Kenna lestur með nýrri tækni í grunnskólunum í Breiðholti Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. nóvember 2019 07:15 Nemendur eru paraðir saman og lesa upp fyrir hvert annað þegar notuð er PALS lestrarkennsla. „Skólastarfið er þróunarstarf og við erum sífellt að leita leiða til að auka árangur nemenda okkar,“ segir Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla. Skólinn skrifaði nýlega undir starfssamning um innleiðingu nýrrar kennsluaðferðar í lestri ásamt fjórum öðrum grunnskólum hverfisins, Ölduselsskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Aðferðin, PALS, hentar að sögn Lovísu Guðrúnar vel í kennslu fjölbreyttra nemendahópa. „Nemendur vinna saman í pörum og eru paraðir saman út frá lestrarfærni þannig að allir fá lesefni við hæfi sem er lykilforsenda þess að árangur náist,“ segir Lovísa. „Nemendur vinna tveir og tveir saman eftir fyrirfram ákveðnu ferli. PALS-aðferðin eða Pör að læra saman, einkennist af skýrri uppbyggingu kennslustunda þar sem áhersla er á virkni nemenda allan tímann,“ segir hún og bætir við að aðferðin geti veitt nemendum öryggi því hún felur í sér að börnin viti hvernig kennslustundin er uppbyggð.PALS-lestrartæknin hentar einkar vel þar sem er fjölbreyttur hópur nemenda.„Nemendur vita alltaf hvað kemur næst í vinnuferlinu. Það að vita ekki hvað á að gera næst getur orsakað óöryggi hjá sumum nemendum,“ segir hún. Kennslan fer þannig fram að þeir nemendur sem paraðir eru saman lesa til skiptis upp hvor fyrir annan og eru leiðréttir af félaga sínum ef þeir lesa rangt orð eða hljóð. Reglulegt hrós er einnig hluti af aðferðinni og er gefið samhliða lestrinum til að hvetja nemendur áfram. Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að innleiðingu PALS á Íslandi og segir hún rannsóknir benda til þess að flestir nemendur sem noti aðferðina sýni meiri framfarir í námi en þeir sem ekki nota hana. Hulda Karen gefur grunnskólum í Breiðholti námskeiðin sem kennararnir sækja í námstækninni en skólarnir greiða sjálfir fyrir námsefnið sem notað er. Hún segir PALS gagnast vel alls staðar en að Breiðholtið sé góður staður til að byrja á. „Ástæðan fyrir gjöfinni er fyrst og fremst sú að í grunnskólunum í Breiðholtinu stundar einstaklega fjölbreyttur nemendahópur nám og PALS, sem er raunprófuð aðferð, nýtist sérlega vel við þannig aðstæður,“ segir Hulda. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Skólastarfið er þróunarstarf og við erum sífellt að leita leiða til að auka árangur nemenda okkar,“ segir Lovísa Guðrún Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Hólabrekkuskóla. Skólinn skrifaði nýlega undir starfssamning um innleiðingu nýrrar kennsluaðferðar í lestri ásamt fjórum öðrum grunnskólum hverfisins, Ölduselsskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla. Aðferðin, PALS, hentar að sögn Lovísu Guðrúnar vel í kennslu fjölbreyttra nemendahópa. „Nemendur vinna saman í pörum og eru paraðir saman út frá lestrarfærni þannig að allir fá lesefni við hæfi sem er lykilforsenda þess að árangur náist,“ segir Lovísa. „Nemendur vinna tveir og tveir saman eftir fyrirfram ákveðnu ferli. PALS-aðferðin eða Pör að læra saman, einkennist af skýrri uppbyggingu kennslustunda þar sem áhersla er á virkni nemenda allan tímann,“ segir hún og bætir við að aðferðin geti veitt nemendum öryggi því hún felur í sér að börnin viti hvernig kennslustundin er uppbyggð.PALS-lestrartæknin hentar einkar vel þar sem er fjölbreyttur hópur nemenda.„Nemendur vita alltaf hvað kemur næst í vinnuferlinu. Það að vita ekki hvað á að gera næst getur orsakað óöryggi hjá sumum nemendum,“ segir hún. Kennslan fer þannig fram að þeir nemendur sem paraðir eru saman lesa til skiptis upp hvor fyrir annan og eru leiðréttir af félaga sínum ef þeir lesa rangt orð eða hljóð. Reglulegt hrós er einnig hluti af aðferðinni og er gefið samhliða lestrinum til að hvetja nemendur áfram. Hulda Karen Daníelsdóttir átti frumkvæði að innleiðingu PALS á Íslandi og segir hún rannsóknir benda til þess að flestir nemendur sem noti aðferðina sýni meiri framfarir í námi en þeir sem ekki nota hana. Hulda Karen gefur grunnskólum í Breiðholti námskeiðin sem kennararnir sækja í námstækninni en skólarnir greiða sjálfir fyrir námsefnið sem notað er. Hún segir PALS gagnast vel alls staðar en að Breiðholtið sé góður staður til að byrja á. „Ástæðan fyrir gjöfinni er fyrst og fremst sú að í grunnskólunum í Breiðholtinu stundar einstaklega fjölbreyttur nemendahópur nám og PALS, sem er raunprófuð aðferð, nýtist sérlega vel við þannig aðstæður,“ segir Hulda.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira