Óttast flótta verði starfsaðstæður í leik- og grunnskólum ekki jafnaðar Birgir Olgeirsson skrifar 21. nóvember 2019 21:00 Formaður leikskólastjórnenda óttast flótta þegar leikskólakennarar öðlast kennsluréttindi í grunnskólum um áramótin. Jafna þarf starfsaðstæður á milli grunnskóla og leikskóla til að koma í veg fyrir það. Kennarar fá eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum um áramótin. Formaður Félags stjórnenda leikskóla segir hljóðið þungt í félagsmönnum á svæðum þar sem vantar kennara til starfa. „Það hafa fréttir borist af Austurlandi þar sem leikskólastjórar hafa lýst yfir miklum áhyggjum og það er vert að hlusta á þær,“ segir Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að það er mikil vöntun á leikskólakennurum. Ef það verður einhver flótti úr leikskólum í Reykjavík, þá verður vandinn mikill.“ Jafna þurfi starfsaðstæður starfsfólks leikskóla og grunnskóla. „Í dag er það þannig að leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla vinnur 40 tíma á viku. Í grunnskólanum er starfstíminn öðruvísi. Þar eru vetrarfrí, páskafrí og jólafrí. Allt þetta heillar menntaða kennara, að komast inn í slíkar aðstæður.“ Launakjörin hafi verið jöfnuð að mestu leyti. Í grunnskólum séu þó fleiri yfirvinnumöguleikar. Sigurður segir leikskólann eiga mörg ár fyrir höndum að lagfæra þann skaða sem hlýst ef ekki verður gripið inn í. „Ég vonast til þess að við náum að leysa þessi mál því kjarasamningar félaga kennarasambandsins eru lausir núna. Við erum að fara að hefja viðræður við sambandið núna og ég vona að við getum rætt þessi mál þar og leyst þau.“ Kjaramál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Formaður leikskólastjórnenda óttast flótta þegar leikskólakennarar öðlast kennsluréttindi í grunnskólum um áramótin. Jafna þarf starfsaðstæður á milli grunnskóla og leikskóla til að koma í veg fyrir það. Kennarar fá eitt leyfisbréf til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum um áramótin. Formaður Félags stjórnenda leikskóla segir hljóðið þungt í félagsmönnum á svæðum þar sem vantar kennara til starfa. „Það hafa fréttir borist af Austurlandi þar sem leikskólastjórar hafa lýst yfir miklum áhyggjum og það er vert að hlusta á þær,“ segir Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af höfuðborgarsvæðinu. „Ég veit að það er mikil vöntun á leikskólakennurum. Ef það verður einhver flótti úr leikskólum í Reykjavík, þá verður vandinn mikill.“ Jafna þurfi starfsaðstæður starfsfólks leikskóla og grunnskóla. „Í dag er það þannig að leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla vinnur 40 tíma á viku. Í grunnskólanum er starfstíminn öðruvísi. Þar eru vetrarfrí, páskafrí og jólafrí. Allt þetta heillar menntaða kennara, að komast inn í slíkar aðstæður.“ Launakjörin hafi verið jöfnuð að mestu leyti. Í grunnskólum séu þó fleiri yfirvinnumöguleikar. Sigurður segir leikskólann eiga mörg ár fyrir höndum að lagfæra þann skaða sem hlýst ef ekki verður gripið inn í. „Ég vonast til þess að við náum að leysa þessi mál því kjarasamningar félaga kennarasambandsins eru lausir núna. Við erum að fara að hefja viðræður við sambandið núna og ég vona að við getum rætt þessi mál þar og leyst þau.“
Kjaramál Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira