Núna er átta vikna námskeiði í Slitgigtarskólanum Færni að ljúka fyrir fólk með slitgigt í hnjám og mjöðmum. Gleði ríkir í íþróttahúsinu enda gott að hreyfa sig og gera mismunandi styrktaræfingar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið að losa sig við slitgigtina. „Það er bara rosalega gaman, við erum búin að vera í þessum æfingum síðan í janúar í fyrra, þetta er meiriháttar“, segir Elín Lára Sigurðardóttir, þátttakandi á námskeiðinu. „Þetta bjargaði í lífi mínu, ég væri í hjólastól ef ég væri ekki á þessu námskeiði með þessar góðu konur til að segja okkur til, alveg frábært“, segir Karen Jónsdóttir, þátttakandi á námskeiðinu. Hún segir æfingarnar frekar léttar en ef hún sinnir þeim og tekur vel á þeim þá séu þær mjög góðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar, sem þarf að gera til að losna við eða minka slitgigtina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Tómas J. Brandsson, bóndi á Ormsstöðum er ánægður með námskeiðið. „Námskeiðið er æðislega gott, þetta er bara frábært og sjálfsagt að taka þátt í svona skemmtilegu námskeið“, segir hann.Hjón hafa verið dugleg að taka þátt í námskeiðunum, hér eru hjónin frá Stærri Bæ, þau Kristín og Þorkell.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað gerir svona námskeið fyrir þátttakendur? „Fólk bætir náttúrulega bæði styrk og lífsgæði og fær meira sjálfstraust að hreyfa sig, það skiptir svo miklu máli. Það er algjört lykilatriði fyrir eldri borgara að hreyfa sig, því það minkar verkjalyfjanotkun, lætur því líða vel og það getur hugsað betur um barnabörnin“, segir Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, leiðbeinandi og sjúkraþjálfari. Elín Lára hefur sótt nokkur námskeið hjá þeim Þórfríði og Hildigunni og er alsæl með þau og þann árangur, sem hún hefur náð undir þeirra stjórn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira