Situr uppi með rándýrt læknisvottorð og 600 þúsund króna reikning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 13:25 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins. Heildarkostnaður vegna vottorðsins var 140 þúsund krónur. Sjóvá hafnaði að greiða reikninginn meðal annars á þeim grundvelli að um ónauðsynlegt vottorð væri að ræða. Fyrirtækið kvaðst reiðubúið að greiða 50 þúsund krónur sem fyrirtækið og gerði í febrúar 2017. Eftir stóðu 90 þúsund krónur sem tekist var á um fyrir dómstólum. Fyrir dómi kom fram í máli lögmanns Sjóvá að 140 þúsund krónur væru óhóflegt gjald fyrir læknisvottorð. Konan hefði sótt það af sjálfsdáðum en það hefði verið ónauðsynlegt. Bótauppgjör vegna slyss konunnar fór fram í júlí 2017 og var tjónskvittun gefin út í ágúst sama ár. Krafa konunnar um greiðslu á eftirstöðvum læknisvottorðsins var ekki á meðal þeirra krafna sem greiddar voru við bótauppgjörið.Í niðurstöðu dómsins segir að konan hefði þurft að láta slíkt í ljós í fyrirvara lögmanns hennar við bótauppgjörið. Það hafi ekki verið gert og sé sérlega nærtækt enda hafði Sjóvá áður hafnað kröfu um greiðslu fyrir vottorðið. Hafnaði dómstóllinn kröfu konunnar um greiðslu vegna læknisvottorðsins. Samkvæmt lögum um einkamál ber konunni að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sameiginlega 600 þúsund krónur. Hún situr því uppi með þá greiðslu til viðbótar við 90 þúsund krónurnar sem konan vildi fá úr vasa fyrirtækisins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins. Heildarkostnaður vegna vottorðsins var 140 þúsund krónur. Sjóvá hafnaði að greiða reikninginn meðal annars á þeim grundvelli að um ónauðsynlegt vottorð væri að ræða. Fyrirtækið kvaðst reiðubúið að greiða 50 þúsund krónur sem fyrirtækið og gerði í febrúar 2017. Eftir stóðu 90 þúsund krónur sem tekist var á um fyrir dómstólum. Fyrir dómi kom fram í máli lögmanns Sjóvá að 140 þúsund krónur væru óhóflegt gjald fyrir læknisvottorð. Konan hefði sótt það af sjálfsdáðum en það hefði verið ónauðsynlegt. Bótauppgjör vegna slyss konunnar fór fram í júlí 2017 og var tjónskvittun gefin út í ágúst sama ár. Krafa konunnar um greiðslu á eftirstöðvum læknisvottorðsins var ekki á meðal þeirra krafna sem greiddar voru við bótauppgjörið.Í niðurstöðu dómsins segir að konan hefði þurft að láta slíkt í ljós í fyrirvara lögmanns hennar við bótauppgjörið. Það hafi ekki verið gert og sé sérlega nærtækt enda hafði Sjóvá áður hafnað kröfu um greiðslu fyrir vottorðið. Hafnaði dómstóllinn kröfu konunnar um greiðslu vegna læknisvottorðsins. Samkvæmt lögum um einkamál ber konunni að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sameiginlega 600 þúsund krónur. Hún situr því uppi með þá greiðslu til viðbótar við 90 þúsund krónurnar sem konan vildi fá úr vasa fyrirtækisins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira